Æskulýðsstarf | Fjallabátar | Rauðka - soðstöð | Skarðsmótið ´63 | Fjallasýn | Fyrsta síldin | Refaveiði | Dýpkun - Björninn | Það var ekkert vont.. | Eldur í Sunnu | Frumstæð ufsaveiði | Myndir úr síldinni | Landladga á Sigló | Tilraunafloti | Útfluttningur | 200 ára afmæli | Flugslys | Raufarhafnarsíld | Sundmót | Vetrarolimpiuleikar | Fimm valdir | Snjóflóð á Sigló | Óboðinn jólagestur

>>>>>>>>>>> Dýpkun - Björninn

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Þriðjudagurinn 25. júní 1963, myndir: Steingrímur, texti: Stefán Friðbjarnarson

Dýpkun í Siglufjarðarhöfn.

Um 30 ára bil hefur maður nokkur danskrar ættar, Aage Johansen verið búsettur á Siglufirði. Maður þessi er víða þekktur á Norðurlandi sem kafari og fyrir vinnu sína við hafnarframkvæmdir, en það hefur verið ævistarf hans.

Fyrir þremur árum keypti hann ásamt félaga sínum, Birni Þórðarsyni á Siglufirði uppmoksturspramma, sem nefndur er Björninn.  þeir félagar hafa fyrir nokkru lokið við að breyta honum og endurbæta verulega, meðal annars hafa þeir sett á hann 7 tonna krana og öflugar sanddælur. Nú í vor hafa þeir unnið að dýpkun hafnarinnar á Siglufirði fyrir sumarið og hafa grafið úr henni 10-15 þúsund teningsmetra, auk þess hafa þeir rekið niður bryggjustaura í tugatali og annast köfun.

   

 

Björninn að verki, en lest hans rúmar 65 teningsmetra, eða um 100 lestir.

 

 

 

 

Aage Johansen og Björn Þórðarson hjá krananum á "Birninum".