Útsvarsfrelsi | Saga Rauðku | Rauðku-raunir | "Stóra hneisklið" | Erlendur, fógetinn og | Aflaskýrsla | Vinna verður að... | Atvinnuleysið og .. | "Þrenningin" | Norðurlandssíldin | Lánsábyrgðin | Opið bréf til Aage Sch. | Fyrirspurn svarað | Lýsisheslustöð Einherji | Niðurrifsöfl | Fréttir af fundi | Úrskurður ráðherra | Aftur rennur lygi ... | Enn um úrskurðinn | Falkurábyrgðin | Aumingja Schiöth | Niðursuðuverksmiðjan | Yfirgangur SR | Þóroddur og lýsisgeymar

>>>>>>>>>>> Fyrirspurn svarað

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti 22. nóvember 1945

FYRIRSPURN SVARAÐ.

 

Bæjarstjórn hefur ekki leyft byggingu lýsisgeyma upp við Túngötu. Stjórn Síldarverksmiðjanna hefur ennþá ekki sótt um nein leyfi til bygginga verksmiðjuhúss, ketilhúss, geymsluhúss eða lýsisgeyma.

 

Út af fyrirspurn, sem birtist í síðasta blaði NEISTA um það, hvort rétt væri að Síldarverksmiðjur ríkisins ætli að reisa lýsisgeyma upp við Túngötu, og hvort bæjarstjórn hefði leyft þetta, getur NEISTI upplýst eftirfarandi.

 

Sérstök nefnd sem skipuð var atvinnumálaráðherra Áka Jakobssyni, sér um byggingu hinnar nýju verksmiðju, sem nú er verið að reisa. Nefndin hefur ákveðið að byggja lýsisgeymana á lóðum sem liggur upp undir Túngötu.

 

Bæjarstjórn eða byggingarnefnd hafa ekki leyft þessar byggingu, enda ekki ennþá verið sótt um neitt leyfi til þeirra bygginga, sem verið er að framkvæma og þegar búið að framkvæma.

 

Virðingarleysi fyrir bæjarstjórn og reglum kaupstaðarins virðast þar sitja í fyrirrúmi. Á seinasta bæjarstjórnarfundi bar mál þetta á góma.

 

Bæjarstjóri vildi sem mest eyða umræðum, af hverju sem það kann að stafa. Gefur þetta tilefni til að rifja upp linku hans gagnvart þessu fyrirtæki og trassaskap að framkvæma fyrirskipanir bæjarstjórnar.

 

Búið mun vera að samþykkja þrisvar sinnum, ef ekki fjórum sinnum í bæjarstjórn að leggja fyrir bæjarstjórann að sjá um að, lýsisrör sem verksmiðjurnar lögðu í fullu heimildarleysi og bann hafnarsjóðs, yfir lóðir hafnarsjóðs og út á Öldubrjót, yrðu tafarlaust teknar niður. Leiðslurnar sitja enn.

 

Sýnt hefur verið fram á að Síldarverksmiðjurnar byggðu fyrir nokkrum árum hornið á þrónni við Dr. Paul verksmiðjunnar, út á lóð Hafnarsjóðs. Var talið, að veruleg spilda af dýrmætu hafnarsvæði, gæti hæglega lagst undir verksmiðjurnar ef ekkert væri að gert, og byggingunni mótmælt.

 

Í þessu máli hefur bæjarstjóri ekkert aðhafst. Þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli hafnarnefndar og bæjarstjórnar. Þegar þessi afstaða bæjarstjórans er athuguð, getur engan furðað á því, þó bæjarstjórinn og byggingarnefnd, sé sýnd sú lítilsvirðing, að sækja ekki um leyfi til þess að byggja nokkur stórhýsi á vegum þessa fyrirtækis.

 

Hvort að allir íbúar bæjarins eru jafn ánægðir með aðgerðirnar, eða aðgerðaleysi bæjarstjórans í þessum málum eins og hann sjálfur, verður þó að teljast vafasamt.