Falkur-ábyrgðin er orðin að enn stærra hneyksli
Á bæjarstjórnarfundi í vikunni var bæjarstjóri spurður um, hvernig stæði á því, að hin ólöglega aprílkosna Rauðkustjórn hefði gengið í háa víxilábyrgð fyrir Falkur-útgerðinni.
Bæjarstjórinn sagði svo:
“Það voru 100 þúsund eða rúmlega 100 þúsund krónur, sem Rauðkustjórnin ábyrgðist fyrir “Falkur,” það var ekki ætlast til þess, að neinn vissi um þetta?”
Þetta eru orðrétt umæli hans, þótt ótrúlegt sé, alveg eins og það réttlæti meir ábyrgðina, að beitt væri launung og yfirhylmingu við bæjarstjórn og almenning út af ábyrgðinni!
En þessar upplýsingar segja tvennt: Ábyrgðin fyrir þessum 130 þúsund krónum hefir verið gefin með vitund og vilja bæjarstjóra og Þormóðs, því að annars hefði bæjarstjóri ekki þorað að vera með ábyrgðinni, þrátt fyrir yfirráð Þórodds yfir honum.
Vafalaust verður Ragnar, Þóroddar mágur látinn mæta og greiða atkvæði.
Kommúnistum og bæjarstjóra þykir verst, að þetta skyldi hafa komist uppi þrátt fyrir hina mikla launung, sem ríkti yfir ábyrgðinni.
Svo var launungin mikil með þetta, að víxillinn var ekki fenginn í bankastofnunum í Siglufirði, heldur utan Siglufjarðar (sennilega í Reykjavík, ef til vill Akureyri eða Ísafirði) til þess að hin GLÆFRALEGA ÁBYRGÐ APRÍL STJÓRNAR RAUÐKU SKYLDI EKKI VITNAST.
Hvernig líst almenningi á þetta? Hvað er á bak við tjöldin hjá kommúnistum og bæjarstjóra og Þormóði?
Þeirra vegna lætur bæjarstjóri, Rauðku ganga í 130 ÞÚSUND, KRÓNA ÁBYRGÐ Í LAUMI, af því, að hann vonar, að það vitnist ekki!
Kommúnistar beita víðar hrekkjum en í K.F.S. og Gilslaug!
|