Umferð
um
Strákagöng
hafin?
Siglufirði
28.
október.
FRÉTTARITARI
Mbl.
á
Siglufirði,
Steingrímur
Kristinsson,
tjáði
blaðinu
í
gær,
að
þá
hafi
verið
unnið
að
því
að
ryðja
Siglufjarðarskarð,
en
það
tepptist
í
síðastliðinni
viku.
Í
gær
unnu
tvær
ýtur
við
að
ryðja
skarðið,
þar
eð
góðviðri
hefur
verið
undanfarna
daga.
Steingrímur
tjáði
Mbl.
ennfremur
að
heyrst
hefði,
að
fólk
hefði
stolist
til
að
fara
um
Stráka
göngin,
bæði gangandi og í bifreiðum.
Vegagerðin lokar göngunum með vinnutækjum, þannig að ekki er unnt að aka í gegn, en tækin hafa verið færð til, að því er Steingrímur kvað almannaróm segja.
|