Óánægja með | Stórtjón, af veðri | Einokun útvarps | Leikur í snjónum | Þið sjáið sjálfir um.. | Söngur Vísir | Ný löndunarbryggja | Bland frétta | Höfnin dýpkuð | Pistill & fréttir | Síld og ufsi | Svartur fáni | Þeir sem hafa... | Með ungu fólki.. | Haförninn kemur | Strákagöng | Það er komið gat | Í gegn um göngin | Skipbrotsmannaskýli | Slys í göngunum | Stutt rabb við .. | Smáfréttir | Síld á Siglufirði | Nýtt sjúkrahús

>>>>>>>>>>> Ný löndunarbryggja

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimmtudagur 10 júní 1966

1000 fermetra löndunarbryggja

 SIGLUFIRÐI, 5. júní. - Unnið er af kappi að smíði mikils mannvirkis á Siglufirði á vegum  SR. Er það steinsteypt síldarlöndunarbryggja um 1000 fermetra að flatarmáli. Bryggjan  er teiknuð á Teiknistofu Sigurðar Thorodsens. Verkfræðilegt eftirlit annaðist - Hjálmar  Þórðarson, verkfræðingur, og Páll G. Jónsson, byggingameistari verkstjórn. Einnig hafði  Sigurður Elefsen, vélsmiður, með höndum stjórn á járnsmíði við bryggjuna, en hún er  mikil. Þá mun Sigurður sjá um uppsetningu færibanda, löndunarkrana 5 að tölu ásamt  vogum og fleiru.

Hluti af löndunarbryggjunni áður en dekkbitarnir voru settir niður

Hífun og slökun var vandaverk, en hita og þunga þess verks báru skipstjóri og  stýrimaður á Árvaki  

Fyrir rúmri viku voru strengjasteyptir bitar, 40-50 talsins um 5 lestir á þyngd hver, settir  niður á burðarstólpa bryggjunnar. Það verk "gerði" vitaskipið Árvakur á rúmum 12  tímum, 3-4 sinnum fljótar en bjartsýnustu menn þorðu að vona að verkið tæki. En það  má þakka góðu skipi og skipstjóranum, Guðna Thorlacius, sem ekki vék frá  stjórnvelinum, spilinu þann tíma, sem verkið var unnið. Og í gær, 4. júní, var lokið við að  steypa 12 sm. lag yfir alla bitana. Er þarna nú komið 1000 fermetra plan og varanlegt mannvirki.      SK

Þarna sjást skipstjórinn á Árvakri, - og byggingameistari SR ræðast við eftir  að verkinu var lokið.

Fyrir dyrum standa miklar dýpkunarframkvæmdir hér í höfninni við og út af  löndunarbryggjum síldar-verksmiðja ríkisins. Dýpkunar framkvæmdir þessar ertu  nauðsynlegar vegna tilkomu hins nýja síldarflutningsskips Haf-arnarins, en það ristir 18 fet. Á þessu svæði höfninni, þarf því að moka upp 34 þúsund rúmmetrum. Áætlaður kostnaður  við þessar dýpkunarframkvæmdir eru 3.4 milljónir miðað við það að dýpkunarskipið  Grettir vinni verkið.                                        Stefán Friðbjarnarson