|
Laugardagur
17.
september
1966
Fréttin:
Steingrímur
Kristinsson
Göngin
um
Stráka:
"Það
er
komið
gat"
Í
FRAMHALDI
af
því
sem
ég
skýrði
frá
í
frétt,
í
blaðinu
í
gær
dróst
talsvert
mikið
að
hægt
væri
að
byrja
að
bora
og
sprengja
í
Strákagöngin,
vegna
þess
hve
jarðlögin
eru
slæm
og
af
þeim
stafar
hrunhætta,
t.d.
skeði
það
í
gær
að
starfsmenn
voru
komnir
inn
í
enda
og
féll
þá
niður
að
baki
þeim
stærðar
bjarg,
fleiri
tonn
að
þyngd.
Þetta
er
til
marks
um
hve
hættuleg
aðstaða
er
þarna
í
göngunum.
Í
morgunsárið
fékk
ég
að
vita
að
von
á
væri
á
sprengingu
á
næstu
stundu.
Var
ég
kominn
úteftir um kl. 6,30, en fékk samt ekki leyfi til að fara inn í göngin, en beið átekta fyrir utan.
Klukkan nákvæmlega 8.08 hvað við stór sprenging og rétt á eftir tvær minni.
Leið nú talsverð stund, en þá fóru að birtast glaðir og ánægðir
verkamenn, sem komu innan úr göngunum.
Þeir
hrópuðu
hástöfum
"Það
er
komið
gat."
Ég
innti
þá
nánar
eftir
þessu
og
sögðu
þeir
mér
þá
að
komið
væri
gat,
sem
þeir
gátu
hæglega
skriðið
í
gegnum,
sem
þeir
og
allir
gerðu.
Verkstjórar
tjáðu
mér
að
bergið
væri
mjög
hættulegt
þarna,
en
gott
op
hefði
myndast,
sem
bæði
birta
og
hreint
loft
kæmi
inn
um
og
væri
hægt
að
skríða
í
gegn.
Þrátt
fyrir
að
vegalengd
hefði
skeikað
í
útreikningum
verkfræðinganna
um
4-6
m.
þá
hittu
þeir
svo
nákvæmlega
mark
í
síðustu
sprengingunni
að
ekki
hefði
betur
til
tekst
þó
að
sprengingin
hefði
verið
gerð
vestanmegin
frá.
Steingrímur.
|