Útsvarsfrelsi | Saga Rauðku | Rauðku-raunir | "Stóra hneisklið" | Erlendur, fógetinn og | Aflaskýrsla | Vinna verður að... | Atvinnuleysið og .. | "Þrenningin" | Norðurlandssíldin | Lánsábyrgðin | Opið bréf til Aage Sch. | Fyrirspurn svarað | Lýsisheslustöð Einherji | Niðurrifsöfl | Fréttir af fundi | Úrskurður ráðherra | Aftur rennur lygi ... | Enn um úrskurðinn | Falkurábyrgðin | Aumingja Schiöth | Niðursuðuverksmiðjan | Yfirgangur SR | Þóroddur og lýsisgeymar

>>>>>>>>>>> Útsvarsfrelsi

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglfirðingur 10. febrúar og 2 mars 1945

ÚTSVARSFRELSI SÍLDARVERKSMIÐJA RÍKISINS

I.

 

Í síðasta blaði Siglfirðings ræðir K.F. um það ófremdarástand, sem gildandi útsvarslöggjöf hefur komið á hér í Siglufirði. Þetta eru orð í tíma töluð. Hér er á ferðinni alvörumál, sem varðar alla bæjarbúa og nauðsynlegt er, það verði tekið til rækilegrar athugunar.

 

Mig minnir það hafi verið haustið 1935, afloknu hinu illræmda síldarleysissumri, bæjarstjórnin fékk þá Friðbjörn Níelsson og Vilhjálm Hjartarson til þess að rannsaka, að hve miklu leyti framleiðslan hér í bæ væri útsvarsskyld.

 

Þetta var mikið verk og vandasamt, en var unnið af nákvæmni og kostgæfni. Niðurstaðan varð sú, að 3/5 framleiðslunnar var útsvarsfrjáls en 2/5 útsvarsskyldir.

 

Þessi rannsókn var framkvæmd vegna þess, að öll bæjarstjórnin taldi þá nauðsynlegt vinna því við Alþingi, fá hinni     ranglátu        útsvarslöggjöf breytt. Var samið ýtarlegt álit um þessi má1 og sent Alþingi, en árangur varð litill sem enginn.

 

Það eru nú liðin hart nær tíu ár síðan þetta skeði og væri fróðlegt rannsakað yrði hvernig þessi hlutföll eru í dag. Mér kæmi ekki á óvart, þótt niðurstaða þess­arar rannsóknar leiddi í ljós, nú sé svo komið, að 4/5 væru útsvarsfrjáls og 1/5 útsvarsskyldur og skulu nú færð nokkur rök þessu.

 

Síðan 1930 hefur ríkið rekið hér fyrirtæki, Síldarverksmiðjur ríkisins og frá þeim tíma og fram á þennan dag munu afköst þessa fyrirtækis hafa allt fimmfaldast.

 

Á þessum árum hefur velta þessa fyrirtækis numið hundruðum miljóna króna og hefur þetta orðið mikil lyftistöng og jafnvel lífakkeri útgerðarinnar íslensku. Siglufjarðarbær lagði fyrir nokkrum árum fram dýrmæta lóð ókeypis undir þetta fyrirtæki og hefur á margan hátt reynt til stuðla velgengni þess svo sem skylt og eðlilegt er.

 

Hefði því mátt vænta þess, fyrirtæki þetta sæi sér fært greiða sanngjarnt útsvar til bæjarins, þótt ekki væri öðru dreifa, en svo hefur þó ekki orðið. Eftir harða og illvíga baráttu náðist samkomulag um, verksmiðjurnar skildu greiða af brúttó verði framleiðslu sinnar og nam þessi álagning árið 1943 kr. 80 þúsund,  en enn er ekki vitað hvað útsvar verksmiðjanna verður árið 1944.

 

Síðustu 12 árin, sem gamla Rauðkuverksmiðjan var í einstaklingseign, greiddi hún meðaltali 22,200 krónur í útsvar til Siglufjarðarkaupstaðar. Það þykir rétt taka það fram, einhver hluti af þessu útsvari mun hafa verið lagður á vegna síldarsöltunar þess manns, sem átti gömlu Rauðku, S.Goos, en ef miðað er við útsvör þau, sem aðrir saltendur báru hér á þeim árum, getur það ekki hafa verið mikill hluti útsvars upphæðarinnar.

 

Ef miðað er við núgildandi verðlagsvísitölu 174 myndi þetta útsvar gera 60,828 kr. eða tæpum 20 þúsund kr. minna en S.R. greiddi í útsvar til bæjarins árið 1943.

 

En nú ber þess gæta, afköst S.R. í dag eru sem næst 25 sinnum meiri en afköst gömlu Rauðku, meðan hún var í eign S. Goos. Ætti því S. R. að greiða, 1,5 miljón króna í  útsvar til bæjarins ef útsvarsgreiðsla væri eingöngu miðað við vinnuafköst og S.R. væri gert greiða sama útsvar og gömlu Rauðku, að viðbættri verðlagsvísitölu.

 

Flestum mun finnast, lítil sanngirni mæli með því, S.R. greiði svo hátt útsvar, og skal það fúslega játað, en það er líka talsvert bil milli 80 þúsund króna og 1.500 þúsund króna -

 

Hinu ber þá heldur ekki ganga fram hjá, þegar útsvar er lagt á nettótekjur einka­fyrirtækja, eða það sem réttara sagt eru kallaðar nettótekjur einkafyrirtækja, er skattstiginn ört stígandi eins og kunnugt er.

 

Þeir sem unnið hafa gegn því, bænum tækist endurbyggja síldarverksmiðju sína, Rauðku, hafa talið það veigamikil rök í málflutningi sinum, að S.R. væri ekki einungis skuldlaust fyrirtæki, heldur ætti gilda sjóði til taka af, þegar illa áraði. Hins vegar væri Rauðkuverksmiðjan öll í skuld, þegar hún tæki starfa og væri það mikill aðstöðumunur.

 

Mundu ekki all mörg fyrirtæki hér í bæ geta hampað drjúgum sjóðum, ef þau hefðu starfað hér útsvarsfrjáls á undanförnum árum?

 

II.

 

Á ári hverju þurfa bæjarbúar að leggja fram drjúgan skerf af tekjum sínum til þess, hægt sé að greiða kostnað við stjórn kaupstaðarins, lögreglumál, skólamál, gatnagerðar, holræsagerðir, og allskonar menningarmála yfirleitt.

 

Verður því ekki neitað, að samfara hinum auknu framförum hjá S.R. hafa útgjöld þessi og munu á næstu árum fara ört vaxandi. Í stuttu máli, það dylst engum, að vegna starfrækslu S.R. hér í bæ hefur kostnaður þessi beinlínis og óbeinlínis hækkað allverulegu leyti.

 

Þessir útgjaldaliðir á fjárhagsáætlun bæjarins eru fastir frá ári til árs, við þeim verður ekki hróflað nema á kostnað menningarlífsins í bænum. Ef einhver grein atvinnulífsins sleppur undan því, leggja fram sinn skerf til þessara mála verða þeir, sem öðrum atvinnugreinum starfa, leggja þeim mun meira að sér. Þetta er svo augljóst mál, það þarf ekki frekari skýringar við.

 

Siglfirðingar eiga nú í meiri framkvæmdum en nokkurn tíma áður, Þeir hafa með þessum framkvæmdum bundið sér skuldabagga sem gætnustu mönnum finnst næsta ískyggilegur.

 

Það er bót í máli, að telja verður, allir flokkar standi svo að segja óskiptir að þessum framkvæmdum. Gefur það von um, að allir bæjarbúar standi sem einn maður um velferð þeirra.

 

Fullyrða má, yfirleitt er einnig samhugur allra bæjarbúa um það stórmál, ríkisverksmiðjunum og þeim fyrirtækjum, er stunda hér atvinnurekstur stuttan tíma ársins, en eru í eign manna, er búsettir eru utan bæjarins beri einnig greiða sanngjörn útsvör all rekstrinum á borð við einstaklinga og atvinnurekendur í bænum.

 

Á síðustu árum hefur stjórn S.R. þótt rétt færa starfsvið sitt talsvert út fyrir síldarvinnsluna. Skal hér engan dóm á það leggja, hvort þetta hefur verið rétt eða nauðsynlegt, en eingöngu rætt um staðreyndina sjálfa og afleiðingar hennar.

 

S.R. tekur nú sér vélaviðgerðir, selur kol og olíu til skipa, starfrækir tvær vörubifreiðir, hefir reist og starfrækt börkunar- og nótaviðgerðarstöð og í ráði mun vera, að taka að sér aðgerð og vörslu nótabáta. Allur þessi atvinnurekstur er útsvarsfrjáls. Manni verður á að spyrja: Hvenær setur S.R. á stofn skipaverslun er lætur skipunum í té allar þær nauðsynjar, er þau þarfnast, þar á meðal allan skipakost? Þá má ennfremur spyrja:

 

Hverjir eiga greiða útsvörin til bæjarins, þegar S.R. hefir gert eftirtalda aðila óþarfa, sem reka vélaverkstæði og skyldan atvinnurekstur, sjálfeigna bifreiðastjóra, og þá, sem reka bílastöðvar, viðgerðarstöðvar nóta, kola- og olíuverslanir o.s.frv.

 

Siglufjörður er eini bærinn á landinu, þar sem fólki hefur farið fækkandi undanfarin ár. Það er staðreynd, aðalorsök þessa er sú, atvinnulíf hefur dregist saman vegna þess, að sjálfstæðum atvinnurekendum hefir fækkað. Þeir hafa flutts til annarra staða, þar sem útsvörin hafa verið sanngjarnari.

 

Þegar áætlunin, sem um er rætt í byrjun þessarar greinar, var gerð árið 1935, voru útsvör hér frá 60-95%  hærri en annars staðar á landinu. Hve mikið hærri skyldu þau vera í dag?

 

Siglufjörður getur ekki vænst þess, hér risi upp mikill iðnaður eða stóratvinnurekstur, sem greiðir gjöld til bæjarins, fyrr en leiðrétt hefur verið það misrétti í útsvarslöggjöfinni, bæði gagnvart skattfrjálsum ríkisrekstri og að henni verði breytt þannig, gjöld skuli greiða þar sem aðalatvinna er rekin án tillits til búsetu.

 

Nú situr við völd stjórn, sem hefur allsherjar viðreisn og nýsköpun á stefnuskrá sinni. Sá flokkurinn, sem ætíð hefur verið örðugastur, þegar um hagsmunamál þessa bæjar hefur verið að ræða, á þar engin ítök. Verður því að vænta þess, litið verði á þessi mál með sanngirni.

 

Þeir sem kunnugir eru rekstri S.R.vita það vel, þessum fyrirtækjum er innanhandar að greiða nokkur hundruð þúsund krónur til þarfa þeirra bæjarfélaga, er þær starfa í, án þess, að útgerðinni verði íþyngt svo, að nokkru muni, enda mundi hún njóta goðs af allverulegu leyti.

 

III

 

Það hefur verið, og mun sjálfsagt verða deilt um það, að hve miklu leyti árleg útgjöld Siglufjarðarkaupstaðar á sviði vegamála, vatnsveitu-, skóla-, lögreglu og á öðrum útgjaldaliðum bæjarins hafa aukist á undanförnum árum vegna starfrækslu Síldarverksmiðja ríkisins.

 

En þeirri staðreynd verður ekki neitað, að vegna þessarar starfrækslu er hér búsettur fjöldi verkamanna og launamanna, sem um megn er að greiða veruleg útsvör til bæjarins af tekjum sínum. Verða því útsvörin í rauninni nefskattur á þessa aðila þar eð stærri útsvarsgreiðendur til bæjarins eru horfnir eða í þann veginn að hverfa, að verulegu leyti, vegna reksturs ríkisverksmiðjanna eins og áður hefur verið sýnt fram á.

 

Læt ég verkamenn og launamenn yfirleitt sjálfa um það, að dæma um hvort útsvör þeirra hafa hækkað eða lækká síðustu árum og hvort útlit er fyrir, að þau lækki á næstunni.

 

Öllum hlýtur vera ljóst, verulegur munur er á fyrirkomulagi útsvarsgreiðslu þessa ríkis­fyrirtækis eða fyrirtækis í höndum hlutafélags og einstaklings, þar sem lagt er útsvar á atvinnureksturinn sjálfan og starfsmenn hans “eftir efnum og ástæðum.”

 

Það vill svo til, á næsta vori verður hafist handa um framkvæmd eins mannvirkis sem ekki er úr vegi að athuga í sambandi við þessi útsvarsmál, en það er nýja vatnsveitan. Er ætlast til, Leyningsá (en ekki Skardalsá, eins og sumir hafa talið) verði stífluð alllangt fyrir neðan Þvergil og vatn úr henni leitt til bæjarins. Er áætlað mannvirki þetta kosti 450 þúsund krónur, en engum mun víst vera hætt við yfirliði þótt það fari eitthvað fram úr áætlun.

 

Í þetta mannvirki er eingöngu ráðist í vegna Síldarverksmiðja ríkisins. Mundi vatnsveita bæjarins eins og hún er nú nægja bæjarbúum og vatnsþörf síldarverksmiðju bæjarins, Rauðku, þegar tekið verður starfrækja hana að nýju. Vegna ríkisverksmiðjanna þurfa nú bæjarbúar ofan á allt annað, að taka á sig skuldabagga er nemur 1/2 miljón og lánveitandinn er hinar útsvarsfrjálsu Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði.

 

Til tryggingar skaðlausri greiðslu á láni þessu stendur til, bærinn veðsetji S.R., ekki einungis þetta nýja mannvirki, heldur allt vatnsveitukerfi bæjarins.

 

Í vexti af láninu greiði bærinn 4½% af hundraði. - Nemur sú upphæð 22,500 kr. fyrstu árin, og er ekki fráleitt að líta á vexti þessa sem ofurlitinn frádrátt af útsvari fyrirtækisins, sem mönnum finnst yfirleitt ekki svo hátt, að frádráttar þurfi við.

 

IV.                

 

Því hefur nú að nokkru verið lýst hversu ríkissjóður og fyrirtæki ríkisins hér a staðnum láta sér annt uni tekjustofna og fjárhagslega afkomu Siglufjarðar. En það eru fleiri bæjarfélög sem verða binda um sárt ennið vegna hinnar ranglátu útsvarslöggjafar.

 

Í því sambandi má benda á, þingmaður Barðstrendinga, Gísli Jónsson hefur séð sig knúðan til flytja á Alþingi breytingartillögu við núgildandi útsvarslög. Tilefnið er það, atvinnufyrirtæki nokkur, sem rekin eru í kjördæmi hans en hafa skrifstofuhald í Reykjavik eru samkvæmt dómi útsvarsskyld í Reykjavík en ekki þar sem atvinnan fer fram.

 

Þetta leiðir til þess, að viðkomandi hreppsfélag missir þá tekjustofna sem það byggir afkomumöguleika sína á vegna starfrækslu þessara atvinnufyrirtækja. - Sagan endurtekur sig í kaupstöðum og sveitarfélögum landsins.

 

Þá hefur Vestmannaeyjakaupstaður, sem að mörgu leyti á við að búa svipuð atvinnuskilyrði og sama ranglæti og Siglufjörður hvað útsvarstekjur snertir hafist handa um, að bæjarfélögin utan Reykjavíkur komi á sameiginlegri ráðstefnu um þessi vandamál.

 

Hefur bæjarstjórninni hér borist bréf frá bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum, ásamt samþykkt fjárhagsnefndar kaupstaðarins og vísast til þess a öðrum stað í blaðinu. Þótti rétt birta þessi bréf og er mönnum ráðlagt að kynna sér efni þeirra þar eð það fellur mjög saman við skoðanir Siglfirðinga á þessum málum.

 

Í grein þessari hefur verið leitast við að lýsa því ófremdarástandi, sem nú ríkir í út­svarsmálum bæjarins. Ber hverjum skattgreiðanda fyrst og fremst að taka afstöðu til þeirra og er það því auðveldara þar sem pólitískar skoðanir ættu ekki geta valdið ágreiningi, þar sem kunnugt er, að forsvarsmenn þessarar stefnu finnst í öllum flokkum­

 

Hér í bæ eru gefin út 4-5 blöð í viku og væri ekki fróðlegt að heyra hvaða álit þau hafa á þessum útsvarsmálum.

Þá er að vænta þess, að bæjarstjórn svari sem fyrst málaleitan bæjarstjórnarinnar í Vestmannaeyjum og má ætla, hún láti nú þegar:

 

1) Rannsaka að hve miklu leyti atvinurekstur hér í bæ er útsvarsfrjáls eða ekki (væri ekki óeðlilegt, að starf þetta væri fengið í hendur sömu mönnum og framkvæmdu það 1935. þeim Vilhjálmi Hjartar og Friðbjörns Níelssyni).

 

2) Að kosnir verði þrír menn, sem ásamt bæjarstjóra muni á fyrirhuguðum fundi í sumar eins og bréf bæjarstjórans í Vestmannaeyjum fer fram á.

 

Að afloknum þessum fundi verður að taka mál þessi aftur til rækilegrar athugunar og fylgja fast fram réttlætiskröfu Siglfirðinga á Alþingi.

A.Schiöth