Æskulýðsstarf | Fjallabátar | Rauðka - soðstöð | Skarðsmótið ´63 | Fjallasýn | Fyrsta síldin | Refaveiði | Dýpkun - Björninn | Það var ekkert vont.. | Eldur í Sunnu | Frumstæð ufsaveiði | Myndir úr síldinni | Landladga á Sigló | Tilraunafloti | Útfluttningur | 200 ára afmæli | Flugslys | Raufarhafnarsíld | Sundmót | Vetrarolimpiuleikar | Fimm valdir | Snjóflóð á Sigló | Óboðinn jólagestur

>>>>>>>>>>> Landladga á Sigló

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Miðvikudagurinn 17. júlí. Ljósmyndir: Steingrímur, textinn; Stefán Friðbjarnarson.
Landlega er áning að nýrri veiðiferð

Siglufirði, 15. júlí.

ÞEGAR veður og vindar ýfa sjó og Ægir konungur skiptir skapi --- leitar síldarflotinn hafnar og öryggis. Margir tugir glæstra síldveiðiskipa hafa undanfarin dægur legið við bryggjur á Siglufirði og hundruð vaskra sjómanna leitað sér dægurstyttingar, uns gefur á sjóinn á ný. Lítill bær stækkar  stórum af fólksfjölda í upphafi hverrar síldarvertíðar,

stækkar enn og þrátt fyrir skapvonsku veðurguða, er lund fólksins létt.

Þetta fólk, sem veiðir og vinnur síld, veit sem er, að það hefur gert Ísland að stærsta útflutningslandi í heiminum, að síldin var 60% af heildarafla landsmanna á sl. ár, og það getur með góðri samvisku unnt sér stundargamans örfáa óveðursdaga.

Landlegurnar eru líka með allt öðrum heilbrigðari blæ nú en áður og Siglfirðingar geta borið vitni, að sjómenn og síldarverkunarfólk skemmtir sér, með örfáum undantekningum, á frjálslegan og heilbrigðan máta, sem það getur verið stolt af.

Sá stærsti galli við landlegur, frá sjónarmiði fréttaritarans að þá er erfitt um myndatökur, og dagblöðin verða að sætta sig við verri fréttamyndir, sem af eðlilegum ástæðum vera vott brælunnar, er skipin rak til hafnar.

Stærsta myndin er tekin ofan af lýsisgeymi Rauðkuverksmiðjunnar og sýnir syðsta hluta söltunarstöðva og tugi síldveiðiskipa, táknræn mynd landlegu á Siglufirði.

 

 

Önnur mynd sýnir annað tákn landlegunnar, lokaða ríkisverslun, auglýsing í glugga áfengis verslunarinnar, viðbrögð löggæslunnar, sem heldur í heiðri máltækið, allur er varinn bestur.

 

Þriðja myndin er óskyld ríkisversluninni, hún sýnir einkaframtak æskunnar, við síldarsöltun, sem í þessu tilfelli endar með því að ungmennið stingst á hausinn ofan í síldartunnu. Síldarævintýrið hefur steypt mörgum á hausinn, en skakkaföll eru nú einu sinni kapítuli í lífsreynslu mannsins en þetta ungmenni komst fljótlega á réttan kjöl aftur og verður vafalítið eftirleiðis.

Þegar þessar línur eru ritaðar er landlegu lokið, veiði hafin, söltun í fullum gangi. þannig er það jafnan, að sól bíður að baki skýja og brýtur sér alltaf á ný leið til þeirra sem vilja vinna að eigin velferð.

------ Stefán.

(Ljósm. Mbl. SK)