Ein skrumauglýsingin frá Gísla Halldórssyni
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefir tekið að gefa út mánaðarblað er heitir "Heima". Er tilgangur þess einkum að kynna starfsemi félagsins út á við og þýðingu samvinnufélagsskaparins.
Auk þess er því ætlað að flytja ýmsan annan fróðleik og skemmtilestur. Ritstjóri blaðsins er Karl Strand. -
Hann hefir komið til Siglufjarðar í sumar og dvalið hér þrjá daga. Í ágústblaðinu, sem Einherja hefir nýlega borist, lýsir hann þessum bæ, "sem í senn ber elli og æskumörk", samansettur at flausturlega reistum húsum er óðum sækja fastar á brekkuna, bær með slæmu lofti og reykjarskýi eins og stórborg.
Þessi bær er umtalsefnið í dag, segir ritstjórinn.
En eðlilega eru það það verksmiðjurnar, sem vekja athygli hans og til þess að fá sem besta fræðslu um þær, snýr hann sér að vonum til framkvæmdarstjórans Gísla Halldórssonar. Og það stendur ekki á honum-.
Á nokkrum mínútum skýrir hann frá hinum furðulegustu staðreyndum úr heimi síldarvinnslunnar.
"Hvernig Síldarverksmiðjur ríkisins, sem eru fimm talsins" - "hafa náð því að vinna 2.800 málum meira á sólarhring nú en fyrir tveimur árum, með lítið fleira fólki, en tiltölulega ódýrum endurbótum. Hvernig nýja þróin hefir í sumar bjargað tugum þúsunda með því að spara skipum tafir. Hvernig verkaskiptingin er nákvæmlega skipulögð, dagleg línurit gerð yfir afköst sérhverrar verksmiðju og allar tafir rannsakaðar," "og við ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði vinna um 150 manns. Þær vinna úr 8.000 málum síldar á sólarhring."
Tækifærunum er svo sem ekki sleppt hvar sem hægt er að koma að einhverju skrumi um verksmiðjurnar. En furðuleg er sú frekja og má reyndar teljast ofdirfska af framkvæmdarstjóranum, að endurtaka sí og æ staðhæfingar, sem hver einasti maður sem í verksmiðjunum vinnur og allir kunnugir vita að eru ósannar, og að tilfæra tölur sem hvert barn, sem kann deilingu í einskonar tölum, getur sannfært sig um að eru rangar.
Einherji benti á í sumar, út af viðtali framkvæmdastjórans í blöðum, og frásögnum í útvarpi, að það sem hann segir um afkastaaukninguna síðustu tvö árin, geti ekki staðist og færði sönnur á sitt mál, með því að sýna fram á hver meðalvinnsla verksmiðjanna hefði verið allt summið 1935 og hver hún var í sumar, frá 10. júlí til siðast í ágúst.
Í blaðaskrifum, sem út af þessu spunnust milli Gísla Halldórssonar og Þormóðs Eyjólfssonar, viðurkenndi Gísli sjálfur, að afkastaaukning verksmiðjanna væri aðeins 1.800 mál á sólarhring í stað 2.800 til 3.400 mál er hann hefði áður haldið fram að aukningin væri. Þessari 1.800 mála aukningu gat hann þó aðeins haldið fram með því, að byggja á skýrslu rannsóknarstofu verksmiðjanna, sem dregur öll "óhappastopp" frá vinnslutíma verksmiðjanna og með því að birta falsaða töflu um verksmiðjuafköstin, er hann tileinkaði Þormóði Eyjólfssyni.
Og þegar Þ.E. benti á hvaða aðferðir Framkvæmdastjórinn notaði til að verja sitt mál, gafst hann upp við að svara nokkru.
Nú var samanburður Einherja og Þ.E. á meðalvinnslu verksmiðjanna minna, - allt sumarið 1935, en aðeins nokkuð af tímanum 1937 og það einmitt há annatímann, - vitanlega Gísla mjög hagkvæmur. Til þess að samanburðurinn gæti verið fyllilega réttur og eðlilegur, þurfti að taka meðalvinnsluna allt sumarið 1937 (síðastliðið sumar.) Það hefði verið ofur einfalt, og vafalaust hefði framkvæmdastjórinn gert það nú í vertíðarlokin, ef honum hefði ekki verið fullljóst að þær tölur myndu sanna allt annað en hann hefir haldið fram, þær myndu sanna afkastalækkun, en ekki afkastahækkun,- og það miklu meiri en Einherji bjóst við í sumar,-eins nú skal sýnt fram á:
S.R.P.
Bræðsla byrjar þar í sumar 15. júní og hættir 25. september, bræðslutíminn 103 dagar, mínus ca. 9 dagar er frá dragast af því að ekki er alltaf unnið á sunnudaga og nokkrir virkir dagar falla úr snemma á veiðitímanum vegna síldarleysis.
Bræðsludagar því 94. Verksmiðjan vinnur í allt úr ca. 112 þúsund málum (broti úr hundraði er sleppt.) Meðalvinnsla á sólarhring hefir því verið 1.192 mál.
Sumarið 1935 var meðalvinnsla í SRP 1.334 mál en nokkuð hærri 1934 og eru því afköst hennar rúmum 142 málum lægri á sólarhring nú en þá og rúmum 200 málum lægri en 1934.
S.R.'30.
Þar byrjar bræðsla 22. júní og hættir 2. október, þ.e. 103 dagar, mínus12 dagar eða 91 dagur alls. Verksmiðjan vann úr 154.300 málum, meðalvinnsla 1.696 mál á sólarhring.
Sumarið 1935 vann hún að meðaltali úr 2.140 málum. Afköst hennar eru þannig 444 málum lægri á sólarhring nú en þá.
S.R.N. er dálitið hærri með bræðsludagafjölda en hinar, eða um 97 dagar. Byrjar 15. júní hættir 5. október, samtals 113 dagar, mínus 16.
Hún hefir brætt ca. 175 þúsund mál. Meðalvinnsla verður rétt um 1.800 mál, eða um 30 málum lægri en 1935. (Það) sumar var sú verksmiðja þó í smíðum og komst aldrei fullkomlega í lag. Meðalafköst Síldarverksmiðja ríkisins hér á Siglufirði eru því rúmum 600 málum lægri í sumar en þau voru fyrir tveim árum, í staðinn fyrir að Gísli Halldórsson grobbar sí og æ af og staðhæfir gífurlegar afkastaukningar, svo að hann kemst jafnvel upp í 3.400 mál með allar verksmiðjurnar, þegar honum tekst best upp.
Og i staðinn fyrir 8 þúsund mál á sólarhring geta þær, að jafnaði, ekki hafa unnið úr meiru í sumar en ca. 4.700 málum eins og sjá má af því, að þær hafa alls unnið úr ca. 441 þúsund málum - vel í lagt - á 94 sólarhringum.
Þessu þarf enginn að trúa í blindni, það er hverjum meðal greindum manni auðvelt að rannsaka sjálfur.
Nýja þróin eða ný vélasamstæða
Að gefnu tilefni hefir það nú verið tekið til allrækilegrar athugunar hér í blaðinu hvort afköst ríkisverksmiðjanna hafa aukist tvö síðustu árin, og sannað að svo er ekki.
Hitt munu allir sammála um að afkastaaukningar hefði verið mikil þörf og að tækifærið var einmitt nú fyrir hendi þegar gífurleg verðhækkun varð á afurðunum og stórgróði hefði þar af leiðandi að öllu sjálfráðu, - áttu að geta orðið á verksmiðjurekstrinum. - Þetta mun verksmiðjustjórninni einnig hafa verið ljóst og viljað eitthvað í því gera.
Og ekki stóð á hugmyndunum. Framkvæmdarstjórinn sá allt i einni svipan hvað gera skyldi - og fékk það ráð:
Hálfri miljón króna skyldi varið til endurbóta á verksmiðjunum og til þess að byrja á þróarbyggingu með nýju sniði-. Sú byrjunarbygging átti að kosta 175 þúsund krónur, en framkvæmdastjórinn skýrir sjálfur frá því snemma í ágústmánuði í blaðaviðtali að hún hafi kostað 210 þusund krónur og fullvist er að ekki voru þá öll kurl komin til grafan.
En þróin átti líka að vera alveg eindæma kostagripur, svo að annað eins hefði ekki þekkst hér á landi áður og jafnvel ekki i öllum heiminum.
Framkvæmdastjórinn reiknaði út í snatri að strax á þessu fyrsta sumri mundi hún bjarga verðmætum fyrir 400 þúsund krónur eða meira.
Það er nú orðin svo alkunn raunasaga hvernig um það hefir farið, að ekki er þörf á að fara um það mörgum orðum. Meginið af síldinni sem i þessa þró hefir verið látið, hefir stór skemmst og mörg þúsund mál liggja eflir í henni, - af flestum talin að vera alónýt.
Óhemju fé hefir verið til þess kostað að reyna að koma þessari skemmdu síld gegnum vélarnar, t.d. sóttur karfi sem komin var, í þró á Sólbakka, til þess að bræða með síldinni og skip leigt til þeirrar farar fyrir 6 þúsund krónur, keypt talsvert at dýrri reknetasíld í sama skyni, - auk þess sem farið hefir til spillis í öllu því basli, í kolum, salti, vinnu og vélasliti.
Hér skal að þessu sinni ekki reynt að sundurliða hve mikil verðmæti hafa farið þarna forgörðum, en það er fullvíst, að maður, sem hefir langa reynslu og manna mesta sérþekkingu á síldarverksmiðjurekstri hér á landi, telur tap verksmiðjunnar á nýju þrónni í sumar vera á þriðja hundrað þúsund krónur, auk þess sem byggingarkostnaðurinn sé að miklu leyti verksmiðjunum glatað fé.
Það hefir verið varið rúmlega 300 þúsund krónum til endurbóta, á ríkisverksmiðjunum, að því er verksmiðjustjórnin segir, sem enginn eða lítill árangur sést af, og það hefir verið varið á þriðja hundrað þúsund krónur til að byggja misheppnaða þró, sem stórtap hefir orðið á.
Það er ekki ófróðlegt að athuga til samanburðar hver útkoman hefði orðið, ef sú leið hefði verið tekin til "afkastaaukningar" og "verðmætisbjörgunar", að bæta einni vélasamstæðu hér við verksmiðjurnar fyrir 2.400 mála vinnslu.
Áætlun liggur fyrir, sem grundvöllur fyrir tilboði hingað til Siglufjarðar, frá velþekktu útlendu firma um fullkomna vélasamstæðu, frítt um borð, fyrir 220 þúsund krónur.
Lausleg áætlun hefir verið gerð um að kostnaður við flutning vélanna og uppsetningu í járnhúsi (svipað og hjá S.R.P.) mundi kosta allt að 130 þúsund krónur, eða hvortveggja samtals 350 þúsund krónur.
Hefði nú að þessu ráði verið horfið, í stað þess að verja rúmlega hálfri miljón króna til þróarbyggingarinnar og hinna svokölluðu "endurbóta", hefði samt orðið afgangs allálitleg fjárupphæð til ýmsa þarfalegra endurbóta, sem að, gat verið að ræða.
Verksmiðjurnar þurftu aldrei að stöðvast einn einasta dag frá 10. júlí í sumar til loka herpinótaveiðitímans, um 8. september og áttu þá gríðarmikla síld óunna, en aðeins skal reiknað með þessum tæpum tveim mánuðum, eða til að fara varlega, aðeins með 55 dögum.
Á þessum 55 dögum hefði verksmiðja með 2.400 mála daglegum afköstum, unnið úr, 132 þúsund málum, eða nærri 6-földu því síldarmagni sem nýja þróin tók, síldin öll orðið betri, vegna styttri geymslutíma, sjálfsagt engin síld orðið ónýt og framleiðslan fyrsta flokks vara.
Útgerðin hefði fengið 875 þúsund krónum meira fyrir hráefni, en hún fékk, og verksmiðjurnar hátt á 3. miljón krónur meira fyrir farmleiðsluna, án þess að rekstrarkostnaður hafi þurft að hækka, samanborið við það sem hann hefir orðið í sumar, því þá hefði ekki þurft að sækja karfa vestur á Sólbakka, ekki að kaupa dýra reknetasíld, ekki að eyða kolum né vinnu í að basla við að koma ónýtri síld gegnum vélarnar o.s.frv., o.s.frv.
Þjóðarbúskapurinn þolir ekki slíka ráðsmennsku, og því er það ekki að ófyrirsynju að í hinum væntanlegu verksmiðjulögum er gert ráð fyrir að stjórnendur Ríkisverksmiðjanna séu opinberir sýslunarmenn og falli undir refsiákvæði sem slíkir.
Verksmiðjurnar hafa verið notaðar svo ógætilega sem tilraunastöð af reynslulitlum manni með ótakmörkuðu sjálfstrausti, - að vel getur orðið þeim örlagaríkt um ófyrirsjáanlegan tíma. -
Enginn mun hafa verið spurður ráða, sem reynslu eða sérþekkingu hafði á síldarverksmiðjurekstri.
Mundu upplýsingar og leiðbeiningar i þeim efnum þó hafa verið auðfengnar. Fyrir allmörgum árum var líkt fyrirkomulag, og haft er á nýju þrónni, reynt í verksmiðju S.Goos: síldarþróin yfirbyggð og síldin söltuð gegnum op á loftinu.
En þetta reyndist svo illa að við það var hætt aftur. Þar kom fram sami gallinn og á nýju þrónni: síldin hrekkur undan saltbununum og verður svo saltlaus út við veggina, úldnar þar og skemmir út frá sér.
Verksmiðjustjórinn við Goos verksmiðjurnar - Snorri Stefánsson sent hefir langa reynslu og af öllum er viðurkenndur fyrir ágæta þekkingu og framúrskarandi alúð og lægni í starfi sínu, er ekki spurður ráða, hvernig þetta fyrirkomulag hafi reynst, né hversvegna hafi vend við það hætt, og hefði það þó verið ofur, auðvelt.
Rangsóknarlaust og fyrirhyggjulaust hefir hundruðum þúsunda af fé verksmiðjanna - eða öllu heldur því fé, sem þær, hafa átt að ávaxta fyrir þjóðarheildina og þó sérstaklega fyrir sjómannastéttina, - verið fleygt í gagnslausar tilraunir, en yfir fánýti þeirra hefir verið reynt að breiða, með þrotlausum skrumauglýsingum.
|