Umbætur hjá SR | Síldin og þjóðarbúskapur | Tilfinnanleg vöntun | "Nöldursýki" | Dómsorð Hæstréttar | Svar til Þ.E. | Tryggingar, S.R. | Til minnis um... | Vottorð verkamanna | Ingvar Guðjónsson | Hvað er að ?(1) | Einstætt bréf | Náttúran-Síldin-Mennirnir | Ranghermi | Skrum eða raunveruleiki | Deilt á Gísla Halldórsson | Stjórnarfyrirkomulag SR | Skrumauglýsing frá Gísla | J.F.G. hróðugur | Vátryggingar | Á alltaf að féfletta | Hvað er að?(2) | Ný síldarverksmiðja | Nýja Rauðka

>>>>>>>>>>> Deilt á Gísla Halldórsson

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 7. september 1937  ---  Þormóður Eyjólfsson

Gísli Halldórsson þykist enn, í 31. tölublaði Neista, vera að svara leiðréttingum mínum og Einherja á ranghermum hans.

 

Meginhluti greinar hans er reyndar, eins og vant er, hóflaust hól um sjálfan hann, en last um mig, en þar sem hvortveggja er aðeins staðhæfingar út í bláinn, nenni ég ekki að svara þeim neinu.

 

Á sjálfum sér og verksmiðjunni gerir Gísli engan mun. Sé fundið að röngum frásögnum hans og skrumi, er það að hans sögn sama sem að niðra verksmiðjunum.

 

Hann vill vera einn til frásagnar og friðhelgur og er það síst að furða. Allir vita að honum mundi koma það sérstaklega vel.

 

En þá er nú það sem mest á ríður fyrir Gísla, að sanna að ég fari með rangt mál viðvíkjandi afköstum verksmiðjanna. Fyrst tekur hann það ráðið, sem enginn heiðarlegur maður telur sér sæmandi. Hann falsar það sem hann kallar "töflu konsúlsins". (þ.e. mína). -

 

Hann setur þessa töflu upp þannig, að ég hafi gert útreikninginn í, afköstunum í sumar frá 16./6. til 22./8. (þ.e. frá 16. júní til 22. ágúst).

 

Þetta er hrein fölsun. Ég gerði útreikninginn yfir tímabilið 10. júlí til 30. ágúst, eða þann tíma allan, sem aldrei hefir orðið stöðvun á verksmiðjunum vegna síldarleysis.

 

Hitt ráð Gísla er að vitna í skýrslu efnarannsóknastofunnar. Það er eðlilegt að honum þyki það hagkvæmt, því þar eru öll "stopp" verksmiðjanna dregin frá vinnsludögunum, ekki aðeins þau "stopp" sem verða vegna síldarleysis, heldur einnig öll "óhappastoppin," en í þeim telja sjómennirnir að minnsta kosti, að hafi verið sett met í sumar.

 

Óhappastoppin dró ég ekki frá og álít ekki rétt að gera það, því það er eitthvað meira en lítið athugavert við það, - og þarf skjótrar rannsóknar - ef þau þurfa að vera mjög tíð í sumar, eftir allar kostnaparsömu endurbæturnar.

 

Það fer þá að vera hæpinn gróði að því, þó stundum sé hægt að ná mikið hærri afköstum, en verksmiðjurnar eru byggðar upp á, (þó maður sleppi því nú alveg, sem margir telja vafasamt að jafngóð framleiðsla fáist með því móti).

 

Við útreikninga mína fyrir sumarið í sumar (1937) lagði ég til grundvallar þær tölur sem verksmiðjurnar hafa sjálfar gefið upp til blaða og útvarps um síldarmálafjölda, sem þær höfðu lekið á móti og unnið úr.

 

Það getur hver og einn athugað hvort þær tölur eru ekki réttar, og hvort ekki er rétt reiknuð út meðalvinnslan eftir þeim. Og meðalvinnsluna 1935 tók ég beint úr starfsskýrslunni það ár, en herra Trausti Ólafsson hefir bent mér á, að, hvað SRP snerti hefði ég heldur átt að taka meðatvinnsluna sumarið 1934, því þá hefði hún verið töluvert hærri.

 

Þessu hafði ég gleymt og hafði heldur ekki þá ársskýrslu við höndina.

 

En þrátt fyrir þessa aðferð Gísla Halldórssonar, að falsa töflu mína og miða við skýrslu efnarannsóknarstofunnar, og þrátt fyrir það, að hann vill aldrei taka neitt tillit til þess, að SRN verksmiðjan var ekki fullgerð 1935 og því ekki sambærileg - fær hann þó samt núna ekki nema 1.800 mála afkastaaukningu í staðinn fyrir að minnsta kosti 2.800 til 3.400 mála afkastaukningu, sem mest rr búið að guma að.

 

Skyldi honum ekki smátt og smátt takast að komst alveg niður í það rétta, áður en deilunni líkur?

 

Gísli segir að ég: sé með dylgjur um ferðakostnaðarreikning sinn til útlanda í vetur. Þetta er ósatt. Dylgjur voru það engar, heldur hreinlega frá því sagt, sem satt er, að hann hafi tekið 110 kr. á. dag í þeirri  ferð, fyrir utan símakostnað, sem einnig var óskiljanlega há upphæð.

 

Hann er hróðugur yfir því að hann hafi engar athugasemdir fyrir ferðakostnaðarreikninginn fengið.

 

Hversvega ekki? Reikningarnir fyrir 1936 eru ekki tilbúnir enn, 8 mánuðum ettir að þeim áttu að vera tilbúnir.

 

Endurskoðuninni er þar af leiðandi ekki lokið, og engar athugasemdir þess vegna ennþá framkomnar.

 

Treystir Gísli því, að þær verði aldrei neinar?

 

Eða hyggst hann að komast upp með það, að loka aldrei reikningunum?

 

Gísli dylgjar um veislukostnaðarreikninga mína og ferðakostnaðarreikning til Raufarhafnar.

 

Ég skora á hann að birta í næsta blaði "Neista", eða "Einherja" ef hann vill það, heldur, alla, veislukostnaðarreikninga verksmiðjanna - mína. og annarra-meðan ég var í verksmiðjustjórninni og til samanburðar veislukostnaðarreikninga verksmiðjunnar síðan hann varð framkvæmdarstjóri.

 

Sömuleiðis ferðakostnaðarreikning, minn til Raufarhafnar, - og, sína eigin ferðakostnaðarreikninga þangað. -

 

Sleppið þér dylgjunum Gísli, en., leggið þér bara reikningana fram.

Það er yður, hægðarleikur ef kjarkinn ekki brestur.

Þormóður Eyjólfsson.