Eldsvoði á
Siglufirði 
Siglufirði 28.
júní.
Tuttugu mínútur yfir miðnætti í
nótt varð elds vart í stórum bragga á Söltunarstöð SUNNU hf.., er
notaður hafði verið í senn
sem íveruhús síldarverkunarfólks, skrifstofu og geymslu-
húsnæði.
Hér er um stórt tréhús að ræða, gamalt og gegnum-þurrt.
Mikill eldur var
uppi í húsinu, er slökkviliðið kom á vettvang, en því tókst af
dugnaði miklum að ráða niðurlögum hans á u.þ.b. 1 klst og 15 mín.
Efri hæð byggingarinnar skemmdist allmikið, sér í lagi íverupláss starfsfólks, sem eldurinn lék verst. Skrifstofuhúsnæðið skemmdist af
vatni og reyk og ýmsar geymslu vörur (salt ofl.) munu hafa skemmst.
- -
Stefán
|