Ný síldarverksmiðja á Siglufirði?
Mikið er nú rætt og ritað um byggingar nýrra síldarverksmiðja og vast finnst það sjóþorp á Norður- og Norðausturlandi, sem eigi gerir kröfu til að fá reista síldarverksmiðju, er það og eðlilegt að mörgu teiti þegar tillit er tekið til hinnar miklu atvinnu, sem skapast þar, sem síldarverksmiðjur eru reistar.
Hitt er oft litið minna á, hvort heppilegt sé að síldarverksmiðjur séu reista, á mörgum af þessum stöðum, séð frá almennu sjónarmiði, og þá sérslaklega þeirra, sem bæta eiga uppi reksturinn, sem sé útgerðarmanna og sjómanna. (Er hér eingöngu átt við síldarverksmiðjur þær, er ríkið reisir).
Það mun óhætt að fullyrða, að erfitt og dýrt sé að reka margar og dreifðar smáverksmiðjur og ber því að kappkosta að byggja sem stærstar verksmiðjur á þeim stöðum, sem, liggja best við síldarmiðunum. Flestum þeim mönnum, sem skynbragð bera á þessi mál og hlutdrægnilaust vilja um þau ræða, mun bera saman um, að enginn staður liggi jafn vel við síldarmiðum norðanlands og Siglufjörður, og beri því að auka afgreiðslumöguleikana þar svo sem unnt er.
Þetta þarf að komast í framkvæmd hið allra fyrsta og verður best gjört á þann hátt, að reist verði hér, - til viðbótar við þær síldarverksmiðjur, sem ríkið rekur hér nú - ný verksmiðja sem bræði a.m.k. 5000 mál á sólarhring. Verksmiðju þessa þarf að byggja á sem ódýrastan hátt, og mögulegt er, og yrði það sennilega með því, að verksmiðjuhúsið væri byggt úr bárujárni, eins og Dr. Pauls-verksmiðjan. Þó er að sjálfsögðu rétt að athuga hvort hægt væri og ódýrara reyndist að stækka verksmiðjur þær, sem nú eru til hér. Bryggjur og þrær eru nógar, og vafasamt er hvort byggja þyrfti geymsluhús og olíugeymi, a.m.k. ekki til að byrja með. Væri því hér eingöngu um ódýrt verksmiðjuhús og vélar, að ræða.
Með því að fá ódýra 5000 mála verksmiðju hér til viðbótar, vinnst margt, og skal færa hér að nokkur rök: Stofnkostnaður Síldarverksmiðja þeirra, er ríkið á, hér á Siglufirði, er svo óhemju mikill, að þær eru langt frá því að vera samkeppnisfærar við hinar nýju og stóru einkaverksmiðjur. Komi hér verksniðja eins og að framan greinir lagast þetta mikið, þar sem verksmiðjurnar eru reknar sem ein heild.
Í ráði er að fá hér sjálfvirk löndunartæki við ríkisverksmiðjurnar. Þrærnar, eins og þær nú eru, eru of stórar í samanburði við afköstin, sem sýndi sig m.a. á síðasta sumri þegar mikið af síldinni varð ónýt í þrónum. Ef koma eiga sjálfvirk löndunartæki, án þess að afköst verksmiðjanna séu aukin til muna, horfir til vandræða. því reynslan er búin að sýna að síld, sem landað er með hinum sjálfvirku tækjum, þolir mjög illa geymslu. Síldin merst og tætist í sundur og súrnar þar af leiðandi fljótt.
Sjálfvirk löndunartæki eru nauðsynleg og sjálfsögð, en afkastaukning er engu síður nauðsynleg og þetta verður hvortveggja að haldast í hendur. Það er ekki nóg að afla vel og losna á fljótan og þægilegan hátt við síldina úr skipunum. það verður líka að vera hægt að bræða hana og fá úr henni sæmilega vöru. það eykur ekki heldur mikið afla skipanna að þau séu fljót að losa hvern farm, ef biðin verður aðeins lengri næst, vegna þess að þrærnar fyllast og afköst eru jafn lítil og áður.
Hér að framan hefur lítilsháttar verið minnst á hina ágætu legu Siglufjarðar við síldarmiðunum, en það er líka enn fleira sem kemur til greina.
Hér eru, flestar og bestar, síldarsöltunarstöðvar landsins, og Siglufjörður, vegna legu sinnar, miðstöð síldarsöltunarinnar. Það er ekki hægt að reikna með að bræðslusíldarverðið verði alltaf jafn hátt og s.l. sumar, og við það að bræðslusíldarverðið lækkar, leggja skipin meiri stund á söltun og leita þar á þær hafnir sem söltunin er mest.
Það er auðskilið mál, að þar sem skipin salta mest og hafa aðalbækistöð, þar eiga að vera stærstar bræðsluverksmiðjur, því oftast fer tiltölulega lítill hluti af afla hverrar veiðiferðar til söltunar. Allt nælir því með því að ný, stór og ódýr verksmiðja verði hið fyrsta reist hér á Siglufirði í sambandi við Síldarverksmiðjur ríkisins, og verður að leggja kapp á að málið nái fram að ganga þegar á næsta Alþingi.
Hitt skal játað um leið, að kröfur þær, sem fram hafa komið um byggingu síldarverksmiðju á Raufarhöfn, eiga fullan rétt á sér og er einnig nauðsynjamál, sem nær vonandi fram að ganga. en það breytir í engu nauðsyninni fyrir viðbótarverksmiðju hér á Siglufirði, eins og bent hefir verið á hér að framan, því það treystir síldarverksmiðjur ríkisins í samkeppninni við aðrar verksmiðjur, jafnframt því sem það eykur afkomumöguleika sjómanna, útgerðarmanna og verkamanna. og þá jafnframt allrar þjóðarinnar.
Jón L. Þórðarson.
|