Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Óánægja með Stórtjón, af veðri Einokun útvarps Leikur í snjónum Þið sjáið sjálfir um.. Söngur Vísir Bland frétta Ný löndunarbryggja Höfnin dýpkuð Pistill & fréttir Síld og ufsi Svartur fáni Þeir sem hafa... Með ungu fólki.. Haförninn kemur Strákagöng Það er komið gat Í gegn um göngin Skipbrotsmannaskýli Slys í göngunum Stutt rabb við .. Smáfréttir Síld á Siglufirði Nýtt sjúkrahús

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

 

Föstudagur 16. september 1966.   Fréttin: Steingrímur Kristinsson

Strákagöngin opnuðust ekki við "lokasprenginguna"

Mælingar verkfræðinga stóðst ekki að öllu leiti.

Siglufirði, 16. sept.

Í GÆRDAG bárust þær fregnir að búist væri við, að sjást mundi gegnum gatið okkar vestur í  Engidal og að Sauðanesvita við (sennilega) síðustu stórsprenginguna sem framkvæmd yrði í  jarðgöngunum í gegnum Strákafjallið. Ég hafði samband við Karl Samúelsson, einn  verkstjórann í göngunum og spurði frétta. Jú, það stóð heima, samkvæmt mælingum  verkfræðinganna væru líkur fyrir því, að op myndaðist við næstu sprengingu, en erfitt væri þó,  að segja til um hvenær sú sprenging yrði. 

Kannski um eða eftir kvöldmat, þó gæti það dregist lengur.

Ástæðan væri sú, að bergið væri mjög slæmt, hefði aldrei verið verra á allri leið inni og þyrfti  því að „skrota" mjög mikið, en það kalla gatmenn þegar þeir losa niður laust og hættulegt grjót  og stundum jafnvel heil björg, sem hefðu getað dottið niður seinna af sjálfu sér og valdið slysi.

Að fengnum þessum upplýsingum ákvað ég að heimsækja göngin um kvöldið vopnaður þeim  vopnum, sem mér þykir helst til koma, myndavélum og flass lömpum. Þegar út eftir kom kl. um 20.30 hitti svo á, að starfs liðið, sem var á vakt að þessu sinni  var að koma út úr göngunum og mátti sjá vonbrigða svip á mörgum, en aðrir bölvuðu.

 Ég  stöðvaði einn og spurði hálfkvíðinn hvort eitt hvað hefði komið fyrir. Svarið var stutt og laggott.  Fyrir? Það má nú segja. Það verður engin veisla í kvöld eða á morgun, að minnsta kosti.  Veisla? Hvað áttu við sagði ég undrandi, en áttaði mig. Líklega verður boðið upp á veitingar að  starfinu loknu, þegar sést gegnum gatið.

Ég fékk að vita að búist hefði verið við, að á að giska 4-5 metrar væru eftir í gegn  samkvæmt mælingum. En nú voru þeir að enda við að bora tvær prufu holur, með borum sem  voru 6.40 m. að lengd, en ekkert skeði. Þeir náðu ekki í gegn. Sýnilegt þótti, að ekki mundu  þeir komast gegnum gatið eftir næstu sprengingu.

Næst átti ég tal við Sigfús Thorarensen  verkfræðing, sem umsjón hefur með vinnunni. Hann sagði m.a. að það hefðu orðið þeim  vonbrigði, að mælingar verkfræðinganna hefðu ekki staðist algjörlega. Þó gæti verið að ekki  munaði nema einum til tveimur metrum að 6.40 m. borinn næði í gegn, eða jafnvel minna.  Sýnilegt væri að ekki mundi opnast á næstu klukku stundum.

Ég var ákveðinn í því að láta þetta ekki verða algjöra fýluferð og bað Sigfús því leyfis að fá að fara inn í göngin til myndatöku er borun hæfist að nýju. En hann neitaði og því er þessi frétt myndalaus, en ástæðuna kvað Sigfús vera, að aldrei hefði hættulegra verið en einmitt nú inni í göngunum. Bergið væri mjög laust og fyrirvara laust gæti hrunið úr því á þeim stað, þar sem  verið væri að vinna og Efra-Fall vildi enga ábyrgð taka á utanað komandi fólki inn í  jarðgöngunum. Og þar sem Sigfús ræður þarna ríkjum en ekki ég, þá snautaði ég í burtu og lét  þar við sitja.

Aftur í dag (16. sept.) hitti ég Sigfús að máli til að leita frétta og sagði hann mér, að það hefði  ekkert gat myndast og efaðist um, að næsta sprenging mundi opna heldur.

Hann sagði að þeir,  sem eru hinum megin við gatið vestanverðu við það, heyrðu mjög vel til þeirra úr göngunum og  gætu þeir einfaldlega talast við, svo varla getur bilið á milli verið mjög mikið. Sigfús. taldi, að  jafnvel yrði sprengt eftir miðnætti í nótt.

                                                                              Steingrímur.