Útsvarsfrelsi | Saga Rauðku | Rauðku-raunir | "Stóra hneisklið" | Erlendur, fógetinn og | Aflaskýrsla | Vinna verður að... | Atvinnuleysið og .. | "Þrenningin" | Norðurlandssíldin | Lánsábyrgðin | Opið bréf til Aage Sch. | Fyrirspurn svarað | Lýsisheslustöð Einherji | Niðurrifsöfl | Fréttir af fundi | Úrskurður ráðherra | Aftur rennur lygi ... | Enn um úrskurðinn | Falkurábyrgðin | Aumingja Schiöth | Niðursuðuverksmiðjan | Yfirgangur SR | Þóroddur og lýsisgeymar

>>>>>>>>>>> Lánsábyrgðin

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti 27. september 1945

LÁNSÁBYRGÐIN TIL FÉLAGS ÞEIRRA ÞÓRODDS OG ÁKA

 

Fátt hefur vakið meiri athygli bæjarbúa upp á siðkastið, en uppljóstrunin um ábyrgð aprílkosinnar Rauðkustjórnar á 130 þúsund króna láni til félags þeirra Þórodds og Áka.

 

Margir trúðu þessu alls ekki. Aðrir, sérstaklega persónufylgjendur Þóroddar og Hertervigs töldu ekkert athugavert við þetta. Langflestir fordæmdu þó þetta hneyksli gersamlega.

 

Pólitískum deilum getur það tæplega valdið, þar sem þessu standa aðeins Kommúnistaflokkurinn Ragnar mágur Þórodds og Hertervig.

 

Hinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, Egill Stefánsson er þessu algerlega andvígur, enda hefur hann aldrei veitt hinni ólöglegu aprílkosnu Rauðkustjórn umboð til þessa eða annars.

 

Meira segja Þormóður vill helst ekki kannast við, hann hafi vitað þetta, enda þótt bæjarstjóri haldi því fram. Þeir, sem þessu standa eru því fyrst og fremst Þóroddur og Hertervig bæjarstjóri.

 

Engan furðar á ásókn Þóroddar. Ágengni hans og heimtufrekja til Kaupfélagsins er þegar lýðum ljóst

 

Þar heimtaði hann hvert framlagið af öðru til Gilslaugar sinnar, og söltunarfélagsins. Meira segja gekk svo langt með leyndina framlögunum til Gilslaugar, að útteknar vörur voru færðar sem lager, eða óeyddar vörur.

 

Þetta var einungis gert til þess að dylja endurskoðendur, stjórn og félagsmenn þess, kaupfélagið væri að lána fé sitt til gjaldþrotafélags, Þórodds. Það vekur því enga furðu þótt hann heimti ábyrgð eða lán til félags síns frá bænum eða fyrir tækjum hans og vilji halda því leyndu. En framkoma bæjarstjórans vekur ákaflega mikla furðu og undrun.

 

Bæjarstjórinn er álitinn ábyrgur fyrir fjárreiðum bæjarins og fyrirtækja hans, en Þóroddur ekki. Bæjarstjórinn hefur útvegað lánsfé til bæjarins og ætti skilja hvaða ábyrgð fylgir því fara með annarra fé.

 

Bæjarstjórinn veit Rauðka þarf á öllu sínu lánstrausti halda. En hvernig fer með lánstraustið ef fyrirtækið tapar tiltrú þeirra, sem féð lána?

 

Hvernig ætlar bæjarstjórinn líta framan í nokkurn lánveitanda eftir þessa ráðstöfun verksmiðjustjórnar, sem gerð var fyrirlagi hans? Hversu margar milljónir mundu Ríkisverksmiðjurnar ábyrgjast, ef þær ættu ábyrgjast reksturslán, tilsvarandi að upphæð fyrir þau hundrað skip, sem við þær skipta árlega? Mundi Þóroddur vilja ganga þar fram fyrir skjöldu?

 

Fyrir utan það vera hneyksli, hlaut það vera sjáanlegt þessum mönnum, engar líkur voru til lánið yrði greitt upp á sumrinu. Skipið þurfti fiska upp undir 20 þúsund mál, en langt var liðið á vertíð þegar það fór á síldveiðar,  enda var Rauðka ekki tilbúin taka á móti síld, fyrr en nokkur tími var liðinn af síldveiðitímabilinu. Til viðbótar öllu þessu, er það þegar upplýst, félagið gat alls ekki fengið meiri lán, eða frekari reksturslán hjá lánsstofnunum í Reykjavík,  enda þó sjálfur atvinnumálaráðherrann hefði gengið þar fram fyrir skjöldu.

 

Lánsstofnanir hér í Siglufirði og einnig á Akureyri, höfðu einnig neitað lána fyrirtækinu, þrátt fyrir harða ásókn atvinnumálaráðherrans.

 

Þá þegar öll sund voru lokuð, varð bæjarstjórinn á Siglufirði til þess leggja til, skrifað væri upp á víxilinn, enda þótt af engu væri taka nema lánsfé fátæks bæjarfélags, sem fengist hafði með ábyrgð ríkissjóðs.

 

Svo koma þessir háu herrar og segja. Allt í lagi. Ekkert athugavert. Og Þóroddur bætir við í Mjölni:

 

Þrír efnaðir!! menn skrifuðu upp á víxilinn. Bæjarstjórinn hefur nýlega borgað þessu félagi þeirra Þórodds og Áka 50 þúsund krónur, sem bæjarstjórn veitti þeim láni eða styrk.

 

Til þessa hafði hann takmarkaða heimild frá bæjarstjórn. Bæjarstjórn hafði áður veitt svipaða styrki eða lán til nýbygginga skipa í Svíþjóð. Þeim skilmálum þurfti þó breyta. Lækka framlag búsettra Siglfirðinga til  “Falkur-útgerðarinnar”. En bæjarstjóri aðgætti alls ekki, þessi skilyrði væru uppfyllt. Hann kynnti sér alls ekki hluthafaskrá eða framlög hluthafa.

 

“Þóroddur sagði mér, þetta væri í lagi, og þess vegna greiddi ég þessar 50 þúsund krónur,” sagði bæjarstjóri þegar hann var spurður um þessa greiðslu.

 

Þannig er eftirlitið og framkvæmdin á samþykktum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórinn skyldi þó vara sig á Þóroddi. Hann er sleipur og getur stundum verið dálítið hrekkjóttur.

að sýnir best, hvernig hann hefur hlunnfarið fyrrverandi kaupfélagsstjóra í sambandi við fjölskyldukaupin og sitt hvað fleira í sambandi við kaupfélagsmálin.

 

Hlýðniafstaða bæjarstjóra við þórodd er óskiljanleg. En ábyrgðarveitingin er hneyksli, sem ekki á sér hliðstæðu í opinberum aðgerðum.

 

Undanfari hennar er þó enn stærra hneyksli, það að berjast við að koma mági Þórodds í Rauðkustjórn til þess að geta framkvæmt þetta, en endahnúturinn er svo rekinn á allt “gumsið” með því leitast við leyna þessu fyrir bæjarstjórn og almenningi.