Laugardagurinn 16.
nóvember 1963 Ljósmyndir og texti undir þeim: Steingrímur.
Annar texti: Íþróttafréttaritari Mbl. ónafngreindur
5 þátttakendur í vetrar-OL í
Innsbruck?
Sennilegt að það verði 3
svigmenn og 2 í göngu.
ÞAÐ
LIGGUR í loftinu að það fari 5 íslenskir skíðamenn á Vetrar
Ólympíuleikana í Innsbruck í Austurríki sem hefjast 29. janúar n.k.
Það er einnig rætt manna á meðal að fyrir valinu veði 3
svigmenn og 2 göngumenn. Þetta sagði Stefán Kristjánsson,
varaformaður SKÍ í símtali við blaðið í gær, en Stefán tók
það fram, að Ólympíunefndin ætti eftir að ákveða fjölda
þátttakenda og fyrr en sú ákvörðun lægi fyrir, væri ekkert hægt
að segja með vissu.
ÓBLÍÐ
VEÐRÁTTA
Stefán sagði Mbl. einnig að það hefði ætíð verið von
Skíðasambandsins að geta sent væntanlega þátttakendur utan um
áramótin svo þeir fengju einn mánuð til æfinga við þær
aðstæður sem keppt verður við. En það er heldur svart útlit
fyrir að sá draumur rætist vegna fjárskorts.
Siglfirðingarnir, Birgir Guðlaugsson og Þórhallur Sveinsson, eftir spennandi keppni.
TVÖ
ÞJÁLFUNARNÁMSKEIÐ
SKÍ hefur nú efnt til
tveggja þjálfunarnámskeiða. Hið fyrra var í ágúst í
Kerlingafjöllum og tókst skínandi vel. Hið síðara var á
Siglufirði og hófst 5. nóv. s.l. en lauk með móti 12. nóv.
Tókst það einnig vel, nægur snjór og bæði
þátttakendur, sem voru 10 talsins, og kennarar, þeir Baldur
Ólafsson í göngu og Hjálmar Stefánsson í alpagreinum voru
hinir ánægðustu með árangurinn.
Hér eru
nokkrir þeirra sem hafa sótt námskeiðið. Frá vinstri: Samúel
Gústafsson, Árni Sigurðsson, Jóhann Vilbergsson, Kristinn
Benediktsson, Hafsteinn Sigurðsson og þjálfarinn Hjálmar Stefánsson.
Nægur snjór
var í Siglufirði en veður ill og óblíð við skíðamennina.
En á
mótinu í lok námskeiðsins. urðu úrslit þessi:
Farnar 4
ferðir í brautinni og 3 þær bestu taldir í samanlögðum tíma.