Þriðjudagurinn 25. júní 1963, myndir: Steingrímur, texti:
Stefán Friðbjarnarson
Dýpkun í Siglufjarðarhöfn. Um 30 ára bil hefur maður
nokkur danskrar ættar, Aage Johansen verið búsettur á Siglufirði.
Maður þessi er víða þekktur á Norðurlandi sem kafari og fyrir vinnu
sína við hafnarframkvæmdir, en það hefur verið ævistarf hans.
Fyrir þremur árum keypti hann ásamt
félaga sínum, Birni Þórðarsyni á Siglufirði uppmoksturspramma, sem
nefndur er Björninn. þeir félagar hafa fyrir nokkru lokið við
að breyta honum og endurbæta verulega, meðal annars hafa þeir sett á
hann 7 tonna krana og öflugar sanddælur. Nú í vor hafa þeir unnið
að dýpkun hafnarinnar á Siglufirði fyrir sumarið og hafa grafið úr
henni 10-15 þúsund teningsmetra, auk þess hafa þeir rekið niður
bryggjustaura í tugatali og annast köfun.
Björninn að verki, en lest hans
rúmar 65 teningsmetra, eða um 100 lestir.

Aage Johansen og Björn Þórðarson
hjá krananum á "Birninum". |