Umbætur hjá SR | Síldin og þjóðarbúskapur | Tilfinnanleg vöntun | "Nöldursýki" | Dómsorð Hæstréttar | Svar til Þ.E. | Tryggingar, S.R. | Til minnis um... | Vottorð verkamanna | Ingvar Guðjónsson | Hvað er að ?(1) | Einstætt bréf | Náttúran-Síldin-Mennirnir | Ranghermi | Skrum eða raunveruleiki | Deilt á Gísla Halldórsson | Stjórnarfyrirkomulag SR | Skrumauglýsing frá Gísla | J.F.G. hróðugur | Vátryggingar | Á alltaf að féfletta | Hvað er að?(2) | Ný síldarverksmiðja | Nýja Rauðka

>>>>>>>>>>> Hvað er að?(2)

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglfirðingur, 22. maí 1937

Hvað er að í Síldarverksmiðjum ríkisins?

Grein með þessari fyrirsögn skrifaði gamli maðurinn frá Hriflu fyrir nokkru síðan í Einherja og belgdi sig mjög yfir yfirgangi sósíalista sósíalista á þessu forna höfuðbóli Framsóknar. Þess er skemmst að minnast, að þingmenn Eyjafjarðarsýslu báru fram á þingi frumvörp til laga um stjórn ríkisverksmiðjanna. Framsóknarmenn í Siglufirði lögðu mikið kapp á, að lög þessi næðu fram að ganga og fréttist jafnvel, að hafðar hefðu  verið í frammi hótanir við þingmenn Framsóknar.

Það er nú þjóðkunnugt, að svipa sósíalista, reið hér sem endranær baggamuninn. Þeir Bernharð og Einar urðu að éta sitt eigið fóstur og er þeim ætlað að nærast af því til næstu áramóta.

Mun Þormóður hafa verið fyrir Sunnan þegar ofaní átið átti sér stað og er ekki örgrannt um, að ólarendi svipunnar hafi einnig snert hans bak, er sósíalistar létu hana ganga á hina auðsveipu þingmenn Eyfirðinga. Eigi verður samt annað sagt en að hann hafi borið sár sín vel, er hann kom norður og gátu menn sér þess til, að honum mundi hafa verið gefinn einhver samfylkingarplástur í fararnesti lit handa þeim nánustu á Framsóknarheimilinu á Siglufirði.  Það kom brátt á daginn að svo var.

Fyrir nokkrum dögum var veitt nýtt embætti við ríkisverksmiðjurnar, sem óhætt er að segja, að vakið hafi almenna eftirtekt í bænum, svo ekki sé meira sagt. Em­bætti þetta, sem launað er með 3000 kr. var látið falla í skaut ritstjóra Einherja, sem þar með var kominn á föst árslaun hjá stofnuninni­

Þessum nýbakaða embættismanni ríkisins mun vera ætlaður sá starfi, að hafa gát á (ef með þarf) hversu mörgum mínútum of seint hver einstaktur verkamaður við verksmiðjurnar kemur til vinnu sinnar. Embættið mun vera fremur hægt, og ekki hætta á að maðurinn ofreyni sig, því í sambandi við þetta nýja eftirlit verður komið fyrir klukku, sem verkamennirnir styðja á um leið og þeir koma til vinnu og mun þarafleiðandi vera að mestu leiti sjálfvirkt.

Verkamönnum og öðrum finnst nú reyndar, að ekki væri ofverk þeirra 6 verkstjóra, sem eru við verksmiðjurnar, að hafa þetta verk með höndum. Það má að minnsta kosti fullyrða, að óþarft með öllu var að stofna ársembætti í þessu skyni, og bæta þannig föstum starfsmanni við þann hóp, sem fyrir var.

Rekstur Síldarverksmiðjanna stendur aðallega yfir í tvo til þrjá mánuði, og eftir því, sem heyrst hefir að aðalverkstjór­inn hefði að gera á öðrum tíma ársins, gæti maður ímyndað sér, að tími hans hefði leyft að hann hefði þetta verk með höndum.  Hann mun nú að mestu vera laus við ritstjórnarstörf Neista og skrifstofa, sem Alþýðuflokkurinn hefir aðgang að, er nú starfrækt við Aðalgötu bæjarins, svo ekki ættu þessi verk að vera til hindrunar því, að hann hefði getað haft þetta "gæslustarf"  En kannski hefir hann og flokksbræður hans í stjórn verksmiðjanna verið hræddir um, að starfsemi sem þessi yrði illa þokkuð af verkalýðnum og því væri þetta ekki of gott handa Framsókn.

Það verður að álykta, að skrif Jónasar hafi flýtt fyrir efndum á gefnu loforði, enda hafi þeir séð, að betra mundi að hafa stóra bróðir góðan svona rétt fyrir, kosningar, því skeð gæti ef fleira af slíku tagi færi að birtast vikulega í Einherja, gæti svo farið að eitthvað flyti innan um, sem “háttvirtir kjósendur” hefðu betur af að vita ekki, eða að minnsta kosti væri óþarfi, að gefa þeim tæki­færi til að brjóta heilann um, á þessum tíma. – Þess vegna væri betra að stinga “dúsu” upp í Framsókn, et ske, kynni að hún þagnaði þá í bili eftir birtinguna í Reykjavik.

Þetta tókst líka.  Einherji og Framsóknarflokkurinn hafa þagnað og sósíalistarnir virðast hafa reiknað rétt, að ef þeir bara gæfu Framsókn við og við bita, þá mundu þeir ekki lengur sjá, að “neitt væri að í Síldarverksmiðjum ríkisins”.

Blöð flokkanna, Neisti og Einherji, hafa vandlega þagað um þetta nýja embætti eða styrk til blaðaútgáfu Framsóknarflokksins, enda kannski ekki tímabært að segja frá því, þar sem ákveðið mun, að annar maður eigi að fá næturvörslu við samskonar verk, en ekki ákveðið enn hver það hnoss hlýtur. Þagmælska þeirra verður líka skiljanleg, skoðuð í því ljósi að annar flokkurinn gefur og hinn þiggur bitann.

Rangsleitni og atvinnukúgun stjórnarflokkanna við Síldarverksmiðjurnar er fyrir löngu orðið landskunnugt hneyksli. Er erfitt að sjá hver flokkurinn hefir gengið lengra í þessu.
Framan af höfðu flokkarnir samvinnu um þessa starfsemi og virtust fara vel á með þeim um út­hlutun á vinnu og starfsmannavali.  Seinna komust sósíalistar í þá aðstöðu að nota Ríkisverksmiðjurnar sem einkafyrirtæki sér og sín­um flokki til framdráttar.

Þessi aðstaða sósíalistanna gerir svo það að verkun, að hræðsla og örvænt­ing gripar Framsóknarflokkinn hér. Þeir sjá vald sitt brotið á bak aftur, fylgi það, er þeir áður höfðu aflað sér vegna aðstöðu sinnar til atvinnuveitingar, hverfa frá sér. Þeir líta á þetta sem forboða pólitísks ósigurs Framsóknar í Eyjafjarðarsýslu og ekki af ástæðu­lausu.

Stjórnarflokkarnir hafa óspart notað aðstöðu sína þannig, að láta þá eina fá atvinnu, sem fylgdu þeim að máli. Það er því ekkert undarlegt þótt verkamenn, sem eingöngu verða að lifa af því, sem sumaratvinna gefur þeim í aðra hönd, hafi oft neyðst til að lofa þessum flokkum fylgi sínu, til þess að geta séð sér og sínum farborða. En þessir flokkar verða að gera sér það ljóst, að dómgreind verkamanna almennt er á svo háu stígi að við kjörborðið greiða þeir at­kvæði sitt á þann hátt, sem þeir hver fyrir sig álíta farsælast fyrir þjóðarheildina.

Til þess að finna þeim orðum stað, sem skráð eru hér að framan, um rangsleitni og atvinnukúgun, skal aðeins í þetta sinn dregið fram eitt af þeim mörgu dæmum, sem auðvelt er að nefna. Við Raufarhafnarverksmiðjuna hefir að undanförnu starfað við skrifstofustörf stjórnarandstæðingur. Maður þessi er viðurkenndur fyrir reglusemi og dugnað, enda hefir hann margra ára reynslu sem sýsluskrifari i Eyjafjarðarsýslu. Þessum manni hefir nú fyrirvaralaust verið sagt upp atvinnunni og í staðinn tekinn sósíalisti austan af Seyðisfirði, sem flokkurinn hefir nauðsynlega þurft að útvega atvinnu.

Hver trúir því að þessir flokkar, sem þannig haga sér gagnvart fátækum verkamönnum berjist fyrir frelsi og lýðræði?

Harðstjórn og einræði, það er þeirra markmið !
Minnist þess 20. júní, að sigur Sjálfstæðisflokksins er sigur þjóðarinnar !