Óánægja með | Stórtjón, af veðri | Einokun útvarps | Leikur í snjónum | Þið sjáið sjálfir um.. | Söngur Vísir | Ný löndunarbryggja | Bland frétta | Höfnin dýpkuð | Pistill & fréttir | Síld og ufsi | Svartur fáni | Þeir sem hafa... | Með ungu fólki.. | Haförninn kemur | Strákagöng | Það er komið gat | Í gegn um göngin | Skipbrotsmannaskýli | Slys í göngunum | Stutt rabb við .. | Smáfréttir | Síld á Siglufirði | Nýtt sjúkrahús

>>>>>>>>>>> Í gegn um göngin

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þriðjudagur 20. september 1966.  Fréttin: Steingrímur, ljósmyndir: Steingrímur og Karl Samúelsson

Í gegn um Strákafjall

Hér eru þeir samankomnir, sem voru inní í jarðgöngunum, þegar sprengt var  og jafnframt ern þetta fyrsta mennirnir, sem fóru í bókstaflegri merkinga gegnum Strákafjall. Sá  þriðji t h., Eggert Ólafsson varð fyrstur til þess. Sigfús Thorarensen og Karl Samúelsson standa  við hlið hans á myndinni, sem tekin er (sk) Siglufjarðarmegin við jarðgöngin.  [Nöfn mannanna á bls. "Fleiri myndir" ]

 

Siglufirði, 17. september.

JÁ, það má nú segja "gatið" er komið í gegn og menn hafa skriðið út og inn um  gluggann. En ekki er þar með sagt, að verkinu sé lokið, því fer nú fjarri. Mikið verk er  eftir, áður en "gatið" verður opnað fyrir almenna bifreiða umferð.

En það verk, sem  þegar er lokið er mikið og hættulegt, og vel af sér vikið af verkamönnum og  verkstjórum undir stjórn Sigfúsar Thorarensen verkfræðings, ekki hvað síst þegar tillit  er tekið til hversu lélegum og úr sér gengnum vélum hefur verið beitt. Oft urðu löng hlé og tafir við jarðgöngin vegna tíðra  bilana tækjanna.

 

Hér sjást "gatamenn" skríða aftur inn í göngin, eftir  að hafa fyrstir manna farið í gegn.

 Ljósmynd: Karl Samúelsson(sk)

 

Eftir er nú, að steypa boga í báða munnana og sennilega á einum til tveimur stöðum inni í  göngunum. Þá er einnig eftir að útbúa 50cm. ræsi sitt hvoru megin við væntanlega akbraut inni  í göngunum.

En við skulum vona, að það verk, sem eftir er að vinna við Strákaveg verði ekki síður  gifturíkt, en það sem þegar hefur áunnist.

Meðfylgjandi myndir sýna að litlu leyti hvernig starfið við Strákagöng er og hefur verið. Eina  þeirra tók verkstjórinn Karl Samúelsson á myndavél mína, en óviðkomandi var meinað að fara  inn í göngin á þeim tíma.                                                                                                         SK.

 

Opið sem myndaðist var ekki stærra en svo að tveir menn gátu farið inn / út  í einu með naumindum.

Hér eru Verkstjórarnir Karl Samúelsson og Oluf Nicalsen koma í gegn.       Ljósmynd SK

 

 

 

Hér sést greinilega hamarinn sem nú er verið að sprengja, en vestan við hann er opið.    Ljósmynd SK