Óánægja með | Stórtjón, af veðri | Einokun útvarps | Leikur í snjónum | Þið sjáið sjálfir um.. | Söngur Vísir | Ný löndunarbryggja | Bland frétta | Höfnin dýpkuð | Pistill & fréttir | Síld og ufsi | Svartur fáni | Þeir sem hafa... | Með ungu fólki.. | Haförninn kemur | Strákagöng | Það er komið gat | Í gegn um göngin | Skipbrotsmannaskýli | Slys í göngunum | Stutt rabb við .. | Smáfréttir | Síld á Siglufirði | Nýtt sjúkrahús

>>>>>>>>>>> Nýtt sjúkrahús

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Föstudagur 23. desember 1966  Ljósmyndir Steingrímur, textinn Stefán Friðbjarnarson, (minnir mig.)

Nýtt og fullkomið sjúkrahús tekið í notkun á Siglufirði

FIMMTUDAGINN 15, desember sl. var vígt nýtt og glæsilegt sjúkrahús hér i  Siglufirði. Húsið er 8000 rúmmetrar. að stærð, 860 fermetrar, 2 hæðir heilar og 3.  hæðir að hálfu

Á 1. hæð er: anddyri, heilsuverndarstöð, eldhús ásamt brauðgerð, frysti og  kæligeymslum, þvottahús með strokherbergi, íbúð hjúkrunar-konu og lítil kapella. Á  2. hæð er sjúkradeild (26 rúm), fæðingardeild (3 rúm), skurðstofa, skiptistofa,  skrifstofa yfirlæknis, biðstofa, auk snyrtiherbergja og fl. Á 3. hæð eru 14 rúm,  setustofa, snyrtiherbergi, loftræstiklefi og fl.

Allt er húsið hið vandaðasta og búið  fullkomnum útbúnaði, og stenst samanburð við það besta hérlendis og þó út fyrir  landsteina sé leitað til sambærilegra byggðarlaga. Sigurjón Sveinsson, arkitekt, teiknaði bygginguna og var  tæknilegur ráðunautur byggingarnefndar meðan á byggingu  stóð.

Hann og systkini hans gáfu teikningarnar að húsinu  til minningar um foreldra sína, heiðurshjónin frú  Geirlaugu Sigfúsdóttur og Svein Jónsson, sem kennd voru  við Steinaflatir og voru öllum bæjarbúum að góðu kunn.  Þessi rausnargjöf og aðstoð Sigurjóns Sveinsonar hafa  verið ómetanleg í sambandi við tilurð þessa glæsilega mannvirkis.

Ýmis félagasamlök og einstaklingar hafa lagt  stórfé af mörkum til byggingarinnar og segja má að þar hafi vel flestir  bæjarbúar lagt fram sinn skerf einn eða annan hátt. Kvenfélag sjúkrahússins,  undir glæsilegri formennsku frú Bjarnveigar Guðlaugsdóttur, Hildar  Svavarsdóttur og Kristine Þorsteinson, bera þó höfuð og herðar yfir aðra í  framlögum og stuðningi við sjúkrahúsbygginguna. Að lögum er það þó  Siglu-fjarðarkaupstaður og ríkissjóður, sem bera meginþunga  byggingarkostnaðarins og kaup-staðarins að rísa undir  rekstrar-kostnaði sjúkrahússins.

 Byggingarnefnd sjúkrahússins, sem kosin er af bæjarstjórn og stuðningsfélagi.  byggingarinnar, hefur haft á hendi stjórn byggingarframkvæmda. Formenn þeirrar  nefndar hafa verið Bjarni Jóhannsson, bæjarfulltrúi og Ólafur Þ. Þorsteinsson,  yfirlæknir. Hefur nefndin staðið sig með stakri prýði, í erfiðri framkvæmd, og á skilið  þakklæti bæjarbúa fyrir frammistöðu sína. Tæknilegur ráðunautur nefndarinnar var  sem fyrr segir Sigurjón Sveinsson, framkvæmdastjóri hennar og jafnframt byggingarmeistari, Skúli Jónasson, og lögfræðilegur ráðunautur og  reikningshaldari, Ármann Jakobsson.

Við vígslugathöfnina gerði Ólafur Þ. Þorsteinsson, form. byggingarnefndar grein  fyrir aðdraganda byggingarinnar og byggingarframkvæmdum og afhenti bæjarstjórn bygginguna til rekstrar. Forseti bæjarstjórnar, Ragnar Jóhannesson og  bæjarstjóri, Stefán Friðbjarnarson, þökkuðu byggingarnefnd og öðrum, sem hér hafa  lagt hönd að verki, og ræddu þessa framkvæmd í stuttu máli Sr. Ragnar Fjalar  Lárusson bað sjúkrahúsi, starfsliði og starfsemi þeirri, sem í sjúkra-húsinu skal fara  fram, blessunar og handleiðslu Guðs. Önnur, sem til máls tóku voru: frú Kristine  Þorsteinsson, frú Hildur Svavarsdóttir og Baldur Eiríksson. Við þetta tækifæri  afhenti yfirlæknir, Ármanni Jakobssyni bóka-gjöf og Sigurjóni Sveinsyni, arkitekt  málverk (siglfirskt motiv) eftir lista-konuna Höllu Haraldsdóttur

 

 

Ólafur Þ Þorsteinsson yfirlæknir og formaður byggingarnefndar í ræðustól á vígsluhátíðinni. Sigurjón Sveinsson arkitekt, höfundur hins nýja sjúkrahúss

Efsta myndin

Frú Kristíne Þorsteinsson formaður Kvenfélags Sjúkra-hússins. Fremst á myndinni eru Ragnar Jónasson bæjar-gjaldkeri og Páll G Jónsson byggingameistari.  

 Myndin hér fyrir ofan