Æskulýðsstarf | Fjallabátar | Rauðka - soðstöð | Skarðsmótið ´63 | Fjallasýn | Fyrsta síldin | Refaveiði | Dýpkun - Björninn | Það var ekkert vont.. | Eldur í Sunnu | Frumstæð ufsaveiði | Myndir úr síldinni | Landladga á Sigló | Tilraunafloti | Útfluttningur | 200 ára afmæli | Flugslys | Raufarhafnarsíld | Sundmót | Vetrarolimpiuleikar | Fimm valdir | Snjóflóð á Sigló | Óboðinn jólagestur

>>>>>>>>>>> Flugslys

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Þriðjudagurinn 23 júlí 1963 Ljósmyndir og texti: Steingrímur.

Flugvél hlekkist á í lendingu á Siglufirði

Aka þarf yfir ónýta brú til þess að komast á sjúkravöllinn

Örin bendir á þann stað í fjöruborðinu, þar sem framhjól vélarinnar tók niðri.

Siglufirði 20. júlí

Á TÍUNDA tímanum í kvöld hlekktist lítilli flugvél af Aerocoup gerð á í lendingu hér á sjúkra flugvellinum. Vélin er frá Akureyri, eign Arngríms Jóhannssonar, en flugmaður í þetta sinn var Einar Björnsson. Engin alvarleg meiðsl urðu á mönnum en litlu munaði að ver  færi.

Óhappið varð með þeim hætti að vélin "undirskaut" þ.e.a.s. hjól vélarinnar snertu jörð áður en komið var að enda flug-brautarinnar. Rakst nefhjól vélarinnar í fjörubarð (annar brautarendinn veit að sjó) og brotnaði af.  Tókst vélin síðan á loft aftur, en skall svo harkalega niður á vængi og nef,  sitt á hvað, en hafnaði loks á réttum kili utan við flugbrautina.

Nokkrum dögum áður hafði sömu flugvél hlekkst á í lendingu hér. Í það skipti "yfirskaut" flugmaðurinn brautarendann, þ.e.a.s. lenti of langt frammi á flugbrautinni með þeim afleiðingum að vélin fór út af brautarendanum. Ekki skemmdist vélin í það skipti, en nú er hún allmikið skemmd sem sjá má af meðfylgjandi mynd til hægri.    ---------

Mér varð ekki um sel á leið minni á slysstað, þegar ég átti eftir um 500 metra að flugbrautinni, þá lá leiðin um brú sem yfir þurfti að fara til að komast að þessum eina sjúkraflugvelli Siglfirðinga. En viti menn, á skilti við brúna stóð "Umferð bönnuð" Er mér sagt að umferð um brúna hafi verið bönnuð í 7-8 mánuði, þar sem hún væri svo fúin að hún gæti brotnað þá og þegar.

 

 

Á meðan ég dokaði við smeygði sér framhjá 10 hjóla trukkur yfir brúna, sem gekk í bylgjum á meðan. Síðar sá ég að a.m.k. tveir 10 hjóla trukkar höfðu farið yfir brúna, báðir á vegum flugmálastjórnar.

 

Fleiri bílar hafa farið yfir þessa brú sem mér sýnist bæði léleg og hættuleg.