Æskulýðsstarf | Fjallabátar | Rauðka - soðstöð | Skarðsmótið ´63 | Fjallasýn | Fyrsta síldin | Refaveiði | Dýpkun - Björninn | Það var ekkert vont.. | Eldur í Sunnu | Frumstæð ufsaveiði | Myndir úr síldinni | Landladga á Sigló | Tilraunafloti | Útfluttningur | 200 ára afmæli | Flugslys | Raufarhafnarsíld | Sundmót | Vetrarolimpiuleikar | Fimm valdir | Snjóflóð á Sigló | Óboðinn jólagestur

>>>>>>>>>>> Myndir úr síldinni

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Föstudagurinn 12. júlí 1963   Ljósmyndir: Steingrímur, textinn; Stefán Friðbjarnarson.

Svipast um af síldartunnu

Svipmyndir frá Siglufirði 

ÞAÐ gleður augu Siglfirðinga að líta slíkan dag, sólarhita og lognbjartan, spegilsléttan fjörðinn, tugi drekkhlaðinna síldarbáta, söltun á flestum síldarstöðvum, annar á annir ofan. Ljósmyndari Mbl. gefur sér eilítið tóm frá framleiðslu , störfum til að mynda lífið og starfið í síldarbænum, í þeirri trú að ritstjórn Mbl. telji framleiðslustörf til frétta af betra taginu. Myndin hér til hægri sýnir söltunarstöð Pólstjörnunnar, þar sem saltað er af kappi, vanar stúlkur að verki, sem skila góðu starfi, og vita að skipshafnirnar vilja sem styðst stansa í landi. Fremst sést á færibönd löndunartækja Dr.Paul verksmiðjanna, síðan söltunarstöðin, þá Öldubrjóturinn, togari og saltskip, fjærst Siglunesið, sem lokar firðinum og gerir hann bestu höfn síldveiðiflotans.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hver söltunarstöð hefur síldarmatsmann. Flestir eru þeir karlmenn en kvenfólkið haslar sér völl á flestum sviðum. Hér er matsmaður hinnar nýju söltunarstöðvar Óskarssíldar h.f. frk. Gígja Sveinsdóttir (myndin til vinstri) Margrét SI 4 færði stöðinni hennar fyrstu síld á þessu sumri.

 

 

 

 

 

 










 

Mynd hér fyrir neðan er einnig frá Margrétarsöltun Óskarssíldar. Fréttagildi hennar liggur í færibandinu, sem flytur síld úr skipi í kassa, upp í hendur síldarstúlknanna. --  Framleiðandi er Klettur, Hafnarfirði.  Þessi færibönd eru sjálf framtíðin í síldarsöltun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd til vinstri sýnir löndun söltunarsíldar úr síldveiðiskipi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og neðsta myndin hér til vinstri sýnir fyrirbæri sem er að hverfa af sjónarsviðinu, nótabátinn sem elti hvert síldarskip fyrir 2-3 árum, en hefur nú fengið hvíldina, vegna tilkomu aukinnar tækni.

En jafnvel gamlir snurpu-nótabátar vilja gera sitt gagn í þjófélaginu, sérstaklega á Siglufirði, þar sem allir taka þátt í önnum sumarsins. Þessi gamli bátur hefur einfaldlega hvolft sér ofan myndarlegs hænsnahúss, fengið sér hurð og glugga, samlagast landslagi og umhverfi og hýsir 3-400 hænsnaunga, væntanlegar varphænur fyrir síldarverkunarfólk, sem ekki veitir af fjörgandi fæðu í síld og sól á Siglufirði

--- Stefán