Óánægja með | Stórtjón, af veðri | Einokun útvarps | Leikur í snjónum | Þið sjáið sjálfir um.. | Söngur Vísir | Ný löndunarbryggja | Bland frétta | Höfnin dýpkuð | Pistill & fréttir | Síld og ufsi | Svartur fáni | Þeir sem hafa... | Með ungu fólki.. | Haförninn kemur | Strákagöng | Það er komið gat | Í gegn um göngin | Skipbrotsmannaskýli | Slys í göngunum | Stutt rabb við .. | Smáfréttir | Síld á Siglufirði | Nýtt sjúkrahús

>>>>>>>>>>> Pistill & fréttir

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bland dagsetninga.   2 fréttir: Steingrímur og pistill

Hrapaði ofan í síldarþró

Siglufirði, 3. September.

Í MORGUN kl. 6.30 varð það slys, að maður hrapaði ofan í síldarþró með þeim afleiðingum,  að hann meiddist á höfði og fótbrotnaði.

Maðurinn var að vinna þarna við formalíntunnur. og tók m. a. í eina tunnu, sem hann taldi að  væri full, en hún reyndist tóm. Við það kom svo mikill hnykkur á manninn, er hann tók á  tunnunni, að hann féll aftur fyrir sig undir handrið og féll niður í þróna, sem er steinsteypt í  botninn. Var þetta um þriggja metra fall.

Sjónarvottar voru ekki að slysinu, en menn sem unnu skammt frá, heyrðu hróp mannsins um hjálp og komu fljótlega á stað

Hringt var þegar í héraðslækninn, Sigurð Sigurðsson, og var hann kominn á slysstað innan 15  mínútna, þótt ekki væri kominn venjulegur fótaferðatími.

Hinn slasaði, Skarphéðinn Björnsson, var fluttur í sjúkrahús, en að lokinni rannsókn þar, var  hann fluttur flugleiðis til Reykjavíkur, þar sem Skarphéðinn var lagður inn á Landsspítalann til  aðgerðar.

Tryggvi Helgason, sjúkra-flugmaður á Akureyri, sótti Skarphéðinn hingað á stærstu flugvél  sinni, sem ekki hefur komið hingað áður. Hún tekur 8 farþega og er stærsta flugvél, er lent hefur  í Siglufirði til þessa.

Vegna slæmra veðurskilyrða í Reykjavik var ekki unnt að fá Í minni vél þaðan. - S.K.

Saltað á Siglufirði

Siglufirði 13. september

SÍLDVEIÐISKIPIÐ Margrét kom hér um níu leytið í morgun með 100 tonn af síld, sem var söltuð hjá Hafliða hf.  Síldin var ljómandi falleg þrátt fyrir það að hún væri 30 tíma gömul, fengin i  Ryðarfjarðardýpi. Ástæðan fyrir því, að báturinn kom þessa löngu leið með afla sinn. er sú, að hann er að skipta um nót og fleira smávegis  hér í Siglufirði.   SK

(Árið 200) Pistillinn hér fyrir neðan sendi ég til  Velvakanda í Morgunblaðinu í ágústmánuði 1966. Tilefnið var að nokkrir Vestamannaeyingar höfðu sett upp útbúnað sem gerði þeim kleift að ná einu sjónvarpstöðinni hér á landi, sem var sjónvarp "kanans" á Keflavíkurflugvelli.

Allt ætlaði um koll að keyra hjá hinum sjálfskipuðu menningar og siðfræði postulum, sem allt þóttust vita um hvað landanum væri fyrir bestu og vildu auðvitað banna þetta, ekki aðeins örfáar raddir í Vestmannaeyjum, heldur einnig í Reykjavík.

Þessar raddir komu aðalega frá fólki á vinstri væng stjórnmálanna, krötum og kommúnistum en þeir síðarnefndu höfðu ekki fengið grænt ljós frá Moskvu, um að slíkt ætti að leyfa.

Allir vita hver þróunin varð í þessum málum, nú er hægt að sjá atburðina ske í beinni útsendingu, á fjölmörgum rásum, og "postularnir" meir að segja, þegja.

 

Alheimssjónvarp

Velvakanda hefur borist annað bréf svipaðs efnis það er frá Siglufirði. Segi:r bréfritari ekki  þekkja Vestmannaeyðinga persónulega, en alltaf haft það á tilfinningunni, að þeir vissu hvað þeir  vildu.

 

"Mér kæmi ekki á óvart þótt sjónvarp yrði komið inn á hvert íslenskt heimili innan  nokkurra ára, ekki aðeins íslenskt, heldur líka erlent, sú stöð, sem við óskum að horfa á hverju  sinni.

Ég er raunar sannfærður um það, hvað svo sem "postularnir segja"

 

"Ég hef enga reynslu af sjónvarpi, aldrei horft á það - en lesið þeim mun meira um það og býst  við að nota megi sjónvarp bæði til góðs og ills"....

"Hættið að berjast gegn erlendu sjónvarpi,  berjist heldur við að þroska og styrkja íslenska æsku þannig að hún verði ekki móttækileg fyrir  því illa, sem kann að berast með sjónvarpi framtíðarinnar, ekki aðeins bandarísku sjónvarpi á  Keflavíkurflugveili, heldur alheimssjónvarpi."       SK