Sunnudagur
2.
október
1966
Ljósmynd:
Steingrímur,
Viðtalið
ókunnur
blaðamaður
Mbl.
Gaman
að
við
skyldum
þó
koma
út
á
réttum
stað
Stutt
rabb
við
Sigfús
Thorarensen
verkfræðing
í
Strákagöngum.
EINS
OG
skýrt
var
frá
í
Mbl.
fyrir
skömmu
náðist
hið
langþráða
takmark
við
Stráka,
að
gangagerðarmennirnir
komust
í
gegnum
fjallið.
Mun
þá
að
mestu
leyti
borgið
samgöngumálum
Siglfirðinga,
a.
m.
k.
þurfa
þeir
ekki
um
Siglufjarðarskarð
að
fara
í
náinni
framtíð,
en
það
er
eins
og
kunnugt
er
einhver
örðugasti
fjallvegur
landsins.
Af
þessu
tilefni
náði Mbl.
tali
af
Sigfúsi
Thorarensen,
verkfræðingi,
sem
stjórnað
hefur
verkinu
nærri
frá
byrjun.
Við
spurðum
Sigfús,
hvort
verkið
hefði
ekki
oft
verið
hættulegt
og
hann
svarar:
Heppnin hefur verið með okkur í sambandi við hrun í göngunum. Það hefur að vísu hrunið, en aldrei orðið um nein slys að ræða. Hins vegar urðu hér tvö smávegis slys. Maður datt af palli bifreiðar og annar lenti milli véla. Sá fyrri er búinn að ná sér, en hinn er á batavegi. Annars vildi ég leiðrétta mis sögn í frétt frá um daginn, að skakkað hefði 6-8 metrum á útreikningum verkfræðinga, göngin hefðu orðið lengri, en ætlað hefði verið. Þetta er ekki rétt, verkið stóðst alla útreikninga.
-
Hvernig
er
umhorfs
í
göngunum
meðan
verið
er
að
vinna?
Eftir
sprengingarnar,
meðan
verið
var
að
aka
út
úr
göngunum
því,
sem
losnar,
er
mikill
púðurreykur aða dynamit reykur. Þá myndast og mikið ryk við sprengingarnar, en blásarar hafa verið hafðir í gangi til þess að hreinsa loftið. Loftræstingin er látin ganga án afláts, enda myndast slæmt loft vegna díselvélanna, sem vinna inni í göngunum. Þá myndast einnig vatnsgufa um leið og borað er, en hún er ekki eins skaðleg og þær gufur, er ég nefndi áðan. Í göngunum, þar sem hæst er upp á yfirborðið eru um það bil 200 metrar, eftir því sem við höfum komist næst.
-
Eru margir, sem unnið hafa við
þetta verk allt frá byrjun?
- Tveir starfsmenn hafa unnið svo til nær
allan tímann. Ef hins vegar miðað er við, að verkið hafi hafist, er
undirbúningur hófst fyrir sunnan, má segja, að enginn hafi unnið frá byrjun.
Ég hef unnið hér allan tímann nema fyrsta árið.
-
Og
nú
er
unnt
að
fara
fótgangandi
í
gegn,
er
ekki
svo?
- Jú, það má segja sem svo, en hins vegar er um 6-7 metra þverhnípi við enda
ganganna að
vestan .Göngin eru því nær eingöngu unnin Siglufjarðarmegin frá, að öðru leyti
en því, að sprengt var úr hlíðinni að vestan áður en við komumst í gegn.
Hið skemmtilegasta við þetta er svo, að við skyldum þó eftir allt koma
út á réttum stað.
-
Hvenær
verður
svo
vegurinn
um
göngin
tilbúinn?
Mjög
er
erfitt
að
segja
til
um
það
að
svo
komnu
máli.
Mikið
er
eftir
að
sprengja
við
fjallshlíðina
að
vestan
og
svo
á
eftir
að
steypa
og
hreinsa
göngin.
Sigfús Thorarensen verkfræðingur tv. ásamt Karli Samúelssyni verkstjóra. Myndin er tekin
daginn
sem
flokkurinn
komst
í
gegnum
fjallið
--Verða
veggir
ganganna
steyptir?
Steypt
verður
þar
sem
hrunhætta
er
mest.
Á
tveimur
stöðum
verða
settir
upp
styrktarbogar,
en
við
þá
staði
urðum
við
fyrir
töluverðum
töfum,
þar
eð
bergið
var
dálítið
slæmt.
Þar
var
þó
unnt
að
komast
af
með
styrktarboga
og
á
nokkrum
öðrum
stöðum
verður
að
fóðra
með
steinsteypu.
-
Ekki
þarf
að
spyrja
að,
að
hér
er
um
mikla
vegabót
að
ræða
fyrir
Siglfirðinga.
Það
er
mikil
vegabót
að
göngunum.
Hins
vegar
er
enn
eftir
að
lagfæra
snjóþunga
kafla
við
Fljótin.
Þar
urðum
við
á
síðastliðnum
vetri
fyrir
töluverðum
töfum,
en
þó
verður
að
gæta
þess,
að
sá
vetur
var
með
snjóþyngstu
vetrum
síðan
árið
1946.
Áttum
við
í
miklum
erfið!eikum
með
að
komast
út eftir,
þrátt
fyrir
að
við
hefðum
ýtu
okkur
til
aðstoðar.
Hefðu
ekki
verið
menn
við
göngin,
sem
við
þurftum
að
ná
til,
hefðum
við
ekki
reynt
að
brjótast
í
gegn.
-
Hvað
er
unnt
að
gera
til
að
bæta
úr
í
Fljótum?
Ég
get
nú
ekki
svarað
því
svona
í
skyndi.
Í
Fljótum
er
ákaflega
snjóþungt.
Skefur
snjórinn
inn
fjörðinn
og
sest
þar
til.
Hins
vegar
er
það
miklu
kostnaðarminna
að
ryðja
þann
kafla
en
skarðið.
Strákagöngin
verða
mönnum
því
hvöt
til
þess
að
halda
kaflanum
um
Fljótin
opnum,
sagði
Sigfús
að
lokum.
ATHUGASEMD:
Eftir
að
viðtalið
var
tekið,
varð
það
slys
í
Strákagöngunum,
að
einn
mannanna
varð
fyrir
hruni
og
var
fluttur
til
Reykjavíkur
í
sjúkrahús |