Óánægja með | Stórtjón, af veðri | Einokun útvarps | Leikur í snjónum | Þið sjáið sjálfir um.. | Söngur Vísir | Ný löndunarbryggja | Bland frétta | Höfnin dýpkuð | Pistill & fréttir | Síld og ufsi | Svartur fáni | Þeir sem hafa... | Með ungu fólki.. | Haförninn kemur | Strákagöng | Það er komið gat | Í gegn um göngin | Skipbrotsmannaskýli | Slys í göngunum | Stutt rabb við .. | Smáfréttir | Síld á Siglufirði | Nýtt sjúkrahús

>>>>>>>>>>> Leikur í snjónum

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Laugardagur 19. mars 1966 Texti; Steingrímur, Ljósmyndir: Júlíus Jónsson og Steingrímur.

    Leikur í snjónum.

Siglufirði, 14. mars.

MIKLUM snjó hefur kyngt niður hér á Siglufirði síðustu vikur og  nú síðustu daga fyrir helgi snjóaði allmikið og gerði götur ófærar venjulegum bílum.

 

En æskan kunni að meta  snjóinn og notaði hann óspart bæði til skíðaíþrótta, svo og til að stökkva ofan af húsaþökum og jafnvel stærstu síldarlýsistönkum.

 Fallið var allt að 12-14 m. ofan í mjúkan snjóinn, og sukku þá garparnir það djúpt, að félagar þeirra þurftu að grafa þá upp. Voru þeir ekki fyrr orðnir lausir, en þeir lögðu í annað stökk.

Hver snjóskafl var notaður til hins ýtrasta, t.d. við nýja símstöðvarhúsið við Aðalgötuna.

Þar tóku drengirnir heljarstökk við mikla hrifningu vegfarenda, þar til lögreglan kom og  skakkaði leikinn.

En þetta form „leik-íþrótta" er ekki auðvelt að stöðva. Drengirnir leituðu  bara annarra „stökkpalla" og af þeim var nóg. -

 SK.

 

Ath. Myndirnar hér fyrir ofan tók Júlíus Jónsson. Myndirnar eru ekki eins og þær ættu að vara þar sem þær eru skannaðar frá blaðaúrklippu, en ekki filmu.

Mynd fyrir neðan: Stokkið ofan af símstöðvar húsinu, sem var þarna enn í smíðum og auðvelt að klifra upp á það og því góður stökkpallur.  Ljósmynd SK