Æskulýðsstarf | Fjallabátar | Rauðka - soðstöð | Skarðsmótið ´63 | Fjallasýn | Fyrsta síldin | Refaveiði | Dýpkun - Björninn | Það var ekkert vont.. | Eldur í Sunnu | Frumstæð ufsaveiði | Myndir úr síldinni | Landladga á Sigló | Tilraunafloti | Útfluttningur | 200 ára afmæli | Flugslys | Raufarhafnarsíld | Sundmót | Vetrarolimpiuleikar | Fimm valdir | Snjóflóð á Sigló | Óboðinn jólagestur

>>>>>>>>>>> Fjallabátar

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

30. maí 1963. Fréttin: Stefán Friðbjarnarson, ljósmyndir: Steingrímur.

Fjallabátar í fjöruleit

Það þykir í frásögu færandi, að ofan Hólavegar, sem er efsta gatan á Siglufirði, eða í fjallshlíðinni ofan við kaupstaðinn, er lítil "skipasmíðastöð", sem fræg er fyrir trillubátasmíði. Það kunna að vera aðrar skipasmíðar í fjöllum, um þær er okkur ókunnugt. Morgunblaðið lét ljósmyndara sinn fylgjast með ferðalagi tveggja trillubáta um götur Siglufjarðar, sem leið liggur á nýju hafnarbryggjuna þar sem þeir voru sjósettir. Á stærstu myndinni eru tvær trillur "komnar á bak" Benzinum og halda á farkosti sínum niður Aðalgötuna.

 

Til vinstri sjást skrifstofur Haraldar Böðvarssonar og & Co, og  Norska  sjómanna- heimilið, en til hægri (eins og vera ber) afgreiðsla Morgunblaðsins á Siglufirði, sem er til húsa í Aðalbúðinni

 

 

 

.

 

Á næstu mynd eru trillurnar komnar niður á Hafnarbryggju ásamt forvitnum áhorfendum, og þar kemur "kraninn" til sögunnar, hefur þær áloft og skilar þeim síðan á sjóinn, þann er þær skulu sigla um og sækja björg í bú, Siglfirðinga og þjóðarheildar- innar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Loks er hér mynd af skipasmiðnum sjálfum, og  eiganda Sæfara, Sæmundi Jónssyni, og eigendum Öldunnar, þeim Guðlaugi og Henning Henriksen, sem eru  síldar-saltendur og framkvæmda-menn á fleiri sviðum. Hjá þeim stendur fulltrúi framtíðarinnar, ungur drengur sem horfir á sjó út og nýja bátinn.

 

Allar myndirnar tók Steingrímur Kristinsson á Siglufirði. -- Stefán.