Með
ungu
fólki
á
Siglufirði
Rætt
um
starf
F.U.S.
Njarðar
Á
Siglufirði hafa ungir sjálfstæðismenn tekið upp þá
nýbreytni í félagsstörfum sínum, að gangast fyrir danskvöldi í Sjálfstæðishúsinu einu
sinni í viku eða oftar. Þetta framtak hefur að vonum vakið nokkra athygli, og þótti fréttamanni S. U. S.-síðunnar
því rétt að líta inn á eitt slíkt kvöld og hafa tal of helstu forustumönnum
þar, með ljósmyndara sér til styrktar.
Stjórn
Njarðar,
félags
ungra
Sjálf-stæðismanna á Siglufirði er skipuð þeim Birni
Jónassyni, Jóhanni
Ólafssyni og Þórhalli Daníelssyni.
Þegar við komum á staðinn, var þar þröngt á þingi og hvergi afdrep fyrir
forvitna fréttasnápa nema í eldhúsinu. Þangað tókst okkur um síðir að stefna
stjórninni til þess að svara nokkrum spurningum, og við ræddum fyrst við
formann félagsins Björn Jónasson.

Stjórn F.U.S. Njarðar. Frá vinstri: Þórhallur Daníelsson ritari,
Björn Jónasson formaður og Jóhann Ólafsson gjaldkeri
Hvenær
hófuð
þið
þessa
starfsemi
Björn,
og
hver
er
tilgangur
hennar?
Snemma
sumars
var
málinu
hreyft
í
fyrsta
sinn
á
stjórnarfundi
hjá
okkur
og
raunar
ákveðið
þá
að
hefjast
handa,
en
af
óviðráðanlegum
ástæðum
töfðust
framkvæmdir
nokkuð,
eða
þar
til
um
miðjan
júlí
s.1.
það
sem
aðallega
valar
fyrir
okkur
með
þessari
starfsemi
er
að
bæta
aðstöðu
ungs
fólks
til
þess
að
koma
saman
og
skemmta
sér
samkvæmt
tímans
kröfum.
Til
þess
að
gera
starfræksluna
mögulega
og
meira
lifandi
eru
öll
störf
unnin
af
sjálfboðaliðum
ungu
fólki
á
aldur
við
það,
sem
skemmtir
sér
hér
aðallega.
Þetta
er
ekki
einungis
hagkvæmt
fyrirkomulag
heldur
stuðlar
það
að
auknum
kynnum
manna
í
milli,
en
eitt
höfuð
markmið
okkar
er
að
sjálfsögðu
að
efla
kynni
meðals
ungs
fólks,
er
fjörðinn
byggir.
Þó
segja
megi
að
allt
varðandi
þetta
fyrirtæki
sé
á
byrjunarstigi,
þá
hefur
aðsóknin
verið
mjög
góð,
og
við
höfum
ástæðu
til
þess
að
líta
björtum
augum
til
framtíðarinnar.
Hvað
vilt
þú
segja
Jóhann
um
rekstrargrundvöllinn
sem
gjaldkeri
félagsins?
Hann verður að teljast nokkuð góður. Að sjálfsögðu miðum við
reksturinn
eingöngu við
það að hann sé
hallalaus,
og lánar
Sjálfstæðisflokkurinn hús
sitt í því skyni án
endurgjalds.
Hljóm sveitin „Stormar", sem
starfa mun með okkur í sumar, er eingöngu ráðin upp á áhættuþóknun þ. e.
hún fær allan aðgangseyri, en borgar af því skemmtanaskatt og fleira. Annar
reksturskostnaður greiðist með ágóða af veitingum. Því miður er húsið full lítið og allur kostnaður þar af leiðandi tiltölulega mikill, þannig að verð á
aðgöngumiðum og veitingum er hærra en við hefðum kosið. En um það tjáir ekki að fást og við munum ótrauðir halda áfram á þeirri braut, sem nú hefur verið mörkuð.
Hljómsveitin Stormar, ein vinsælasta unglingahljómsveit á
Norðurlandi um þessar mundir sér um fjör á skemmtunum F.U.S. Njarðar á
Siglufirði.
En
svo
við
víkjum
talinu
að
þér
Þórhallur
hvað
finnst
þér
um
áhuga
félagsmanna
og
starfsvilja?
Áhugi
félagsmanna
er
mikill
og
mjög
vel
hefur
gengið
að
fá
menn
til
þess
að
starfa
með
okkur.
Þó
væri
fengur
í
að
fá
fleiri
og
raunar
sem
flesta,
því
þá
er
þeim
mun
meira
hægt
að
gera.
,,
Hafið
þið
í
hyggju
að
gera
starfsemina
fölbreyttari,
er
fram
líða
stundir?
Eins og Björn gat um áðan, er allt hér á byrjunarstigi og ekki eins vel úr
garði gert og
æskilegt hefði verið. En ef aðsóknin verður jafn góð hér eftir sem hingað til,
þá er fyrirhugað að koma með skemmtiþætti.i og ýmislegt annað til
tilbreytingar Það ber
sérstaklega að hafa í huga í því samhundi að þó allt gangi vel í sumar
með óbreyttu fyrirkomulagi er mun meiri nauðsyn á því að hafa vetrarstarfsemina í góðu lagi. Hún þarf bæði að vera föl-breyttari og líflegri til þess að geta komið að nokkru gagni. Því viljum við að lokum skora á ungt fólk í Siglufirði að leggja okkur lið að megni bæði hvað almenna starfrækslu og skemmtiefni viðvíkur.
Unga
fólkið
skemmtir
sér
og
dansar
nýjustu
dansana.
Steingrímur
Blöndal
|