Óánægja með | Stórtjón, af veðri | Einokun útvarps | Leikur í snjónum | Þið sjáið sjálfir um.. | Söngur Vísir | Ný löndunarbryggja | Bland frétta | Höfnin dýpkuð | Pistill & fréttir | Síld og ufsi | Svartur fáni | Þeir sem hafa... | Með ungu fólki.. | Haförninn kemur | Strákagöng | Það er komið gat | Í gegn um göngin | Skipbrotsmannaskýli | Slys í göngunum | Stutt rabb við .. | Smáfréttir | Síld á Siglufirði | Nýtt sjúkrahús

>>>>>>>>>>> Smáfréttir

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í október 1966
Haförninn losaði 3000 tonn á Siglufirði

Siglufirði 14. október.

SÍLDARFLUTNINGASKIP síldarverksmiðjanna hér á Siglufirði  Haförninn fór í dag áleiðis austur á miðin, eftir að hafa stansað hér tæpa tvo sólarhringa við  losun á rúmlega 3.000 tonnum af síldarfarmi.

Löndun gekk vel úr skipinu. Bræðsla hefst eftir helgi.

- Steingrímur.

Umferð um Strákagöng hafin?

Siglufirði 28. október.

FRÉTTARITARI Mbl. á Siglufirði, Steingrímur Kristinsson, tjáði blaðinu í gær, að þá hafi verið unnið að því að ryðja Siglufjarðarskarð, en það tepptist í  síðastliðinni viku. Í gær unnu tvær ýtur við að ryðja skarðið, þar eð góðviðri hefur verið  undanfarna daga.

 

Steingrímur tjáði Mbl. ennfremur að heyrst hefði, að fólk hefði stolist til að fara um Stráka  göngin, bæði gangandi og í bifreiðum.

 

Vegagerðin lokar göngunum með vinnutækjum, þannig  að ekki er unnt að aka í gegn, en tækin hafa verið færð til, að því er Steingrímur kvað almannaróm segja.