Soðkjarnaverksmiðja
Rauðku í smíðum. -- ljósm.:S.K Vinnslumöguleikar
fyrir 20 þúsund soðtonn á Siglufirði
Á
Siglufirði er undirbúningur undir síldarvertíðina í fullum gangi hjá
Rauðku og Síldarverksmiðjum ríkisins.
Rauðka er að
reisa soðvinnsluhús, þar sem á að koma fyrir soðvinnslutækjum sem
eiga að geta unnið úr soði ca 8000 mál á sólarhring. Soðkjarnatækin
og síldar sjóðari, sem smíðað er í Héðni, er komið, og á leiðinni
er stór suðuketill frá
Bandaríkjunum.
Síldarverksmiðjur
ríkisins eru að stækka soðvinnsluhús sitt og bæta við tækjum. Er
áætlað að þá verði hægt að vinna hér um 20 þúsund málum á
sólarhring. Með þessu móti er hægt að nýta hráefnið mun
betur. Í stað þess að áður fór það í sjóinn, verður nú unnið
úr því soðkjarni og mjöl. -- Stefán. |