|
Fimmtudagur
3. mars 1966
Ríkisútvarpið og Siglfirðingar
UNDANFARIN
ár hafa hlustunarskilyrði Siglfirðinga á dagskrárefni Ríkisútvarpsins
verið mjög slæm og hafa þeir
heyrt allskonar óvelkomna hljóma í stað óbrenglaðrar dagskrár.
Þetta
ástand hefur farið hríð-versnandi og stafar þetta mikið frá
innlendri lóranstöð með undirspili erlendra
útvarpsstöðva.
Oft
kemur það fyrir að Siglfirðingar þurfa hreinlega að slökkva á viðtækjum
sínum, ekkí fyrir það að dagskráin sé léleg heldur vegna þess, að þeir
heyra alls ekki, hvorki í langbylgju
útsendingunni eða sendistöð þeirri, sem sett var hér upp sl. vetur af
Landsíma Íslands, eða þá þeir
njóta þeirra ekki vegna lélegra tóngæða. Það má segja að vandræðaástand
sé ríkjandi hér í Siglufirði
vegna hlustunarskilyrða þeirra, sem okkur eru skömmtuð.
Varla
kemur fyrir sú klukkustund á útsendingatíma Ríkisútvarpsins að við
heyrum ekki raddir þula, sem
halda mætti vegna útsendingarskilyrðanna, að væru ölvaðir og eins
hitt, að þegar leiknar eru hljómplötur, þá virðist sem útvarpið sendi frá sér eingöngu "electroniska"-músík,
svo maður minnist nú ekki á alla hina mörgu. sem flytja þar ýmsa
talaða þætti.
Ef
flytjendur og höfundar ættu þess kost að hlusta á flutning verka sinna,
eins og við heyrum þau, þá mætti
ætla að þeir sem látnir eru sneru sér við í gröfum sínum, en hinir kæra
til STEFs vegna þessara misþyrminga á verkum þeirra.
Ekki
getur útvarpsráð, útvarpsstjóri -eða Landsíminn afsakað sig með því,
að þeim sé ekki kunnugt um ástand þessara mála hér því á árunum 1964,
1965 og 1966 hafa kvartanir 'bæði munnlegar
og skriflegar borist til þessara aðila, og tvívegis hafa þeim verið
sendar mótmælaundir skriftir
300-400 útvarpseigenda.
Landsíminn
sér um alla „tæknilega" starfsemi á dreifingu útvarpsefnis, eins
og hér áður greinir, og fær
að sjálfsögðu sín ómakslaun fyrir, en gerir Landsíminn þessu verkefni
sínu fullnægjandi skil? Hvað Siglufjörð snertir ætla ég að fullyrða að
svo er ekki. En hversvegna er þetta svona,
borga Siglfirðingar ekki afnotagjöld sín að fullu til Ríkisútvarpsins
svo þess vegna sé Landsímanum uppálagt að vanda ekki betur til verka
sinna hér?
Ég
er að vísu bara leikmaður hvað radíótækni snertir, en samt gæti maður
ætlað að þeir ábyrgu aðilar,
sem sjá eiga um endurvarp útvarpsins út um landsbyggðina, væru ábyrgðarlausir
trassar eða bara alts ekki færir um að vinna þau verk, sem þeim
er trúað fyrir.
Mér
telst til að ekki muni vera nema 270 km loftlína milli Reykjavikur og
Siglufjarðar, er þá vegna þessarar lengdar möguleiki fyrir því, að 100 kw
sendir, sem staðsettur er á
Vatnsendahæð drægi ekki betur þessa vegalengd, en raun ber vitni um
Eða
getur það verið að þessi
100 kw sendir, sendi ekki út nema með hluta af þeirri orku, sem hann er
upphaflega byggður fyrir.
Ástæðan
fyrir þessari spurningu minni er sú, að þegar þessi nefndi sendir tók
fyrst til starfa, þá sýndi græna
ljósið á viðtæki mínu mjög góðan styrk, en nokkru síðar bilaði
sendirinn og eftir að gert hafði verið við hann, þá sýndi græna
ljósið, og sýnir enn, mun minni styrk
en fyrst. Ég vil taka það
fram að fleiri en ég hafa veitt þessu athygli.
Einnig vil ég geta
þess, að hinn 27. janúar sl., er verið var að leika síðasta
lagið fyrir hádegisfréttir, datt skyndilega niður útsending frá
sendinum á Vatnsendahæð, en 20 kw Eiðasendirinn, sem
sendir út á sömu bylgjulengd hélt áfram sendingu sinni með sæmilegum
styrk, en með mjög miklum
sveiflum þannig, að græna ljósið var á sífelldu iði.
Eftir stutta
þögn afsakaði 'þulurinn þessa truflun á útsendingu, sem stafaði frá
rafmagnstruflun á sendinum á Vatnsendahæð, en
raunar hafði þess ekki orðið vart á Austur- og Norðurlandi svo
og þar sem hlustað væri á FM senda.
Svo mörg voru þau orð, þau gáfu mér til kynna ástæðuna fyrir því,
hversvegna raddir þula og annarra flytjenda útvarpsefnis kemur hér fram í
viðtækjum okkar svo óeðlilega, sem segulbandsupptökur þær sýna, sem sendar voru útvarpsráði
héðan, nú fyrir stuttu.
Það
rifjaðist jafnframt upp fyrir mér
grein, sem ég las í dönsku radíóblaði fyrir um það bil 10 árum, þess
efnis, að danskir útvarpsmenn höfðu gert ti1raunir með að senda
útvarpsefni i með tveimur sendum,
sem sendu' út á sömu, bylgjulengd. Hinir dönsku útvarpsmenn fengu fljótt
vitneskju um það, að þau viðtæki sem staðsett voru miðsvæðis
hinna tveggja senda, urðu fyrir truflunum
svipuðum þeim sem Siglfirðingar hafa orðið fyrir síðan að Eiðasendirinn
var tekinn í notkun.
Dönsku útvarpsmennirnir hættu þessum tilraunum. Nú um 10 árum seinna ætla svo íslenskir
útvarpsmenn að leika sama leikinn og halda þannig áfram fyrri
vitleysunni, sem Danirnir hættu við.
Útvarpið
og Landsíminn brugðu furðu fljótt við beiðnum okkar, en hlustunarskilyrðin
og gæði sendingar var ekki nálægt því að vera boðleg, og vægast
sagt kák eitt, enda ekki að undra þegar
i tekið er tillit til hvernig umrædd i stöð og allur frágangur leit út.
Þessi stöð var um 15-18 ára
gömul bátatalstöð, sem á sínum tíma var smíðuð af Landsímanum eingöngu
fyrir skip og báta, en ég
efast um að nokkur skip stjóri telji hana boðlega um borð í skipi sínu
í dag, því íslenskir sjómenn eru kröfuharðir og
vilja fylgjast með tíma og tækni, ekki síður á sviði radíóvísinda
en veiðarfæra og skipa.
En
Landsíminn og Útvarpið, er fylgst með tíma og tækni hjá þeim? Varla
fullkomlega, og er þessi gamla bátatalstöð gleggsta dæmið.
Mér þykir ótrúlegt
að Landsíminn hafi hér valið ófaglærða
menn til að annast uppsetningu bátatalstöðvarinnar, en samt bendir allur
frágangur til að svo hafi verið.
Tóngæði þessarar stöðvar var svipuð og talað væri í trekt eða öskrað
ofan í tóma tunnu enda fékk
stöð þessi fljótt nafnið „Tunnustöðin". Ekki var einu sinni hægt
að hlusta á háværa bítlamúsík
hvað þá tónverk. Þetta voru úrbæturnar.
Þrátt
fyrir þótt stöðin væri ekki betri en þetta var nokkuð hlustað á hana
og þá aðallega gamalt fólk, sem lítið hlustaði á annað en talað
orð og gerði jafnvel ekki kröfu til tóngæða. Og
svo voru líka hlustunargæði 100 kw sendisins oft verri en
"Tunnustöðvarinnar".
Síðastliðið
sumar var tunnu- stöðinni lokað að ósk síldarleitarstöðvarinnar hér,
því stöðin truflaði svo starfsemi síldarleitarinnar, þar sem
„tunnustöðin sendir út á (heyrist) 8-10 mismunandi stöðum, og því
ekki óeðlilegt frá leikmannssjónarmiði
séð, að hún hafi því ekki komist hjá því að vera allsstaðar
að flækjast (á bylgjunum) fyrir síldarleitinni.
Lokun stöðvarinnar þá var þó nokkuð viðunandi, því betur heyrist í
Vatnsendasendinum þegar bjart er á sumrin, en þegar líða tók á
haustið og dimma tók á kvöldin,
þá fóru háværar raddir að heyrast og aftur var beðið um nýja
endurvarpsstöð.
Loksins, rétt
fyrir jólin 1965, heyrðist í endurvarpsstöð, sem staðsett var á sama
stað og fyrri stöðin var. Það
hýrnaði yfir Siglfirðingum því það virtist vera kominn allt að því
viðunandi hljómur frá endurvarpsstöð, staðsettri hér.
En það stóð ekki
lengi yfir, en um ástæðuna vil ég ekki fullyrða
þó ýmislegt hafi ég heyrt, en staðreyndin er sú. að fyrsta
daginn var endur varpsstöðin allt að því viðunandi, þó alls ekki
fullnægjandi, en svo fóru að heyrast annarlegir
tónar frá henni, ekki ósvipað og verið væri að stilla hana, og
fór hún dag versnandi og að lokum var
svo komið að þessi nýja stöð var nú og er, þegar kveikt er á henni,
verri en gamla „tunnustöðin", því fyrir utan gjallandann í henni
heyrir maður sterka smelli, sem ég tel að stafi frá
símanum, en útvarpsefni er flutt eftir "langlínu".
Einnig er
stöðugt væl og sterkt magnarabrúm, og
hefur komið fyrir að hlustendur hafi heyrt óm af langlínusamtölum, og
sumir jafnvel talið sig þekkja
raddir vissra manna í viðtækjum sínum. Ég þykist vita um ástæðuna
fyrir þessum aukahljóðum, en
verkfræðingar Landsímans vita það líklega betur.
Útvarpið og Landsíminn
brugðu furðu fljótt við beiðnum okkar, en hlustunarskilyrðin og gæði sendingar var ekki nálægt því að vera boðleg, og vægast
sagt kák eitt, enda ekki að undra þegar
i tekið er tillit til hvernig umrædd i stöð og allur frágangur leit út.
Þessi stöð var um 15-18 ára
gömul bátatalstöð, sem á sínum tíma var smíðuð af Landsímanum Það
er létt fyrir ríkisútvarpið að
kenna Landsímanum um allar þessar ófarir, en samt má segja að ríkisútvarpið
eigi mesta sökina, þó ekki væri fyrir annað en að hafa ekki sinn eigin
verkfræðing til að hafa eftirlit með aðgerðum Landsímans um tæknileg
atriði við hlustendaþjónustuna.
eða þá
hreinlega að sjá sjálfir um sín útvarpsmál og látið í staðinn
Landsímann sjá um sín eigin málefni.
Annars væri þjóðráð
fyrir útvarpsráð, að kynna sér
hvernig frændur okkar Norðmenn fara að því að dreifa útvarpsefni sínu
til landsmanna.
Þeir líta ekki
við því að setja upp lang- eða miðbylgjustöðvar heldur láta
um 30 FM-senda dreifa útvarpsefninu og útvarpið sér um þau
verkefni sjálft.
Nú
í dag standa þessi útvarpsmál okkar Siglfirðinga þannig að útvarpsráð
hefur ennþá ekki svarað beiðni 300-400 útvarpseigenda, sem óskuðu eftir því að sett
yrði hér upp fullkomin miðbylgju- og/eða FM-sendistöð, en þessari
beiðni okkar voru þeir beðnir
að svara fyrir mánaðamótin janúar/febrúar sl.
Nú er hér þegar hafin
undirbúningur um stofnun útvarpsnotendafélags, sem svo mun taka ákvörðun
um neitun á greiðslum
afnotagjalda til ríkisútvarpsins, vegna þeirra gjörómögulegu
hlustunarskilyrða ,sem við höfum átt við að búa sl. 2 ár.
Að
vísu hefur ríkisútvarpið heimild
til lögtaksbeiðni á vangoldnum afnotagjöldum útvarpseigenda, en eigi sú
heimild að geta staðist, þá
finnst manni að ríkisútvarpið þurfi að skila til hlustenda sinna efnaflutningi sínum þannig, að efnisflytjendur hljómi
ekki í tækjum okkar sem ýmist ofurölvaðir
menn eða þá mjög timbraðir.
Hvernig
svo sem hér kann að fara, að neitað verði greiðslu á afnotagjöldum og
Útvarpið láti hér samt sem áður framkvæmil lögtaksheimildar sinnar
þá er ekki ómögulegt að
gagnkrafa komi frá hinu þá nýstofnaða félagi, og mun þá verða leitað
álits dómstólanna varðandi
það mál, enda er hér gnægð sönnunargagna á staðnum um gæði
þeirra hlustunarskilyrða, sem við eigum við að búa.
Steingrímur Kristinsson.
|