Umbætur hjá SR | Síldin og þjóðarbúskapur | Tilfinnanleg vöntun | "Nöldursýki" | Dómsorð Hæstréttar | Svar til Þ.E. | Tryggingar, S.R. | Til minnis um... | Vottorð verkamanna | Ingvar Guðjónsson | Hvað er að ?(1) | Einstætt bréf | Náttúran-Síldin-Mennirnir | Ranghermi | Skrum eða raunveruleiki | Deilt á Gísla Halldórsson | Stjórnarfyrirkomulag SR | Skrumauglýsing frá Gísla | J.F.G. hróðugur | Vátryggingar | Á alltaf að féfletta | Hvað er að?(2) | Ný síldarverksmiðja | Nýja Rauðka

>>>>>>>>>>> Stjórnarfyrirkomulag SR

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 23. október 1937

Stjórnarfyrirkomulag Síldarverksmiðjanna

Tillögur meirihluta nefndarinnar, sem falið var að athuga málið.

 

Atvinnumálaráðherra fót á síðastliðnu sumri þremur mönnum, Þormóði Eyjólfssyni, Garðari Þorsteinssyni og Jóni Sigurðssyni að gera tillögur um framtíðarstarfsemi Síldarverksmiðja ríkisins.

 

Nefndin hefir nú skilað tillögum sínum. Ekki hefir hún þó orðið sammála og hefir Jón Sigurðsson skilað sérstökum tillögum, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að stjórn síldarverksmiðjanna geti oltið á einskonar "herpinótakvæðum".

 

Mun þeim Þormóði og Garðari ekki hafa fundist nægilegt öryggi fyrir verksmiðjurnar með þeirri ráðstöfun Jóns og vildu ekki líta við tillögum hans og er það síst að furða, því einn af reyndustu foringjum sósíalista lét svo um mælt, þegar tillaga Jóns birtist í Alþýðublaðinu, að þessi herpinótaregla Jóns Sigurðssonar væri hreinasta vitleysa.

 

Alþýðublaðið hefir heldur ekki minnst á tillögur Jóns Sigurðssonar aftur og mun ganga inn á þá skoðun Nýja Dagblaðsins, að Alþýðuflokknum henti best að þögn og gleymska falli yfir tillögur Jóns.

 

Hinsvegar leggja þeir Þormóður og Garðar fram sameiginlegar tillögu og stefna þær í sömu átt og samþykktir flokksþings Framsóknarmanna á síðastliðnum vetri.

 

Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir þeirri breytingu, að fjármálaráðherra hafi yfirstjórn síldarverksmiðjanna, en Þormóður Eyjólfsson hefir jafnan, síðan síldarverksmiðjurnar tóku til starfa, lagt til að það fyrirkomulag yrði tekið upp.

 

Tillögurnar eru svohljóðandi:

 

Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins skal skipuð fimm mönnum. Skulu þeir kosnir hlutbundinni kosningu í sameinuðu Alþingi til þriggja ára í senn.

 

Stjórnin kýs sér sjálf formann.

 

Nú verður autt sæti stjórnarnefndarnmanns og skipar þá fjármálaráðherra mann í hans stað, eftir tilnefningu miðstjórnar þess flokks, sem stjórnarnefndarmaðurinn var kosinn til.

 

Endurskoðendur verksmiðjanna séu tveir, kosnir hlutbundinni kosningu af sameinuðu Alþingi, til eins árs í senn.

 

Heimilt sé fjármálaráðherra að skipa sérstakan endurskoðenda, sem hafi á hendi daglega endurskoðun verksmiðjureikninganna. - Gefur ráðherra honum erindisbréf og ákveður laun hans.

 

Stjórn verksmiðjanna hefir aðsetur og varnarþing á Siglufirði, og skal hún vera þar, búsett eða hafa þar fast aðsetur, þann hluta ársins. sem verksmiðjurnar eru reknar. - Fjármálaráðherra setur stjórninni erindisbréf og ákveður laun hennar og endurskoðendanna.

 

Stjórn verksmiðjanna hefir á hendi yfirstjórn þeirra. - Framkvæmdarstjóri annast sölu afurðanna í samráði við verksmiðjustjórnina, enda fari ekki sala fram án samþykkis meirihluta stjórnarinnar.

 

Til þess að skuldbinda verksmiðjurnar þarf undirskrift þriggja stjórnarnefndarmanna.

 

Stjórn verksmiðjunnar ræður framkvæmdarstjóra er hefur á hendi daglega stjórn verksmiðjanna og umsjón með rekstrinum.

 

Framkvæmdarstjóri hefir prókúruumboð fyrir verksmiðjurnar og skuldhindur þær eftir reglum um prókúru, að svo miklu leyti, sem öðruvísi er eigi ákveðið.

 

Stjórn verksmiðjanna ákveður nánar starfsvið framkvæmdarstjóra og laun, með erindisbréfi.

 

Stjórnarnefndarmennirnir og endurskoðendur skulu teljast opinberir sýslunarmenn og bera þær skyldur og njóta þeirra réttinda, sem því fylgja að lögum.

Greinargerð Þormóðs Eyjólfssonar.

 

Tillögur þeirra Þormóðs Eyjólfssonar og Garðars Þorsteinssonar um framtíðarstjórn síldarverksmiðjuna eru birtar hér að framan, en hér fer á eftir greinargerð Þormóðs fyrir tillögunum. Garðar mun hafi lagt fram aðra greinargerð.

 

Í lögum um Síldarverksmiðjur ríkisins var upphaflega gert ráð fyrir þriggja manna verksmiðjustjórn, enda var verksmiðjan upphaflega aðeins ein.

 

Þegar núverandi stjórnarflokkar hófu samstarf sitt, töldu þeir réttara, vegna fjölgunar verksmiðjanna og líklegra þeim til öryggis að verksmiðjustjórnin væri skipuð 5 mönnum.

 

Með lögum um verksmiðjurnar frá 9. janúar 1935, er stjórn verksmiðjanna því breytt þannig, að hana skipa 5 menn. 4 kosnir hlutbundinni kosningu af sameinuðu Alþingi og formaðurinn skipaður af atvinnumá1aríðherra.

 

En strax í byrjun kom fram sá galli á þessu fyrirkomulagi, að svo reyndist, sem hinir þingkosnu menn - eða að minnsta kosti meirihluti þeirra teldu sér, óskylt að hlíta stjórna eða taka nokkurt tillit til hins stjórnskipaða formanns og tóku þegar að halda fundi og gera ályktanir án vitundar formannsins.

 

Byrjuðu þeir, á þessu svo að segja strax eftir að lögin gengu í gildi og áður en nokkuð var reynt á samstarf með formanninum, svo þetta verður ekki skilið öðruvísi en sem mótmæli gegn því, að verksmiðjustjórnin fái ekki sjálf að velja sér formann.

 

Hlutust af þessu svo mikil vandræði eins og kunnugt er, að verksmiðjustjórnin varð raunverulega óstarfhæf og voru gefin út bráðabirgðalög vorið 1936. En með þau hefir einnig verið megn óánægja og náðu þau aðeins staðfestingu til næstu áramóta.

 

Í tillögu þeirri, er hér liggur fyrir, er tekið tillit til þess álits meirihluta Alþingis, er fram kom í tillögunum frá 9. jan. 1935, að ríkisverksmiðjustjórnin skyldi skipuð fimm mönnum og um leið reynt að sneiða hjá því, sem virðist hafa verið aðalgallinn á því fyrirkomulagi þar, að stjórnin velji sér ekki sjálf formann.

 

Það virðist mega gera ráð fyrir því, að við kosningu formanns innan verksmiðjustjórnarinnar, skapaðist einhver meirihluti innan hennar, og að sá meirihluti telji sér skylt að standa saman um heilbrigðan og öruggan rekstur þessa mikla þjóðþrifafyrirtækis á kjörtímabilinu.

 

Hinsvegar er engin trygging fyrir því, að nokkur varanlegur meirihluti, með sterkri ábyrgðartilfinningu um heill stofnunarinnar myndist, ef formaður er skipaður af ráðherra, enda fullkomnasta lýðræði á því fyrirkomulagi, sem hér er gert ráð fyrir: að allir aðalþingflokkarnir hafi fulltrúa í verksmiðjustjórninni.

 

En eins og nú hagar til um skipun Alþingis, gæti auðveldlega svo farið, að einn flokkurinn yrði alveg útilokaður frá að koma að nokkrum manni í verksmiðjustjórnina hvort fyrirkomulagið sem haft væri, það, er lögin frá 9. janúar 1935 gerðu ráð fyrir, eða bráðabirgðalogin frá 1936.

 

Í þessari tillögu er reynt að koma í veg fyrir að svo geti farið. Engin lög um verksmiðjurnar hafa gert ráð fyrir varamönnum í stjórn, nema bráðabirgðalögin frá 1936 og er heldur ekki gert ráð fyrir þeim hér, en í þess stað er hér í fyrsta sinn sett ákvæði um hvernig skipa skuli, ef sæti stjórnarnefndarmanns verður autt við fráfall eða af öðrum ástæðum.

 

Það virðist aðkallandi nauðsyn, að dagleg endurskoðun verksmiðju-reikninganna fari fram, og virðist rétt að sá endurskoðandi sé stjórnskipaður.

 

Þess utan er hér gert ráð fyrir tveimur þingkosnum endurskoðendum eins og verið hefir.

 

Hér er gert ráð fyrir að verksmiðjurnar heyri undir fjármálaráðuneytið í framtíðinni. Frá því að fyrsta síldarbræðsla ríkisins var stofnsett hefir það ávallt verið mín skoðun, að sú stofnun ætti að heyra undir fjármálaráðherra, þar sem fjárhagsafkoma þjóðarinnar er svo mjög bundin við afkomu síldarverksmiðjanna.

 

Þá er gert ráð fyrir því hér, sem ekki hefir áður verið sett í lög verksmiðjanna, að stjórnarnefndarmennirnir og endurskoðendur skuli teljast opinberir sýslunarmenn.

 

Virðist þetta vera svo sjálfsagt, að ekki þurfi at færa, frekari rök fyrir því.