Það var ekkert vont að
detta í sjóinn.

Björgunarmennirnir Sævar Björnsson, Kristinn Rögnvaldsson og Sigurður Helgason.
Hann hefur
ekki verið feigur, því það gekk svo undursamlega vel að bjarga
honum, sagði Þórunn Þorgeirsdóttir á Siglufirði, móðir Gústafs
litla Daníelssonar sem datt í sjóinn í síðustu viku og var bjargað
meðvitundarlausum, er blaðamaður hringdi til hennar.

|
Þórunn Þorgeirsdóttir með Gústaf
litla son sinn.
|
Drengirnir hennar tveir, 5 ára og 3ja
ára höfðu farið út að leika sér um morguninn.
Þeir eru svo mikið fyrir
að vera á bryggjunum, sagði hún. --- Þeir hafa farið inn á Leirur
sem eru norðan innri hafnar og Gústi dottið í sjóinn.
Það þýðir ekkert að
spyrja strákana hvernig þetta hafi viljað til Þeir vita það ekki; segja
bara að þetta hafi ekkert verið vont. Engir voru að vinna þarna nálægt,
en það vildi svo vel til að þrír
piltar fóru þarna hjá og heyrðu hrópin í
þeim yngri. Þeir voru að sækja planka og
voru búnir að fara eina ferð, en þurftu
að fara aftur.
Þá var Gústaf
meðvitundarlaus í sjónum. Piltarnir sem
heita Sævar Björnsson, Suðurgötu 51,
Kristinn Rögnvaldsson, sama stað og
Sigurður
Helgason Suðurgötu 41b, gátu gripið í
Gústaf, rétt þegar hann var að sökkva.
Þeir kunnu bæði venjulegar
björgunaræfingar og einnig
blástursaðferðina og byrjuðu strax að
beita þeim. Náðu þeir öllum sjó upp úr
drengnum.
 |
Bræðurnir litlu. Annar
datt í sjóinn og hinn hrópaði á hjálp |
Einnig
vildi svo heppilega til að einmitt
í sömu mund kom lögreglubíllinn. Maður
að nafni Jóhann Vilbergsson, sem var að
vinna í Rauðku, sá þegar Gústaf datt, en
sjór er þarna á milli (400-500 m.).
Hann
hljóp upp á lögreglustöð og þeir komu í
bílnum á vettvang strax eftir að
piltarnir höfðu dregið drenginn upp og
lífgað hann við. Hann fékk svo sprautu
og var hafður inni í nokkra daga og varð
ekkert meint af þessu. Hann er svo
hraustur.
-- Heldurðu að þeir fari aftur niður á
bryggju? --
Ekki segja þeir, segir
Þórunn, ern er auðheyranlega ekki
sannfærð. --
þetta gleymist fljótt á
þessum aldri. Það eru eru vandræði hvað
krakkarnir hérna eru mikið á bryggjunum
|