Æskulýðsstarf | Fjallabátar | Rauðka - soðstöð | Skarðsmótið ´63 | Fjallasýn | Fyrsta síldin | Refaveiði | Dýpkun - Björninn | Það var ekkert vont.. | Eldur í Sunnu | Frumstæð ufsaveiði | Myndir úr síldinni | Landladga á Sigló | Tilraunafloti | Útfluttningur | 200 ára afmæli | Flugslys | Raufarhafnarsíld | Sundmót | Vetrarolimpiuleikar | Fimm valdir | Snjóflóð á Sigló | Óboðinn jólagestur

>>>>>>>>>>> Óboðinn jólagestur

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  29. desember 1963 (síða3)  Ljósmyndir: Steingrímur. Textinn: Mbl.

Óboðinn jólagestur

S N J Ó F L Ó Ð

Á ANNAN jóladag hlupu tvö snjóflóð úr fjallinu Strákum á Siglufirði. Flóðið sem kom um morguninn lenti fyrst á Hvanneyrarhlíð, þar sem áður bjó Karl Dúason, en síldarleitin hefur nú haft á sumrin að undanförnu. Þar var enginn, sem betur fór. 

Mynd af húsinu sem færðist til um 5-7 m. og fylltist af snjó, svo gluggahlerarnir og veggir sprungu út undan snjónum, mynd á forsíðu, [næsta síða á undan] þá lenti flóðið á tveimur nýbyggðum íbúðarhúsum, þar voru tvær fjölskyldur og  sakaði engan.

Myndirnar hér á síðunni eru teknar, þegar verið er að hreinsa snjóinn út úríbúðunum, en hann braut upp útihurðir og flæddi inn. Þær tók Steingrímur Kristinsson á Siglufirði. Snjómokstur er engan vegin fátíður á Siglufirði, þó telja megi til tíðinda þegar hann fer fram innanhúss í nýju húsi, svo sem ein myndin sýnir.

Þetta er á heimili Hólmsteins Þórarinssonar loftskeytamanns, og fólkið er að enda við að koma út óboðnum jólagesti - snjóflóði. 

Á einni myndinni stendur    kona  Hólmsteins frú Ólína Ólsen og svarar í síma, fyrirspurnum vina og kunningja um líðan fjölskyldunnar..

Á annarri mynd sést inn um eldhúsglugga í húsinu þar sem Guðlaugur Karlsson, loftskeytamaður og fjölskylda hans búa. Sá hvíti gluggagægir,  snjóflóðið lét sér  ekki nægja að gægjast inn, heldur fyllti eldhúsið, en þarna er búið að  hreinsa það og sést vaskurinn og ísskápurinn sem færðist  úr stað.

Tvær stærstu myndirnar sýna menn vera að bera út og flytja burt það sem heillekt er af húsgögnum úr Hvanneyrarhlíð og ein myndin sýnir hvernig umhorfs er þar inni, lítið annað en brak og snjór.