Útsvarsfrelsi | Saga Rauðku | Rauðku-raunir | "Stóra hneisklið" | Erlendur, fógetinn og | Aflaskýrsla | Vinna verður að... | Atvinnuleysið og .. | "Þrenningin" | Norðurlandssíldin | Lánsábyrgðin | Opið bréf til Aage Sch. | Fyrirspurn svarað | Lýsisheslustöð Einherji | Niðurrifsöfl | Fréttir af fundi | Úrskurður ráðherra | Aftur rennur lygi ... | Enn um úrskurðinn | Falkurábyrgðin | Aumingja Schiöth | Niðursuðuverksmiðjan | Yfirgangur SR | Þóroddur og lýsisgeymar

>>>>>>>>>>> Yfirgangur SR

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji 25. nóvember 1945
YFIRGANGUR S.R.

 

Upplýsingar í síðasta tölublaði Neista um, að S.R. láti byggja hús og mannvirki án þess að bera það undir byggingarnefnd og bæjarstjórn hafa vakið furðu meðal bæjarbúa.

 

Er það fyrrverandi framkvæmdastjóri S.R. Sveinn Benediktsson og bygginganefnd verksmiðjunnar, sem þarna eiga sökina, og bæjarstjórinn fyrir að láta það afskiptalaust.

 

Einherji telur, að S.R. séu margs og mikils maklegar og vert að sýna þeim fulla tilhliðrunarsemi um það, er með sæmilegu móti gæti gengið, en ef lengra fer, verði að spyrna við fæti. Hér vill svo til, að 3 bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Siglufjarðar eru í meirihluta stjórnar S.R. og má ætla, að þeir fengju einhverju að ráða.

 

A.m.k. eru þeir bæjarfulltrúar sem í stjórn S.R, sitja, ekki úr sök nema að þeir hafi gert aðrar tillögur, er að engu hefðu verið hafðar af bygginganefnd verksmiðjanna.

 

Það er ótrúlegt, að hvert stórhýsið á fætur öðru sé byggt án þess, að borið sé undir bygginganefnd og bæjarstjórn, en hlýtur að vera satt, úr því að blaðið Neisti fullyrðir það.

 

Gegnir slíkt furðu, að byggingarnefnd S.R. haldi svo á málunum. Einherji vill ekki að svo stöddu segja meira um einstök atriði, en hann mótmælir því í nafni mikils hluta bæjarbúa, að lýsisgeymar séu settir nálægt fyrirhuguðu nýju barnaskólasvæði, enda þótt fáráðlegt sé að ætla nýjum barnaskóla stað þar.

 

Það væri jafnófært að hafa lýsisgeymana þar, sem verið er nú að byggja undirstöður undir þá, að sögn, þótt barnaskólinn nýi verði aldrei settur þar nálægt. Burt með lýsisgeymana þaðan. Þeir eiga að vera nálægt sjó.

 

Er vonandi, að hinn nýi framkvæmdastjóri S.R., sem margir hyggja gott til, sannfæri bygginganefnd S.R. um nauðsyn þessa. Allir Siglfirðingar mótmæla lýsisgeymunum, þar sem þeim er ætlað að vera. Burt með þá þaðan. Öll bæjarstjórnin hlýtur að vera því sammála.