Hvað er að í Síldarverksmiðjum ríkisins?
Framsóknarflokkurinn á Alþingi kom því til leiðar, að löggjöfin um Síldarverksmiðjur ríkisins sem nú gildir, fellur niður um næstu áramót, og þriggja manna nefnd verði sett í vor til að gera frumvarp um framtíðarrekstur verksmiðjanna. - Fyrir næstu áramót verður hið nýkosna þing að hafa samþykkt nýja löggjöf um þessi hin stærstu atvinnufyrirtæki ríkisins.
Fram að þessu hafa bæði sósíalistar og íhaldsmenn skort þegnskap til að leggja að jafnaði til dugandi menn í verksmiðjustjórnina, þó að þar séu í báðum flokkum undantekningar t.d. núverandi formaður.
Ég vil nefna tvö dæmi: Íhaldið hefir látið Svein Benediktsson sem sinn aðalfulltrúa í stjórn þessa fyrirtækis. Framkoma hans 1932 við Guðmund Skarphéðinsson, Þormóð Eyjólfsson og Guðmund Hannesson bæjarfógeta sýndi manninn frá öllum hliðum. - Þrátt fyrir þessa framkomu hefir íhaldsflokkurinn haldið Sveini Benediktssyni til trúnaðarstarfa fyrir almenning, í þessu þýðingarmikla fyrirtæki, eins og ekkert hefði fyrir hann komið.
Alþýðuflokkurinn var svo óheppinn að setja í stjórn þessa fyrirtækis tvo menn, sem urðu handbendi Sveins og leiksoppar hans. - Alþýðuflokkurinn á Siglufirði varð fyrir þeirri minnkun, að fá trúnaðarmenn sem gerðust viljalausir vikapiltar þess manns, sem gert hafði mest á hluta þeirra, Sveins Benediktssonar.
Það þarf ekki að búast við því, að slíkir men, kunni að stjórna miljónafyrirtæki. Til þess þarf eitthvað annað en eðlisheimsku og menntunarleysi.
Framsóknarflokkurinn hefir skapað Síldarverksmiðjur ríkisins, lagt til hugsjónirnar, stýrt byggingunni og útvegað féð til verksmiðjanna. -
Þessar verksmiðjur eru á góðum stað og þær eru vandaðar að allri gerð. - En þær eru sífellt í hershöndum af því að íhaldsmenn og sósíalistar vilja hver um sig hrifsa þær undir sig í flokkshagsmunaskyni. En nú er Framsóknarflokknum meir en nóg boðið. Hann heimtar að verkstjórn og framkvæmdastörf við verksmiðjurnar séu atgjörlega hluttaus og að öll störf við þessi fyrirlæki séu leyst eins vel af hendi eins og í góðu einkarekstursfyrirtæki eða samvinnufélagi. -
Þetta er krafa Framsóknarflokksins. Hann ætlast til að enginn verkstjóri geti framvegis níðst á dugandi verkamönnum fyrir það eitt að vera i öðrum stjórnmálaflokki en bráðabirgða yfirmaður hans.
Að mínum tillögum setur stjórn Framsóknarfélagsins á Siglufirði nefnd til þess að safna gögnum um yfirtroðslu yfirgangsseggja, sem hafa valdaráð í verksmiðjunum.
Þessi gögn verða lögð fyrir almenningssjónir, sem sýnishorn um þá eimd, er leiðir af hlutleysisbrotum ófullkominna forráðamanna.
J. J. |