Einstætt bréf. Þann 23. júní þá, barst Þormóði Eyjólfssyni bréf frá Síldarverksmiðjum ríkisins, sem verður að teljast einstætt í sinni röð, en um leið að nokkru leyti, táknrænt svar við þeirri spurningu Jónasar Jónssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hann setti fram hér í blaðinu 29. apríl s.l.: Hvað er að í Síldarverksmiðjum ríkisins?.
Bréf verksmiðjanna er svohljóðandi:
Siglufirði, 23. júní 1937.
Hr. konsúll Þormóður Eyjólfsson, Siglufirði.
Þar eð vér höfum undanfarið á ýmsan hátt gjört oss far um að bæta útlit verksmiðjuhúsa vorra, og þar eð vér teljum loftnetsstöng þá, er þér eigið á skrifstofuhúsi voru mjög til óprýðis, biðjum vér yður hér með um að sjá um, að hún verði tekin niður innan tveggja daga frá móttöku bréfs þessa.
pr. pr. Síldarverksmiðjur ríkisins
Gísli Halldórsson (sign.).
|