Til minnis um síldarútveginn.
Fyrsta frumvarpið um byggingu síldarverksmiðju á Siglufirði flutti Erlingur Friðjónsson á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn og Ingvar Pálmason með honum fyrir Framsókn
Tillögu um að byggja S.R.N. flutti Finnur Jónsson fyrir Alþýðuflokkinn í sjávarútvegsnefnd Neðri deildar Alþingis á aukaþingi 1934.
Síldartollurinn var lækkaður eftir kröfu Alþýðuflokksins, með stjórnmálasamningi við Framsókn og fyrsta árið varið til hlutauppbótar sjómönnum, samtals um 120 þúsund krónur.
Síldarútvegsnefnd hefir hækkað fersksíldarverð til sjómanna úr kr. 4,50 tunnu, eins og það var 1934, upp í 7 til 11 krónur hverja tunnu.
Lögin um Síldarútvegsnefnd voru samin of Finni Jónssyni fyrir hönd Alþýðuflokksins og samþykkt á Alþingi eftir kröfu Alþýðuflokksins.
Viðreisn og skipulagning síldarútvegsins er fyrst og fremst verk Alþýðuflokksins.
Framsóknarmenn hafa, eins 0g íhaldsmenn, oft farið óvirðingarorðum um þá, sem síldarútveg stunda og kallað þá "Grímsbylýð", "braskaralýð", "landshornafólk" og öðrum ónöfnum, en vegna öflugrar baráttu Alþýðuflokksins. hafa þeir verið knúnir til að veita síldarútveginum athygli og ekki getað staðið á móti kröfum Alþýðuflokksins um að auka þennan atvinnuveg. |