Útsvarsfrelsi | Saga Rauðku | Rauðku-raunir | "Stóra hneisklið" | Erlendur, fógetinn og | Aflaskýrsla | Vinna verður að... | Atvinnuleysið og .. | "Þrenningin" | Norðurlandssíldin | Lánsábyrgðin | Opið bréf til Aage Sch. | Fyrirspurn svarað | Lýsisheslustöð Einherji | Niðurrifsöfl | Fréttir af fundi | Úrskurður ráðherra | Aftur rennur lygi ... | Enn um úrskurðinn | Falkurábyrgðin | Aumingja Schiöth | Niðursuðuverksmiðjan | Yfirgangur SR | Þóroddur og lýsisgeymar

>>>>>>>>>>> "Þrenningin"

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti 26. apríl 1945

Er ,,Þrenningin" úr stjórn Síldarverksmiðja ríkisins frumkvöðull deilunni um kosninguna á stjórn „Rauðku"?

 

Samvinna Þormóðs, Þóroddar og Sveins Benediktssonar, sem nú ganga almennt undir nafninu „Þrenningin" (ekki samt hin heilaga) við deilurnar um kosningu í ,,Rauðkustjórn", er sem stendur almennt umtalsefni og vekur nokkra furðu í bænum, ásamt ugg og kvíða um það, hvað undir búi. Þormóður og Þóroddur hafa snúið bökum saman í bæjarstjórn.

 

Þóroddur hefur talað og samið, Þormóður skrifað inn og lesið upp. Allir vita, Þormóður og Sveinn Benediktsson hafa frú upphafi verið fjandsamlegir byggingu „Rauðku" og gert allt, sem þeir hafa getað til þess koma í veg fyrir hana.

 

Hvers vegna tekur Þóroddur höndum saman við þessa menn? Daginn eftir, eða sama daginn, og úrskurðinn frægi er lesinn upp af Þormóði í bæjarstjórn, er hann kominn orðréttur í Morgunblaðið og skilað þangað af Sveini Ben, ásamt túlkun Þormóðs og Þóroddar á málinu.

 

Það virðist eftirtektarvert, áður en velflestir Siglfirðingar vita nokkuð um þetta afkvæmi Þormóðs og Þóroddar, lesa Reykvíkingar það með morgunkaffinu, í túlkun Sveins Benediktssonar. Hvað býr á bak við þetta? Hversvegna sá fulltrúaráð Sósíalistaflokksins ástæðu til þess birta yfirlýsingu þess efnis, það og Þóroddur væri mótfallið sölu á „Rauðku"?

 

Hafði einhverjum dottið í hug selja hana. Þessar spurningar krefjast svars, og það kemur, en hvernig það verður veit enginn enn, ekki einu sinni þeir, sem kynnu hafa ákveðið það. Almenningsálitið getur ennþá breytt því.