Æskulýðsstarf | Fjallabátar | Rauðka - soðstöð | Skarðsmótið ´63 | Fjallasýn | Fyrsta síldin | Refaveiði | Dýpkun - Björninn | Það var ekkert vont.. | Eldur í Sunnu | Frumstæð ufsaveiði | Myndir úr síldinni | Landladga á Sigló | Tilraunafloti | Útfluttningur | 200 ára afmæli | Flugslys | Raufarhafnarsíld | Sundmót | Vetrarolimpiuleikar | Fimm valdir | Snjóflóð á Sigló | Óboðinn jólagestur

>>>>>>>>>>> Æskulýðsstarf

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   11. maí 1963. Fréttin: Stefán Friðbjarnarson, ljósmyndir: Steingrímur.

Fjölbreytt æskulýðs- starf á Siglufirði

GLÆSILEGT æskulýðs- og tóm-stundaheimili var vígt á Siglufirði hinn 24. febrúar s.l. Þeir aðilar sem stóðu að stofnun heimilisins voru Lionsklúbbur Siglu-fjarðar, æskulýðsráð bæjarins og ýmis önnur félagasamtök. Stjórn Síldarverk-smiðja ríkisins veitti málinu ómetanlegan stuðning

Ragnar Páll Einarsson, listmálari og Jón Jóhannsson, netagerðameistari, en þeir eru báðir í  æskulýðsráðinu.

Strax var hafist handa við að koma á fót ýmiskonar nám skeiðum fyrir unglingana  og var þeim einnig gefin kostur á að nota salarkynni heimilisins á kvöldin til að vinna að áhuga-málum sínum, td. hafa skátar haft með heimilið að gera á mánudögum. Húsvörður er Jón Dýrfjörð.

Þrjár myndir eftir Huldu Kristinsdóttur á sýningunni.

Sunnudaginn 5. maí sl. kom glögglega í ljós árangur þess starfs sem unnið hefur verið í vetur á heimilinu, en þann dag efndi æskulýðsráð til sýningar á munum unglinganna, sem þeir höfðu gert eftir tilsögn leiðbeinenda. Mjög mikil aðsókn var að sýningunni.                                   

Einna mest bar á ýmiskonar teikningum, svart hvítum og í litum Tilsögn í teiknun veitti ungur listmálari, Ragnar Páll Einarsson.

Ragnar telur efnilegasta nemanda sinn vera Huldu Kristinsdóttur, sem hann segir teikna "mjög lifandi myndir". Alls nutu tilsagnar Ragnars um 60 nemendur.

Nokkrir bast og plastmunir á sýningunni

Á sýningunni bar  einnig mikið á allskonar bast- og plastmunum, sérlega vel unnum og skemmtilegum. Tilsögn annaðist Margrét Hallsdóttir og hafði hún 40 - 50 nemendur.

Þarna var einnig gott starf frímerkjaklúbbsins greinilegt en leiðbein-andi hans var Ragnar Fjalar, sem hafði um 40 - 50 unglinga.

Sýnishorn var af alls konar sjóvinnu voru á sýningunni, en Jón Jóhannsson netagerða-meistari, hefur verið aðal hvatamaðurinn og hefur látið í té efni og húsnæði á verkstæði sínu, en sjóvinna        

krefst mikils húsrýmis. Aðal leiðbeinendur hafa verið Sveinn Björnsson og Guðni Gestsson. Nemendur hafa verið um 40 talsins.

 

Þá hafa verið námskeið í ljósmyndun, sem Jóhannes Þórðarson, yfirlögregluþjónn,

Loks voru í vetur námskeið í skák, sem Freysteinn Þorbergsson annaðist, svo og bridge sem Bridgefélag Siglufjarðar sá um.