Við undirritaðir, sem fórum með undirskriftarlista til starfsmanna ríkisverksmiðjanna, í sambandi við ráðningu framkvæmdarstjóra, lýsum yfir því, að ummæli þau, sem höfð eru eftir okkur - einum eða fleirum - í 2. tbl. Einherja þetta ár, eru ósönn.
Ef einhverjir verksmiðjumannanna halda því fram, að við höfum ekki látið þá sjálfráða gerða, sinna fara þeir með ví3vitandi ósannindi.
Það skal ennfremur tekið fram, að við fórum aðeins einu sinni til hvers manns nema Sigurðar Björgólfssonar kennara, sem óskaði eftir því að komið yrði til sín aftur og var það gert.
Siglufirði 29. janúar 1937.
Guðjón Jóhannsson,
Kristin,, Jóakims.son,
Björn Pálsson.
Neisti, 1. maí 1937
Molar.
Hvað er að í Síldarverksmiðjunum? spyr Jónas í síðasta Einherja, (stór gleiðletruð fyrirsögn, með tilsvarandi spurningarmerki.
Það er sem maður sjái karlfuglinn, standandi þarna steinhissa með opinn munninn.
Það er ekkert að núna, Jónas sæll, en það var bölvans ólag á þessu meðan Þormóður var í stjórn verksmiðjanna.
Þegar búið var að þrautreyna og sanna að enginn gat unnið í friði með honum var hann látinn fara. - Síðan er allt í lagi.
Einherji, 10. júní 1937
"Yfir"-verkstjórinn í Síldarbræðslum ríkisins gengur nú venju fremur prúðbúinn daglega og virðist ekki starf hans hafa aukist með metorðunum.
Er þess til getið að nú sé verið að nota sér vel síðustu mínúturnar, áður en hin fræga "stimpil"-klukka tekur til starfa og skellur á hæla yfirverkstjóra jafnt og dugandi verkamanna og kveður upp sinn miskunnarlausa dóm, ef um óstundvísi eða vanrækslu "yfir"-stjóra eða annarra er að ræða.
Þar sem framkvæmdarstjórn er réttlát og sterk, þarf enga "stimpil"-klukku. Hennar var heldur ekki þörf hér, meðan dugandi og réttlátir menn fóru með framkvæmdarstjórnina.
Það fer ekki illa á því að núverandi framkvæmdastjóri auglýsi vanmátt sinn, með því að taka sér til hjálpar útlenda hnútusvipu, sem kostar of fjár, og sjómenn eru látnir borga til þess að "stimpla" undirmenn sina - fátæka verkamenn - ef færi gefst.
Neisti, 3. júlí 1937
Síldveiðin hefir gengið heldur treglega. - Hefir síldin aðallega veiðst vestur undir Horni og fyrir austan Langanes.
Hefir veiðin verið afar misjöfn. Sum skipin hafa aflað ágætlega en önnur fengið litla eða enga veiði.
Hæst mun vera línuveiðaskipið Ólafur Bjarnason með um 3.900 mál.
Síldarverksmiðjur ríkisins höfðu tekið við síld til bræðslu þ.1.þ.m. sem hér segir:
Síldaverksmiðjan á Sólbakka ca. 6.000 mál
á Raufarhöfn - 10.000 mál
á Siglufirði. -54.000 mál
Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði hafði fengið um sama leyti, samkvæmt símfregnum að austan, um 4.000 mál og verksmiðjan á Norðfirði eitthvað svipað.
Gránuverksmiðjan hafði um sama leyti tekið á móti ca. 2.200 málum og Rauðka ca. 4.700 málum.
Sjómenn segja gott síldarútlit en óstillt og slæm veðrátta hamlar mjög veiði.
Neisti, 31. júlí 1937
Til bræðslu í versmiðjurnar var komið í gærkveldi:
Rauðka
21.394 mál
Grána
8.899 mál
Ríkisverksmiðjurnar hér
24.6080 mál
Raufarhöfn
41.900 mál
Sólbakki
30.000 mál
Bræðsluafli mun nú orðinn um það eins og í allt fyrrasumar
Einherji, 6. ágúst 1937
Síldarverksmiðjurnar
höfðu í gærkveldi tekið á móti síld sem hér segir:
Verksmiðjur.
5. ágúst 1937
5. ágúst. 1936
S.R. Siglufirði
278.680 mál
244.000 mál
S.R. Raufarhöfn
51.739 mál
38.300 mál
Sólbakki
27.895
Samtals:
358.314 mál
282.300 mál
Steindór Hjaltalín
32.258 mál
34.591 mál
Sigurður og Snorri (ca)
12.000 mál
18.271 mál
Alls, samtals
402.572 mál
335.162 mál
Einherji, 6. ágúst 1937
Nefndarskipun.
Bráðabirgðalögin um Síldarverksmiðjur ríkisins hlutu samþykki síðasta þings þannig, að þau giltu aðeins til næsta nýárs og að því tilskildu, að skipuð væri þriggja manna nefnd samkvæmt tillögum þriggja aðalþingflokkanna, til less að endurskoða lögin um ríkisverksmiðjurnar og gera tillögur um breytingar á þeim.
Tilnefndi Framsóknarflokkurinn Þormóð Eyjólfsson strax að afloknu þingi, af sinni hálfu í þá nefnd. Það hefir nú samt sem áður dregist að alvinnumálaráðherra (Haraldur Guðmundsson) skipaði nefndina, þangað til nú fyrir nokkrum dögum.
Eru þeir í henni Þormóður Eyjólfsson af hálfu Framsóknarmanna, Garðar Þorsteinsson af hálfu Sjálfstæðismanna og Jón Sigurðsson (erindreki) frá Jafnaðarmönnum.
Ber sjálfsagt að skilja skipun Jóns í þessa nefnd sem viðurkenningu á nánu samstarfi hans og öllum stuðningi fyrr og síðar við Svein Benediktsson í verksmiðjustjórninni. Hefir Jafnaðarmönnum fundist sér standa næst að verðlauna þann stuðning.
Einherji, 12 ágúst 1937
Hrollur í Jóni.
Það er auðséð á síðasta Neista að Jón Sigurðsson kvíðir starfi þeirrar nefndar sem skipuð hefir verið til þess að gera tillögur um stjórnarfyrirkonulag síldarverksmiðjanna.
Hann er líklega hræddur um að eitthvað óþægilegt kunni að koma í ljós um afrek hans í verksmiðjunum og viðskilnað hans við þær.
Skiljanlega langar hann ekki að lifa upp aftur þær hrellingar, sem hann varð að þola, þegar hans eigin ráðherra sá sig tineyddan að skipa honum að segja sig úr verksmiðjustjórninni, og það samkvæmt kröfu Framsóknarflokksins.
Einherji, 6. ágúst 1937
Fyrirspurnir.
1. Hversvegna hafa ekki rafvindurnar, sem komu fyrir tæpum mánuði síðan til Síldarverksmiðja ríkisins, ekki verið settar upp. Lengi lágu þær á hafnarbryggjunni og svo á plani verksmiðjanna, en ekkert hefir verið aðhafst. Sjómenn og útgerðarmenn hafa séð þær standa þarna, á sama tíma og skip hafa verið látin bíða vegna vinduleysts.
2. Metin í Síldarverksmiðjum ríkisins eru þráfaldlega auglýst í útvarpinu. En hversvegna er stoppunum gleymt? Í þeim mun þó líka hafa verið sett met i sumar.
Sjómaður.
Einherji, 10. september 1937
Síldarfólkið
er nú óðum að hverfa úr bænum og heim til sín. Er hvert skip fullt af fólki, ýmist til Akureyrar og þaðan með bílum út um land, eða með skipum sem fara beint vestur og suður.
Einherji, 10. september 1937
Stórkostlegasta met sem sett hefir verið í Síldarverksmiðjum ríkisins, síðan byrjað var að reka þær, var sett í nótt.
Vann SRN verksmiðjan af fullum krafti frá kl. 6 í gærkvöld til kl. 9 í morgun með síld úr hinni "dásamlegu" nýju þró, sem Gísli Halldórsson hefir gumað svo mikið af í sumar í blöðum og útvarpi - og var framleiðslan 0 - ekki einn einasti poki af mjöli, í þessa 15 klukkutíma og sama sem ekkert af lýsi.
Virðist síldin á einhvern hátt hafa "forderfast"- svo mjög í þessari miklu þró, að erfitt ætli að vera að vinna úr henni. -
Sjálfsagt setur Gísli þetta stærsta met sem hann hefir staðið fyrir, í Útvarpið í kvöld, svo mjög sem hann hefir gaman of að láta geta þar um "metin" sín og sjálfan sig. -
Einherji, 1. október 1937
Skemmtiferð fóru starfsmenn ríkisverksmiðjanna - alls um 150 manns - til Mývatns núna í vikunni. Var þeim boðið af verksmiðjustjórn og ferðin kostuð af fé verksmiðjanna.
Lagt var af stað héðan seinni partinn á mánudag - í rigningu og hálfgerðu slagviðri, - með lestaskipinu "Vard".
Flutti það fólkið til Dalvíkur, en þangað var það sótt í bílum frá Akureyri. Gist var á Akureyri um nóttina, en þaðan lagt af stað austur kl. 8 næsta morgun.
Veður var kalt og gekk á með snjókomu í Mývatnssveit, svo lítið var hægt að skoða sig um.
Á Skútustöðum var nokkur viðstaða og matur framreiddur í þinghúsinu handa öllum hópnum.
Til baka til Akureyrar var komið aftur um kl. 6-7 síðdegis og þar borðaður kvöldverður. Þá tók Dettifoss við hópnum og flutti hann beina leið hingað til Siglufjarðar.
Þátttakendur segja ferðina geta hafa verið hina skemmtilegustu, ef veður hefði ekki verið svo óhagstælt.
Neisti, 9. október 1937
Gísli Halldórsson, framkvæmdarstjóri ríkisverksmiðjanna, fór héðan með Dr. Alexandrine síðast áleiðis til útlanda. Mun ferðinni vera heitið til Noregs i sambandi við ný og fullkomin löndunartæki við verksmiðjurnar.
Neisti, 27. nóvember 1937
Ríkisverksmiðjufrumvarp
Jónasar og Magnúsar Guðmundssonar.
Hægri menn Framsóknarflokksins og einn íhaldsmaður (M. G.) flytja frumvarp á Alþingi um Síldarverksmiðjur ríkisins og geta þess í greinargerð, að frumvarpið sé byggt á tillögum þeim, sem vinirnir, íhaldsmennirnir Garðar Þorsteinsson og Þormóður Eyjólfsson hafa látið frá sér fara.
Er frumvarpinu mjög ábótavant i ýmsu, en þó sérstaklega hættulegt ákvæðið um að aldrei verði greitt út nema 85 % andvirði fersksíldar fyrr en að lokinni vinnslu.
Hafa mótmæli gegn frumvarpinu streymt að hvaðan æfa frá sjómannastétt landsins. Enda er vitað að slíkt ákvæði myndi verða þess valdandi að verð hráefnis hjá einkaverksmiðjum mundi stórlækka, eða ca. niður í 85 % útborgunarverð ríkisverksmiðjanna.
Fullyrt er að Framsóknarflokkurinn sé mjög skiptur í þessu máli.