Umbætur hjá SR | Síldin og þjóðarbúskapur | Tilfinnanleg vöntun | "Nöldursýki" | Dómsorð Hæstréttar | Svar til Þ.E. | Tryggingar, S.R. | Til minnis um... | Vottorð verkamanna | Ingvar Guðjónsson | Hvað er að ?(1) | Einstætt bréf | Náttúran-Síldin-Mennirnir | Ranghermi | Skrum eða raunveruleiki | Deilt á Gísla Halldórsson | Stjórnarfyrirkomulag SR | Skrumauglýsing frá Gísla | J.F.G. hróðugur | Vátryggingar | Á alltaf að féfletta | Hvað er að?(2) | Ný síldarverksmiðja | Nýja Rauðka

>>>>>>>>>>> Ranghermi

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 26. ágúst 1937

Ranghermi.

Alþýðublaðið birtir 5. þ.m. viðtal við Gísla Halldórsson framkvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins. -

Full ástæða væri til að taka þetta viðtal, ásamt mörgu öðru af því sem birt hefir verið í útvarpi og blöðum að tilhlutun þessa framkvæmdastjóra, til rækilegrar athugunar og gagnrýningar, þó ekki sé það gert að þessu sinni.

 

Það verður sennilega gert hér í blaðinu eða annarstaðar síðar. En nokkur ranghermi, sem framkvæmdastjórinn, lætur ettir sér hafa í þessu viðtali, er þó sjálfsagt að leiðrétta strax.

 

Hann talar um að afkastamagn verksmiðjanna hafi aukist um 2.800-3.000 mál á sólarhring "síðustu tvö sumur". Og svo kemur runan um hvað hver verksmiðja hafi unnið mest áður og hvað hún vinni nú. en einkennileg er sú frásögn, því allar tölurnar (að Sólbakkaverksmiðjunni undanskilinni) um það hvað hámarksvinnsla verksmiðjanna hafi verið áður, eru rangar og allar verksmiðjurnar sagðar hafa unnið minna en þær gerðu.

 

Einherji hefir átt kost á að kynna sér skýrslu um verksmiðjurnar fyrir starfsárið 1935 og borið hana saman við frásögn Gísla Halldórssonar, og skal nú sýnt fram á nokkrar rangfærslur hans.

 

Gísli segir S.R. '30 hafa komist mest (fyrir tveim árum) i 2.400 mál á sólarhring. Hún komst suma árið 1935 í 2,800 mál. - Hann segir S.R.P. hafa komist mest í 1.400 mál á sólarhring. - Hún komst í rúm 1.600 mál 1935 og þáverandi framkvæmdastjóri, J.G., benti á leið til að auka framleiðslumagn þeirrar verksmiðju með litlum tilkostnaði.

 

Gísli segir S.R.N. hafa komist í 2.000 mál. - Hún komst i 2.260 mál 1935, en raunar er alrangt að gera nokkurn samanburð á þeirri verksmiðju þá og nú, því hún var ekki fyllilega tilbúin og í megnasta ólagi það sumar, en hvorki var bygging hennar né undirbúningur í höndum verksmiðjustjórnar né framkvæmdastjóra.

 

Afkastamagn Raufarhafnarverksmiðjunnar telur Gísli hafa aukist úr 800 málum á sólarhring upp í -1.200-1.300 mál á sólarhring, en hefir komist mest upp í 1.600 mál- segir hann. -

 

Meðalvinnsla Raufarhafnarverksmiðjunnar var sumarið 1935 um 1,000 mál á sólarhring.

 

Svona löguð frásögn gerir auðvelt að sýna mikla afkastaukningu verksmiðjanna  á pappírnum.

 

En meðal annarra orða: Hvernig má það ske að Raufarhafnarverksmiðjan vinni daglega í sumar úr 1.200-1.300 málum og stundum úr 1.600 málum síldar á sólarhring þegar hún er þó ekki búin að vinna frá 18. júní til 24. ágúst úr nema rétt um 68 þúsund málum?

 

Það getur hver sem vill spreytt sig á að reikna það dæmi sjálfur.