í
júlímánuði 1966 Ljósmynd og texti:
Steingrímur
Í síld á
Siglufirði

SIGLUFIRÐI,
12. júlí. Annað nú, - en áður var. Í dag kom m/s Sigurborgin,
Siglufirði með fyrstu söltunarsíldina
til Siglufjarðar, eða um 130 tonn, síldin var í meðalagi stór, en illa
farin, enda ekki á betra von,
þar sem síldin var um 35-40 tíma gömul eftir siglingu alla leið frá Jan
Mayen miðum.
En reynt var að salta sem „hægt" var, en nánast var
þetta bræðslusíld, en ekki söltunarsíld.
Það hefði að minnsta kosti verið álitinn eitthvað skrítinn síldarsaltandi,
sem reynt hefði að salta svona
síld sem þessa, fyrir svo sem 2.-3 árum, en nú - ja, hvar endar þetta?
En
það eitt að sjá síld í kössunum, þó léleg væri, kom blóðinu, á
hreyfingu í líkömum síldarfólksins
og hausarnir fuku af síldunum undan beittum hnífum síldarstúlknanna, þótt
mikill tími færi í að kasta
og velja sæmi lega síld, undir hnífinn og í tunnuna.
Þegar saltað hafði
verið, sem fært þótt upp úr m/s Sigurborgu hjá söltunarstöð Þráins
Sigurðssonar "Ísafold", þá landaði Sigurborg afganginum, eða
96 tonnum hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. -- SK. |
|
Siglfirðingar
horfa á ufsaveiðina
Siglufirði,
5, júlí.-
TALSVERÐ ufsaveiði hefur verið hér fyrir norðan nú síðustu
daga. Stóru bátarnir, Hringur
og Tjaldur, hafa fengið afla allt upp í 35 - 40 tonn og trillurnar allt Upp
í 7 tonn. Góður, hlutur –
það, á tvo menn.
Nú
sem stendur, þriðjudags- kvöld 5. júlí k1. 21.30 horfi ég út um eldhúsgluggann
á íbúð minni við Hvanneyrarbraut
og sé m.b. Hring
SI 34 sigla á fullri ferð og kastar ufsanót sinni hér úti á
miðjum firði.
-- 20 mínútum siðar sé ég tvo, “kajaka" og
róðrarmenn þeirra fylgjast með "Hring", draga inn nót sína.- og stuttu síðar er Hringur byrjaður að
háfa.
Siglufirði,
6. júlí. - Hringur landaði. 12 tonnum af
ufsa í nótt og hélt strax út
á
fjörðinn
aftur
til
veiða
og
er
hann
þar
nú
ásamt
nokkrum
trillubátum
--SK |