Útsvarsfrelsi | Saga Rauðku | Rauðku-raunir | "Stóra hneisklið" | Erlendur, fógetinn og | Aflaskýrsla | Vinna verður að... | Atvinnuleysið og .. | "Þrenningin" | Norðurlandssíldin | Lánsábyrgðin | Opið bréf til Aage Sch. | Fyrirspurn svarað | Lýsisheslustöð Einherji | Niðurrifsöfl | Fréttir af fundi | Úrskurður ráðherra | Aftur rennur lygi ... | Enn um úrskurðinn | Falkurábyrgðin | Aumingja Schiöth | Niðursuðuverksmiðjan | Yfirgangur SR | Þóroddur og lýsisgeymar

>>>>>>>>>>> Þóroddur og lýsisgeymar

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji 22. desember 1945

Þóroddur og lýsisgeymarnir

 

Einherji fann að því í 24. tölublaði að ætla ætti stórum lýsisgeymum stað fast við Túngötuna, eina af fjölförnustu götunum. Mjölnir og Þóroddur virðist ekki geta rætt almenn bæjarmál nema blanda bæjarfógeta inn í og þá auðvitað svívirða hann.

 

En málefnalega færir Mjölnir og Þóroddur fram þau rök fyrir lýsisgeymunum svo nærri götu bæjarins, að ella yrði S.R. að kaupa lóð Lúðvíksstöðvar undir lýsisgeymana, en þótt svo hefði verið, sem ekki er, væru það kynleg rök.

 

Einherji getur bent Mjölni og Þóroddi á, að lýsisgeymarnir eru best settir á lóð bæjarins meðfram flóðgarðinum, fyrir vestan lóð Ásgeirs Bjarnasonar. Þessi lóð bæjarins er bænum ekkert sérstaklega nauðsynleg í öðru skyni og ætti að vera hægt fyrir S.R. að komast að samkomulagi við bæinn um þetta. Þar næst mætti benda á lóð Ásgeirs Bjarnasonar meðfram flóðgarðinum.

 

Það eru því margar leiðir til þess að losna við lýsisgeymana við fjölfarna götu. Blaðið Einherji fann að yfirgangi S.R. í því að lýsisgeymarnir yrðu við Túngötu. Þóroddur snýr útúr þessu og lætur sem Einherji hafi talað um yfirgang stjórnar S.R., en með S.R. á Einherji við forráðamenn S.R., á því sviði er yfirgangurinn beinist að.

 

En Einherji sagði skýrt og ákveðið: “Er það (fyrrverandi framkvæmdarstjóri S.R., Sveinn Benediktsson) og byggingarnefnd verksmiðjunnar sem þarna eiga sökina,” svo að af þessum ummælum Einherja sést, að hann er ekki að kenna stjórn S.R. um þetta.

 

Á tveim stöðum öðrum í greininni er byggingarnefnd S.R. kennt um, að lýsisgeymarnir séu settir þarna.

 

Vera má, að fyrrverandi framkvæmdarstjóri eigi ekki þá sök í þessu, sem Einherji telur, og Einherji hefur ekki annað fyrir sér í því en það, að blaðinu virðist óskiljanlegt, að framkvæmdastjóri S.R. sé ekki hafður með í ráðum um fyrirkomulag bygginga S.R. A.m.k. hefur það verið svo, að framkvæmdastjóri S.R. hefur beitt sér fyrir að fá þær lóðir, sem ætla mættu að vera æskilegar fyrir stækkun S.R.

 

Hann og stjórnin hefðu því átt að beita sér fyrir því að fá umrædda lóð bæjarins við flóðgarðinn undir lýsisgeymana, enda getur byggingarnefnd S.R. ekki látið byggja lýsisgeymana á lóð, sem S.R. ekki eiga.

 

Byggingarnefnd S.R. skipa auk þess sanngjarnir og samvinnuþýðir menn og flestir munu hyggja gott til núverandi framkvæmdarstjóra S.R., svo að með lagi ætti að vera hægt að fá lýsisgeymana setta við flóðgarðinn á lóð bæjarins.

Jafnvel skárra en hafa lýsisgeymana upp í miðjum bæ, við Túngötuna hjá fyrirhuguðum barnaskóla, hefði verið að hafa þá við Norðurgötu á lóð S.R., þó líka það sé ekki gott.

 

Hér er ekki aðalatriði, að byggingarnefnd S.R. setji lýsisgeymana án leyfis byggingarnefndar, þótt það sé sjálfsagt, að sækja um slíkt leyfi -- heldur hitt: að ætlast er til að lýsisgeymarnir séu settir við fjölfarna götu upp á miðri eyri hjá fyrirhuguðum barnaskóla.

 

Þar, sem bæjarbúar geta ekki unað að þeir séu, og án nokkurs leyfis. Slíkt hneyksli hefur aldrei gerst fyrr. S.R. (í þessu tilfelli byggingarnefnd S.R.) hefur aldrei fyrr sýnt bæjarbúum annað eins gerræði og blaðið spyr Siglfirska kjósendur:

 

Mega bygginganefndarmennirnir, Þóroddur, Þormóður og bæjarstjóri vægast sagt ekki fyrirverða sig fyrir að gera ekkert til þess að spyrna við þessu? Samt hefir þessi byggingarnefnd fengið einstakling sektaðan fyrir að byggja án leyfis, forstofu litla við hús sitt.

 

Er þetta á móti skipulagi bæjarins, sem ekki er hægt að breyta, nema með samþykki bæjarstjórnar.

 

Hversvegna gæta þremenningarnir, ekki betur skyldu sinnar gegn bænum? Hvers vegna hindra þeir ekki þetta?

 

Hinsvegar verður eigi annað séð af, hvernig Mjölnir og Þóroddur taka í málið, en að Þóroddur og blaðið hafi ekkert við það að athuga, að lýsisgeymarnir verði fast við Túngötu, við fyrirhugaðan barnaskóla, og svívirðir þá persónulega, er hann hyggur að því finna.

 

Mun blaðið hafa fáa Siglfirðinga með sér í því. Einherji skorar á bæjarstjórn að beita sér fyrir því að hún ákveði lýsisgeymunum stað annarsstaðar en við fjölfarnar götur.

 

Bæjarstjórn getur ráðið þessu, ef hún vill, og hvers vegna skyldi hún ekki vilja það?  Burt með lýsisgeymana frá Túngötu og á lóð bæjarins við flóðgarðinn.