Umbætur hjá SR | Síldin og þjóðarbúskapur | Tilfinnanleg vöntun | "Nöldursýki" | Dómsorð Hæstréttar | Svar til Þ.E. | Tryggingar, S.R. | Til minnis um... | Vottorð verkamanna | Ingvar Guðjónsson | Hvað er að ?(1) | Einstætt bréf | Náttúran-Síldin-Mennirnir | Ranghermi | Skrum eða raunveruleiki | Deilt á Gísla Halldórsson | Stjórnarfyrirkomulag SR | Skrumauglýsing frá Gísla | J.F.G. hróðugur | Vátryggingar | Á alltaf að féfletta | Hvað er að?(2) | Ný síldarverksmiðja | Nýja Rauðka

>>>>>>>>>>> Umbætur hjá SR

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti, 6. mars 1937
Umbætur á Síldarverksmiðjum ríkisins

 

Samkvæmt viðtali Alþýðublaðsins 25. febrúar við Finn Jónsson, formann stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, hefir stjórn verksmiðjanna lagt til við ríkisstjórnina að gerðar verði stórfelldar umbætur á verksmiðjunum fyrir næsta driftartíma.

 

Ráðgert er að umbæturnar við hvora verksmiðju fyrir sig á nemi að krónutali sem hér segir: S. R.-30 69 þúsund krónur, S. R. N. 85 þúsund krónur , S. R. P. 22 þúsund krónur., S. R. S. 25 Þúsund krónur og S.R.R. 89 þúsund krónur.

 

Samtals umbætur fyrir ca. 290 Þúsund krónur.

 

Þá segir i viðtalinu svo:

 

"Framkvæmdarstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, Gísli Halldórsson, verkfræðingur, hefir nú gert merkilegar tillögur um að reistar verði síldarþrær á Siglufirði, er rúmi um 35 Þúsund mál síldar.

Steinsteypta þróin, sem um er rætt var fyrirkomið í þessu húsi, sem síðar fékk nafnið "Síbería". Myndin er tekin 1937 af Gísla Halldórssyni.

 

Verða þrærnar úr steinsteypu og útbúnar með kælitækjum til að verja síldina skemmdum. Stjórn síldarverksmiðjanna hefir nú lagt til við ríkisstjórnina, að þegar verði hafist handa um byggingu þróa þessara, þannig, að henni verði lokið fyrir síldarvertíðina í sumar.

 

Þrær þessar yrðu þannig útbúnar, að þær myndu létta mjög vinnu sjómanna við uppskipun, og er kostnaður við byggingu þeirra, ásamt kælivélum, áætlaður um kr. 300,000.

 

Þá segir í viðtalinu, að stjórn síldarverksmiðjanna hefir nú þegar selt 5-6 Þúsund smálestir af væntanlegri síldarlýsisframleiðslu verksmiðjunnar í sumar fyrir 21 pund sterling smálestina. Er það mjög hátt verð og Því búist við að bræðslusíldarverð verði mun hærra en áður hefir verið. (Síðan Þessi sala fór fram, hefir lýsið fallið töluvert í verði).

 

Umbæturnar á verksmiðjunni, svo og bygging kæliþrónna, skapa mikla vinnu hér í bæ. Er það vel farið og því þess að vænta, að fé fáist til þessara framkvæmda.

 

Um þessi mál verður síðar ritað nánar hér í blaðið.