Umbætur hjá SR | Síldin og þjóðarbúskapur | Tilfinnanleg vöntun | "Nöldursýki" | Dómsorð Hæstréttar | Svar til Þ.E. | Tryggingar, S.R. | Til minnis um... | Vottorð verkamanna | Ingvar Guðjónsson | Hvað er að ?(1) | Einstætt bréf | Náttúran-Síldin-Mennirnir | Ranghermi | Skrum eða raunveruleiki | Deilt á Gísla Halldórsson | Stjórnarfyrirkomulag SR | Skrumauglýsing frá Gísla | J.F.G. hróðugur | Vátryggingar | Á alltaf að féfletta | Hvað er að?(2) | Ný síldarverksmiðja | Nýja Rauðka

>>>>>>>>>>> Síldin og þjóðarbúskapur

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti, 31. júlí 1937
Síldin og þjóðarbúskapurinn.

 

Ógrynni verðmæta berast nú á land síðustu daga hér á Norðurlandi. Á ég þar við veiðihrotu þá, er verið hefir undanfarið.

 

Aldrei höfum við Íslendingar byggt eins mikið upp á síldina eins og í ár og er það að vonuni, þar sem vertíð á Suðurlandi brást s.l. vetur svo sem raun bar vitni um.

 

Fleiri Íslensk skip stunda veiðarnar en nokkru sinni fyrr og afli til þessa verður að teljast góður. Að vísu byrjuðu flest skipin snemma og var fyrri hluti þ.m. fremur aflarýr. Úr þessu hefir ræst og er veiðin síðustu daga afburðagóð.

 

Það eru ekki mörg ár síðan togararnir sunnlensku lágu flestir bundnir yfir síldveiðitímann, eða sumir, sem ísfiskveiðar stunduðu, báru litinn eða engan hlut frá borði.

 

Sem betur fer er þetta breytt. Þjóðin er búin að fá trú á þessum atvinnuvegi, síldveiðunum. Enginn þingmaður myndi nú lengur þora að nefna þá, er síldveiðar stunda, landshornafólk og ruslaralýð, eða tala um hann sem óhollan- og hættulegan atvinnuveg.

 

Þeir þingmenn, sem það einu sinni gerðu, eru nú að verða forngripir. Og síldin, sem margir hræddust fyrir nokkrum árum, bankarnir litu með fyrirlitningu til, hún hjálpar nú þjóðinni í ár að sigrast á ýmsum fjárhagsörðugleikum.

 

Þetta er ekkert óeðlilegt. Sá sem þetta ritar benti á það fyrir nokkrum árum í blaði, hvað síldin gæti verið þjóðinni mikils virði. Árið í ár ætlar að sanna það, þó ef til vill ekki að fullu.

 

Saltsíldarmarkaður okkar Íslendinga hefir aldrei fært út kvíarnar síðastliðinn áratug. Gerir það harðvítug samkeppni Norðmanna og fleiri erlendra þjóða, sem sækja gullið hingað heim að landsteinum gamla Fróns.

 

Þó von sé til, með tilstilli góðra manna og aukinni vöruvöndun; sem nú fer mikið í vöxt, að geta hér nokkru um þokað, þá hljóta síldveiðarnar hér hjá okkur fyrst og fremst að byggjast á að vinna síldina hér heima.

 

Að bræða hana, eins og það er orðað, og framleiða síldarolíu og síldarmjöl á erlenda markaði.

 

Um þessi mál er yfirleitt ekki hægt að rita án þess að minnast á þann mikla þátt, sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa átt í vexti og viðgangi síldveiði útgerðarinnar s.l. 6-7 ár. Það má alveg fullyrða að án þeirra væri Íslensk síldarútgerð allt öðru vísi en hún lítur út i dag.

 

Síldarverksmiðjur ríkisins eru óskabarn þjóðarinnar. Þær hafa vaxið jafnt og þétt og hafa nú hlotið almenna viðurkenningu þjóðarinnar.

 

Við munum þegar eitt aðal stjórnmálablaðið í Reykjavík, varaði við þessu -bolsafyrirtæki- og hvatti útgerðarmenn til að halda sér þar fjærri. Sem betur fór mátti sín betur viðsýni forgöngumanna þessara mála, en brjálæðisrugl æsingabelgja suður í Reykjavik.

 

Þeir, sem eitt sinn vógu fast að þessum fyrirtækjum hafa nú slíðrað sverðin; en hinu verður eigi neitað, að einstaka hjáróma rödd hvín ennþá fyrirtæki þessu til tjóns.

 

Ættu þær raddir nú óðum að þagna og allir góðir drengir að styðja þetta fyrirtæki, svo sem föng standa til.

 

Eins og kunnugt er, var fyrsta verksmiðjan reist hér 1930 og tók til starta það ár, var áætlað að hún afkastaði að vinna úr 2.500 málum á sólarhring.

 

1935 var lokið við byggingu viðbótarverksmiðju, sem vinna skyldi úr svipuðu magni.

 

1932 var keypt verksmiðja, sem nefnd er Dr. Pauls verksmiðja, er afkasta skyldi 1.200 málum. Var þá hægt að bræða ca. 6.000 mál á sólarhring í þessum þrem verksmiðjum1-

 

Árið 1935 voru afköst eftir því.

 

En með þeim endurbótum á vélum verksmiðjanna, sem sérstaklega ber að þakka núvermdi forráðamönnum þeirra, vinna þær nú úr ca. 8.000 málum á sólarhring. 

 

Er þad 2.000 mála aukning, sem þannig hefir fengist með hagsýni og bættri aðstöðu og verða störf þeirra manna, er þetta hafa af hendi leyst, vart til fjár metin.

 

Síðast en ekki síst má nefna hér þróarbygginguna nýju. Síðustu dagar sanna hversu þar var viturlega ráðið. Mun láta nærri að hún taki nær 20 þúsund mál og þar sem þróin er nú full að þessu sinni.

 

1- Eins og kunnugt er voru verksmiðjurnar á Sólbakka og Raufarhöfn líka eign ríkisins.