Svar til Þormóðs Eyjólfssonar.
I - Í næstsíðasta tölublaði "Einherja" staðfesti hr. Þormóður Eyjólfsson þá tilgátu mína, að hann myndi ekki kunna að þegja við grein þeirri, er ég skrifaði i 30. tölublað "Neista" þar sem ég hrakti með tölum staðhæfingar hans um Síldarveiksmiðjur ríkisins.
En grein þessa skrifaði ég fyrir áskorun ýmsa manna, sem þótti hér of langt gengið í því að rógbera verksmiðjustarfsemina og eru menn þó satt að segja ekki of góðu vanir frá hendi þess einstaka óhappamanns, sem Þormóður Eyjólfsson sí og æ hefir verið, fyrir starfsemi ríkisverksmiðjanna.
Það er dálítið táknrænt fyrir manninn og ég mun seint gleyma því, er hr. Þormóður Eyjólfsson, þáverandi stjórnarformaður, heimsótti mig í fyrsta sinni, eftir að ég tók við framkvæmdastjórastarfinu.
Hann byrjaði á því að tala um einn starfsmann fyrirtækisins og undirmann sinn á þann hátt, að það gekk fram af mér og viðtalið bar víst litinn árangur, nema ef vera kynni þver öfugan við það, sem til var ætlast.
Mér varð þá ljóst, hverskonar mann Þormóður hafði að geyma. En sífellt síðan og sérstaklega eftir að Þormóður vék úr stjórn verksmiðjanna, hefir andi hans, ef svo mætti segja, hangið eins og eiturský yfir verksmiðjunum.
Þar sem mitt starf, meðal annars, hefir verið fólgið í því, út á við, að afla verksmiðjunum almennra vinsælda og inn á við, að efla samlyndi og starfsgleði meðal verkafólksins, þá hefir hr. Þormóður Eyjólfsson, að því er virðist, gjört sér far um hið gagnstæða.
Ég vonast til þess, að menn misskilji ekki orð mín á þá lund, að ég sé að hefja mig upp á kostnað Þormóðs Eyjólfssonar. Það er langt í frá, - því að ég álít, að það sé skyldustarf hvers framkvæmdarstjóra að vanrækja ekki umræddar hliðar starfrækslunnar, alveg eins og ég álit það hverjum starfsmanni ríkisverksmiðjanna ósæmandi, að niðra því fyrirtæki er hann hefir lífbjörg sína af.
En þeim mun óviðfelldara er það, að hr. Þormóður Eyjólfsson skuli láta sér sæma, sem fyrrverandi verksmiðjustjórnarformanni, að niðra ríkisverksmiðjunum og rekstri þeirra við hvert þóknanlegt tækifæri, og það, að því er virðist, að tilefnislausu.
Hr. Þormóður Eyjólfsson veit vel, að ég hefi skirrst við því í lengstu lög, þrátt fyrir illt umtal, andróður og nafnlausar blaðagreinar, að virða hann svars.
Og honum er óhætt að halda áfram nöldri sínu og lognum staðhæfingum, án þess að eiga það á hættu, að jafnaði, að honum verði svarað einu orði.
Hinsvegar væri gott að menn gætu ennþá einu sinni sannfærst uni það, hvernig staðhæfingar hans og sannleikurinn stangast á.
Ég ætla þess vegna í þetta skipti að bera saman staðhæfingar hr. Þormóðs Eyjólfssonar, konsúls, um meðalframleiðslu ríkisverksmiðjanna 1935 og 1937 við skýrslur hr. Trausta Ólafssonar, forstöðumanns efnarannsóknarstofu ríkisins og rannsóknastofu verksmiðjanna.
Nú er vinnslunni í sumar að vísu ekki ennþá lokið, er því miðað við tímann 16. júní til 22. ágúst, eða fram að þeim tíma sem umræddar greinar erti skrifaðar á.
Vinnslutími 1935 er frá 27. júní til 14. ágúst, eða um hálfum mánuði styttri en tíminn, sem tekinn er í ár.
Hér fer á eftir tafla um meðalafköst verksmiðjanna eins og hr. Þormóður Eyjólfsson konsúll telur þau vera, í næstsíðasta tölublaði. Einherja
Tafla konsúlsins.
MEÐALAFKÖST, Mál/24 klukkustundir.
Verksmiðjur |
1935 27/6.-14/8. |
1977 16/6-22/8. |
1973-1937 |
SR-30 |
2.140 |
2.000 |
140 |
S.R.N. |
1.830 |
2.230 |
400 |
S.R.P. |
1.334 |
1.360 |
26 |
Samtals |
5.304 I |
5.590 |
286 |
Til samanburðar skal sýnd tafla gjörð eftir skýrslum hr. Trausta Ólafssonar, er sýnir meðalvinnsluna bæði þessi ár.
Tafla Rannsóknarstofunnar.
Verksmiðjur |
1935 27/6-14/8, |
1937 16/6-22/8 |
1935-1937 |
SR-30 |
2.230 |
2.770 |
540 |
S.R.N. |
1.830 |
2.720 |
890 |
S.R.P. |
1.370 |
1.740 |
370 |
Samtals |
5430 |
7.230 |
1.800 |
Það vottast hér með að ofangreind meðal afköst eru rétt tekin upp úr vinnuskýrslum mínum fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins árin 1935 og 1937.
Siglufirði, 8. september 1937.
Trausti Ólafsson. (sign.)
Vitundarvottar:
Hafliði Helgason. (sign.)
Anna Lindal. (sign.)
II - Það er leiðinlega mikill mismunur á þessum töflum, leiðinlega mikill fyrir konsúlinn, sem varla verður tekinn alvarlega hér eftir.
1. Meðalvinnsla SR-30 hefir hækkað um 540 mál á sólarhring, en ekki lækkað um 140 mál. Hér munar 680 málum/sólarhring, sem konsúllinn hefir vanreiknað SR-30.
2. Meðalvinnsla S.R.N. hefir hækkað um 890 mál á sólarhring, en ekki um 400 mál eins og konsúllinn telur. Hér skakkar 490 málum/sólarhring.
3. Meðalvinnsla S.R.P. hefir hækkað um 370 mál/sólarhring, en ekki um 26 mál eins og konsúllinn heldur fram. Hér skakkar 344 málum/sólarhring.
Samtals hefir konsúllinn því "feilreiknað sig" um 680 + 490 + 344 = 1514 mál á sólarhring, ríkisverksmiðjunum á Siglufirði í óhag.
Ég ætla að sleppa hr. Þormóði Eyjólfssyni við samanburð á Raufarhafnar- og Sólbakkaverksmiðjunum að sinni, þar eð mig skortir nákvæmar upplýsingar um meðalafköstin í ár, en aðeins geta þess, að á þeim afköstum sem Þormóður nefnir í sambandi við S.R.R. skakkar hundruðum mála, verksmiðjunni í óhag.
Ofangreindar tölur og samanburð hefi ég leyft mér að gjöra að umtalsefni hér að framan, vegna blaðaskrifa hr. Þormóðs Eyjólfssonar og talnavísinda hans.
En annars er slíkur samanburður á meðalafköstum verksmiðjanna, frá ári til árs, að því leyti varhugaverður, að hann gefur ekki rétta hugmynd um starfhæfni verksmiðjanna hvort árið um sig.
Það má ekki gleyma því, að ásigkomulag síldar, sem búin er að liggja lengi i skipum eða þróm, gerir frekari kröfur til afkastagetu vélanna heldur en sæmilega góð síld, og afköstin minnka þess vegna í miklum síldarárum, þegar síldin verður að vinnast meira og minna legin og skemmd.
Það er þess vegna ekki gott að segja um það, hvað meðalvinnsla verksmiðjanna hefði orðið há 1935 ef þá hefði átt að vinna úr samskonar síld og í ár.
Hinsvegar er það vitað, að á jafngóðri síld hafa afköst Síldarverksmiðja ríkisins 1937 orðið rúmlega 3.200 málum hærri á sólarhring en mestu afköst sömu verksmiðja 1935.
Gefur þetta töluvert góða hugmynd um hina auknu afkastagetu.
Annars er vert að athuga það, þegar verið er að ræða um móttöku og vinnslu síldar í Síldarverksmiðjum ríkisins, að við ríkisverksmiðjumennirnir þurfum ekki að bera kinnroða fyrir samanburðinn við aðrar verksmiðjur.
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa í sumar tekið á móti rúmum 852 þúsund hektólítrum af 2,157 þúsund hektólítrum, sem er allur bræðslusíldaraflinn á landinu og nemur því hlutur Síldarverksmiðja ríkisins nærri því 40 %. af allri bræðslusíldinni, og ef teknar eru tvær 4.800 mála einkaverksmiðjur til samanburðar við tvær 2.400 mála verksmiðjur ríkisins, verður samanburðurinn á þessa leið:
Ein 4800 mála einkaverksmiðja, vinnsla í sumar 297 þúsund hektólítrar.
Ein 4800 mála einkaverksmiðja, vinnsla í sumar 285 þúsund hektólítrar.
Tvær 2400 mála verksmiðjur (S.R.N og SR-30), vinnsla í sumar 503 þúsund hektólítrar.
Þarna munar 206 þúsund hektólítrum eða 70 % sem vinnslan er meiri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins heldur en hinum, þótt um jafnstórar verksmiðjur sé að ræða.
Er þetta ekki sagt einkafyrirtækjunum til lasts, heldur hr. Þormóði Eyjólfssyni til fróðleiks og uppbyggingar.
Ég skal að lokum víkja fáeinum orðum að dylgjum hr. Þormóðs Eyjólfssonar um ferðakostnað minn til útlanda sl. ár, sem hr. Þ. E. er að finna að.
Skal þess getið hér að þetta ferðalag var farið á mjög skömmum tíma um Skotland, England, Holland, Belgíu, Þýskaland, Danmörku og Noreg og heimsóttur svo að segja hver einasti viðskiptamaður verksmiðjanna í Evrópu.
Munu þeir, er álíka hraðferðir hafa farið i verslunarerindum, vita hversu útdráttarsamt slíkt ferðalag er, og hefi ég fulla ástæðu til að halda að hr. Þ. E. hefði farið hægar yfir. En hvað árangurinn af ferð minni snertir, þá mun hann hafa orðið betri en af nokkurri ferð Þormóðs Eyjólfssonar, enda hefi ég engar athugasemdir hlotið frá verksmiðjustjórninni eða endurskoðendum um ferðakostnaðinn.
Hinsvegar hefi ég hvergi gefið aukareikninga fyrir veislukostnaði eins og hr. Þormóður Eyjólfsson átti til að gjöra, og það fyrir veislur, sem enginn árangur varð af. -
Nokkurra daga ferðalag mitt til Raufarhafnar hefir aldrei kostað verksmiðjurnar fleiri hundruð krónur eins og ferðalag sumra góðra manna. Annars ætla ég ekki að fara út í slíkar rökræður sem þessar, því að þær hæfa betur siðferðislegum þroska hr. Þormóðs Eyjólfssonar en mínum.
Siglufirði, 8. september 1937.
Gísli Halldórsson. |