Útsvarsfrelsi | Saga Rauðku | Rauðku-raunir | "Stóra hneisklið" | Erlendur, fógetinn og | Aflaskýrsla | Vinna verður að... | Atvinnuleysið og .. | "Þrenningin" | Norðurlandssíldin | Lánsábyrgðin | Opið bréf til Aage Sch. | Fyrirspurn svarað | Lýsisheslustöð Einherji | Niðurrifsöfl | Fréttir af fundi | Úrskurður ráðherra | Aftur rennur lygi ... | Enn um úrskurðinn | Falkurábyrgðin | Aumingja Schiöth | Niðursuðuverksmiðjan | Yfirgangur SR | Þóroddur og lýsisgeymar

>>>>>>>>>>> Saga Rauðku

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglfirðingur 27. apríl 1945

Síldarverksmiðja Siglufjarðarkaupstaðar

 

Það hefur löngum þótt róstusamt í kringum “Rauðku,”  síðan bærinn eignaðist hana árið 1934. Sögu þessa bæjarfyrirtækis mætti skipta í þrjá aðal þætti. Fyrsti þáttur hefst með kaupunum 1934, annað þáttur með viðleitni bæjarins til þess að fá samþykki ráðuneytisins til stækkunar 1939 og þriðji þáttur hefst í ársbyrjun 1944, er bæjarstjórn samþykkir leita fyrir sér um möguleika á því, fá leyfi atvinnumálaráðuneytisins, til endurbyggingar og stækkunar á verksmiðjunni upp í 5-10 þúsund mála verksmiðju, samhliða rannsókn á möguleikum til þess afla nauðsynlegra lána í þessu skyni.

 

Fram til þessa tíma var “Rauðku”-stjórn skipuð þrem mönnum, en með því, fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn yfirstandandi kjörtímabil, þótti rétt og sanngjarnt allir þessir flokkar ættu fulltrúa í stjórn fyrir tækisins og var því fjölga úr þremur og upp í fimm í stjórninni.

 

Eftirfarandi ákvæði um skipun nefndarinnar voru samþykkt í bæjarstjórn og hlutu siðar staðfestingu stjórnarráðsins:

 

“Meðan ,Rauðka” er eign bæjarins skal stjórn verksmiðjunnar jafnan skipuð 5 mönnum árlega tilnefndum af fulltrúaráði hvers flokks í bænum, er komið hefir manni í bæjarstjórn, þannig hvert fulltrúaráð hvers flokks tilnefni einn mann og annan til vara.

 

Nú eru flokkarnir, sem komið hafa manni í stjórn bæjarins fleiri en 5, og koma þá aðeins til greina í stjórn Rauðku, menn tilnefndir af fulltrúaráðum þeirra fimm flokka, er hæsta atkvæðatölu hafa fengið við bæjarstjórn­arkosningar. Nú eru flokkarnir færri en 5 og skal þá fulltrúaráð þess flokks eða þeirra flokka, sem hæsta atkvæðatölu hafa fengið við bæjarstjórnarkosningar, tilnefna þeim mun fleiri í stjórn Rauðku, svo tala stjórnenda, útnefndra af fulltrúaráðum flokkanna verði 5

 

Nú hefir eitthvert fulltrúaráð ekki fyrir miðjan janúar árlega, notað rétt sinn til útnefningar manna í stjórn eða varamanna, og skal þá bæjarstjórnin í janúar mánuði kjósa menn í þeirra stað, svo verði full tala stjórnenda.

 

Tilnefningu fulltrúarááa skal tilkynna bæjarstjóra fyrir miðjan janúar árlega. Meðan ríkissjóður er í ábyrgð fyrir verulegum fjárhæðum vegna Siglufjarðarkaupstaðar, er fjármálaráðuneytinu heimilt, hvenær sem því kynni þykja ástæða til að skipa einn mann í stjórn “Rauðku,” og ræður atkvæði hans úrslitum, þar sem atkvæðatala kynni verða jöfn.”

 

Eftir ástæðum þótti okkur Sjálfstæðismönnum rétt að fallast á þessar breytingar, en gengu þess ekki duldir, hér væri aðeins tjaldað til einnar nætur. Öllum sem athuga þessi ákvæði nákvæmlega, hlýtur að vera ljóst, hér er gengið á snið við lýðræðisreglur.

 

Í fyrsta lagi má benda á það, talsvert óréttlæti felst í því flokkur sem á þrjá fulltrúa í bæjarstjórn eigi ekki kost á því kjósa fleiri fulltrúa í þessa nefnd en sá flokkur, sem aðeins á einn fulltrúa í bæjarstjórn. Þá virðist og óréttlátt krefjast þess af löglega kosnum bæjarfulltrúum, áð þeir beri ábyrgð á gjörðum þeirrar nefndar, sem kosin er af öðrum aðiljum, nefnilega hinum ýmsu fulltrúaráðum flokkanna.

 

Síðast en ekki síst felur þetta kosningafyrirkomulag í sér þá hættu, nefndin losni úr tengslum við hina ábyrgu bæjarstjórn, eins og svo áþreifanlega hefur komið á daginn. Tel ég, hér sé fyrst og fremst leita aðalástæðunnar fyrir því, undanfarið hafa staðið yfir háværar deilur innan bæjarstjórnar og utanum málefni verksmiðjunnar, svo að vægast sagt er til stór skammar.

 

Þegar leita þurfti til Alþingi um ábyrgðarheimild vegna verksmiðjunnar setti löggjafinn það skilyrði, umrædd ákvæði um kosn­ingu Rauðkustjórnar yrði breytt í eftirfarandi horf:

 

 “Stjórn síldarverksmiðjunnar “Rauðku” skal skipuð fimm mönnum og fimm til vara árlega kosnum hlutfallskosningum af bæjar­stjórn. Meðan ríkissjóður er í ábyrgð fyrir verulegum fjárhæðum vegna Siglufjarðarkaupstaðar er fjármálaráðuneytinu heimilt hvenær sem því kynni að þykja ástæða til skipa einn mann í stjórn Rauðku og ræður atkvæði hans úrslitum, þar sem atkvæðatala kynni vera jöfn.” 

 

Þetta ákvæði hlaut staðfestingu 8. febrúar s.l. og er bæjarbúum þegar kunnugt um þær deilur, sem undanfarið hafa átt sér stað um lögmæti kosninga í Rauðkustjórn 17. janúar og 4. og 20. apríl og skal ekki fjölyrt um það sinni.

 

II.

Það er ekki óvenjulegt, óskyld mál dragist inn í deilur um jafnmikið alvörumál og endurbygging síldarverksmiðjunnar “Rauðku” er, en þegar þeir menn, sem kosnir eru af bæjarbúum til þess fara með málefni bæjarfélagsins, ganga fram fyrir skjöldu í orrahríðinni, verður að vænta þess, þeir finni til ábyrgðar sinnar og geri sitt ýtrasta til þess deilumálin skaði ekki bæjarfélagið og hagsmunamál þess, jafnt út á við sem inn á við.

 

Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu 20. þ.m., segja, að deilan hafi náð hámarki sínu en því miður náði einnig ábyrgðarleysi bæjarfulltrúa D-listans áður ósettu hámarki. Þessi fulltrúi lýsti því yfir, stuðningi hans við þá sem myndhöfðu meirihluta bæjarstjórnar á þessu kjörtímabili væri lokið. Var skeyti þessu bersýnilega beint að bæjarstjóra Ó Hertervig og gæti haft þær afleiðingar að ofan á deilur og glundroða bættust nýjar kosningar og nýtt öngþveiti.

 

Nú ber þess gæta, bærinn stendur nú í meiri framkvæmdum en nokkuð annað bæjarfélag hér á landi hefur ráðist í. Verður að telja, að ekki sé nema hálflokið hinu stórkostlega mannvirki, Skeiðsfossvirkjuninni, allir Siglfirðingar vita, að á því og endurbyggingu Rauðku veltur framtíð bæjarfélagsins.

 

Um þetta stórkostlega mann­virki hefur verið undarlega hljótt í blöðum bæjarins, síðan hafist var handa um að ráðast í það. Það er þó ekki úr vegi minnast á það í sambandi við verksmiðjubygginguna með því, að rekstursafkoma þessar beggja fyrirtækja veltur að miklu leyti á því, að þeim báðum vegni vel í framtíðinni. Bæjarstjórnin á heiður skilið fyrir samþykkja einróma ráðast í virkjun Skeiðsfoss, en engum dylst, sem til þess þekkir, að það er fyrst og fremst Ó Hertervig, sem orðið hefur bera hita og þunga við það koma þessu mannvirki áleiðis. Það má telja kraftaverki mest, að honum hefur tekist útvega þessu litla bæjarfélagi allt 13 milljónir króna í þessu augnamiði.

Fullyrði ég, að þar hafi riðið baggamuninn, fádæma þraut  segja samfara hagsýtti og dugnaði, er það ekkert leyndarmál, með prúðmannlegri og drengilegri framkomu hefur bæjarstjórinn unnið traust og virðingu alþingismanna og annarra sem undir var að sækja í þessu máli. Með samningsslitunum vildi fulltrúi D.listans gera þennan mann áhrifalausan og stofna til nýrra kosninga þegar aðeins eru 8 mánuðir eftir af kjörtímabilinu, og aðeins herslumunurinn að ráða áðurnefndum stórframkvæmdum til lykta. Sem betur fer er þó engin hætta á, að þessi samningsslit nái tilætluðum árangri. Bæjarstjórnin er skipuð öðrum fulltrúum með ríkari ábyrgðartilfinningu en þessi fulltrúi virðist vera gæddur.

 

III

Að þessu sinni skal ekki rætt ítarlega um forsögu Rauðku. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þegar bæjarstjórn sótti það fast árið 1939 að fá að stækka verksmiðjuna upp í 5.000 mála afköst, strandaði það fyrst og fremst á Framsóknarflokknum enda viðurkennt af þorra Framsóknarmanna hér.

 

Upp úr áramótunum 1943-1944 mun þó glöggskyggnustu mönnum innan Framsóknarflokksins hér, hafa orðið það ljóst, að hagsmunum bæjarfélagsins samfara hagsmunum flokksins, var svo best borgið, að ekki væri haldið áfram baráttunni gegn endurbyggingu Rauðku. Hafði bæjarfógeti Guðmundur Hannesson forgöngu um þetta innan flokksins og er skylt að þakka það. Það er einnig skylt þakka það, hann hefur unnið of ötulleik og dugnaði að endurbyggingunni.

 

þessa sinni skal útrætt um þessi mál, en vegna orðróms, sem gengið hefur í bænum, um að til stæði selja Rauðku í hendur ríkisins, get ég upplýst það, þeir sem skipa stjórn þessa fyrirtækis í dag hafa allir sem einn lýst því yfir, að slíkt komi ekki til mála.

 

Mér er ennfremur kunnugt um, að allir núverandi bæjarfulltrúar hafa lýst yfir hinu sama, jafnvel þeir, sem á sínum tíma börðust gegn endurbyggingunni hafa lýst því yfir í minni áheyrn, að úr því sem komið væri, óskuðu þeir einskis frekar, en verksmiðjan kæmist upp fyrir komandi síldarvertíð og yrði til heilla og blessunar bæjarbúum og öðrum viðskiptamönnum.

 

Þegar athugaðar eru þær ráðstafanir, sem gerðar eru í sambandi við nýskipan atvinnulífsins, í sambandi við aukningu á afköstum síldarverksmiðjanna í landinu, verður að viðurkenna viðleitni þeirra manna, er stjórna hinum margþætta atvinnurekstri síldarverksmiðja ríkisins, í þá átt notfæra sér út í æsar þær tæknilegu framfarir, sem á undanförnum árum hafa átt sér stað á þessu sviði sem öðrum.

 

Það ber að virða það brautryðjendastarf það sem ríkið hóf á þessu sviði 1930, er það byggði fyrstu síldarverkmiðju, sína hér á Siglufirði. Frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar ber að sjálfsögðu að kappkosta, að verksmiðjutæki þau sem eru úrelt skili landsmönnum þann arð sem mögulegt er. Þess vegna er það, að ef svo tekst til, sem allir vona, Rauðka, sem allverulegu leyti tekur innlenda verktækni í þjónustu sína, geti orðið fyrirmyndar verksmiðja, er ekki ætlast til þess, hún eigi að verða nein svipa á ríkisverksmiðjurnar. Hag þjóðarinnar allrar og þó fyrst og fremst útgerðarmanna, sjómanna og verkamanna, er svo best borgið, að friður haldist um starfrækslu þessara fyrirtækja.  

A.   Schiöth