Umbætur hjá SR | Síldin og þjóðarbúskapur | Tilfinnanleg vöntun | "Nöldursýki" | Dómsorð Hæstréttar | Svar til Þ.E. | Tryggingar, S.R. | Til minnis um... | Vottorð verkamanna | Ingvar Guðjónsson | Hvað er að ?(1) | Einstætt bréf | Náttúran-Síldin-Mennirnir | Ranghermi | Skrum eða raunveruleiki | Deilt á Gísla Halldórsson | Stjórnarfyrirkomulag SR | Skrumauglýsing frá Gísla | J.F.G. hróðugur | Vátryggingar | Á alltaf að féfletta | Hvað er að?(2) | Ný síldarverksmiðja | Nýja Rauðka

>>>>>>>>>>> Tryggingar, S.R.

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti, 12. desember 1937

Fyrirspurnir

til Þormóðs Eyjólfssonar fyrrverandi formanns stjórnar ríkisverk-smiðjanna og umboðsmann Sjóvátryggingarfélags Íslands.

 

Í Einherja frá 1. desember, stendur þessi eftirtektarverða klausa:

Ríkisverksmiðjunum hefir alltat staðið til boða 10% atsláttur hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands, sem föstum viðskiptavin.. Og síðar þetta:

Tilhæfulaust er það með öllu, að vátryggingasamningur verksmiðjanna hafi verið gerður í sumar með leyfi fjármálaráðherra-.

Í framhaldi at þessu er Þormóður Eyjólfsson beðinn að svara, undanbragðalaust, eftirfarandi spurningum:

1. Hvernig stóð á því, að Þormóður Eyjólfsson formaður stjórnar ríkisverksmiðjanna vildi ekki þiggja fyrir hönd verksmiðjanna, þann 10 % afslátt á iðgjöldum, sem Þormóður Eyjólfsson umboðsmaður Sjóvátryggingafélags Íslands hafði heimild til að veita?

2. Vill Þormóður Eyjólfsson halda því fram, að Þorsteinn M. Jónsson hafi sagt það ósatt, að hann hafi leitað álits fjármálaráðherra um vátryggingarmálið, og að ráðherrann hafi talið sig samþykkan gerðum verksmiðjustjórnarinnar í málinu?

Þormóði til leiðbeiningar skal þess getið, að síðastliðin 5 ár munu Síldarverksmiðjurnar hvergi hafa tryggt afurðir sínar nema hjá Sjóvátryggingarfélaginu. Hann ætti því að geta áttað sig á því, hvað ber að telja föst viðskipti.

Seinna verður ef til vill spurt eftir því, í hvaða sjóð þessi 10 % hafi runnið.