Haförninn
til
Siglufjarðar
með
18-19
þúsund
mál.

Haförninn
leggst
að
bryggju
í
fyrsta
sinn
á
Siglufirði
Siglufjörður,
18.
ágúst.
Haförninn
hið
nýja
síldarflutningaskip
S.R., er
væntanlegur
til
Siglufjarðar
í
dag
með
18.000
-.19.000
mál
síldar,
sem
fara
í
bræðslu
hjá;
S.R.hér
á
staðnum.
Magn
þetta
hefur
Haförninn
tekið
á
4-8
dögum
úr
síldarskipum
á
Austfjarðamiðum.
Þess
má
geta
að
fullhlaðin
tekur
Haförninn
um
22.000
mál
síldar.
Þetta
er
önnur
löndunarferð
Hafarnarins
til
Siglufjarðar
og
er
óhætt
að
fullyrða,
að
bæjarbúum
er
mikill
fengur
að
þessu
skipi.
-
Stefán.
Haförninn
er
búinn
fljótvirkustu
löndunartækjum
sem
nú
þekkjast
Siglfirðingar
binda
miklar
vonir
við
Haförninn
hið
nýja
síldarflutningaskip
Síldarverksmiðja
ríkisins.
Ef
vel
tekst
til
við
síldarflutninga
þess,
mun
að
sjálfsögðu
leiða
af
því
verulega
atvinnuaukningu
fyrir
bæjarbúa.
Haförninn
er
hið
glæsilegasta
skip
og
hefur
þegar
komið
að
miklum
notum.
Tíðindamaður
blaðsins
hitti
fyrir
skömmu
Sigurð
þorsteinsson
skipstjóra
á
Haferninum
að
máli
í
því
skyni
að
fræðast
um
skipið
og
fá
álit
Sigurðar
á
því.
-
Hvar
og
hvenær
er
skipið
smíðað?
-
Skipið
er
byggt
í
Haugasundi
1957
og
þá
sérstaklega
sem
olíuflutningaskip
en
einnig
.sérstaklega
útbúið
fyrir
flutninga
á
asfalti,
sýrum
og
ýmsum
matarolíum.
Það
er
2460
tonn
brúttó
og
3700
dead
weight,
101
metri
á
lengd
og
13
á
breidd.
-
Hve
mikið
getur
það
tekið?
-
Með
fullfermi
tekur
það
3200
tonn
af
síld
og
með
þennan
farm
myndi
skipið
vera
léttlestað.
-
Hvernig
er
með
móttöku
síldarinnar
úti
á
hafi?
-
Skipið
er
með
þrjár
dælur,
tvær
amerískar
vacuumdælur
og
eina
norska hydrostaldælu.
Hver vacuumdæla
afkastar
um
60
tonnum
á
klukkustund,
en hydrostaldæluna
hefur
ekki
gefist
tækifæri
til
þess
að
reyna
enn
þá,
en
hún
á
að
geta
afkastað
feiknarlega
miklu
sennilega
um
200
tonnum
á
klukkustund.
-
Hvernig
hefur
skipið
reynst
í
síldarflutningum
til
þessa?
-
Skipið
hefur
reynst
mjög
vel
og
einnig
þau
tæki,
sem
við
höfum
notað
til
þessa.
Skipið
er
frekar
erfitt
til
að
halda
því
við
í
sjó,
en
ef
fiskibátarnir
hjálpa
til
og
einhver
báturinn,
sem
bíður
eftir
löndun,
andæfir
upp
í
með
okkar
skipi
í
slefi,
þá
höfum
við
fengið
þá
reynslu,
að
það
er
hægt
að
halda
áfram
að
minnsta
kosti
svo
lengi,
sem
fiskibátarnir
geta
verið
að
veðurs
vegna.
-Mér
þykir
rétt
að
taka
það
fram,
að
við
höfum
aðstoðað
bátana
með
vistir
og
vatn
og
einnig
er
ætlunin
að
geta
framkvæmt
smáviðgerðir
um
borð
í
okkar
skipi
fyrir
bátana.
-
Búist
þið
við
því
að
vera
í
síldarflutningum
fram
á
haust?
-
Já,
á
meðan
síld
fæst,
en
annars
er
hægt
að
breyta
um
með
litlum
fyrirvara
og
taka
upp
flutninga
á
hráolíu
eða
lýsi.
En
við
skulum
vona,
að
síldveiðin
haldist
sem
lengst
og
að
þetta
skip
fullnægi
sem
best
því
hlutverki,
sem
því
er
ætlað,
þ.
e.
síldarflutningum.
-
Hvernig
er
vistarverum
og
aðbúnaði
skipverja
háttað?
-
Hvort
tveggja
verður
að
teljast
með
því
besta,
sem
hér
þekkist.
Áhöfnin,
en
hún
er
22
menn
býr
við
óvenju
góð
skilyrði
bæði
hvað
snertir
hreinlæti
og
annað.
Allir
búa
í
eins
manns
klefum
að
undanteknum
einum
klefanum,
þar
búa
tveir.
Hvað
snertir
búnað
skipsins
frekar,
þá
er
það
að
segja,
að
það
er
búið
venjulegum
siglingatækjum
og
uppfyllir
aðrar
slíkar
kröfur,
sem
gerðar
eru
nú
til
dags.
-
Hvernig
er
löndunarskilyrðum
á
síldinni
í
höfn
farið? 
- A
því
sviði
er
skipið
búið
full komnustu og fljótvirkustu tækjum sem nú þekkjast og hefur ekkert skip, sem annast hefur síldarflutninga við Ísland verið búið slíkum tækjum til þessa. Skipið er útbúið þremur svokölluðum dönskum ryksugum sem hver um sig getur afkastað 100 tonnum á klukkustund.
Skipið færir sjálft síldina frá borði að færibandi verksmiðjunnar og koma engin flutningatæki svo sem bílar þar nærri. öll þessi tæki eru knúin með raforku frá skipinu sjálfu. Við fyrstu löndun reyndust þessi tæki í alla staði prýðilega.
Hafnarskilyrði hér á Siglufirði hafa verið stórlega bætt að undanförnu og er nú auðvelt að leggjast hér að með þetta stóra skip, en svo var ekki áður.
-
Og
að
lokum,
Sigurður,
er
það
eitthvað
sérstakt,
sem
þú
vildir
segja
um
skip
þitt?
- Já, mig langar til þess að taka það fram, að skipið virðist vera mjög skemmtilegt, gangmikið og gott í sjó og einnig má geta þess, að það er feikilega gaman að komast í snertingu við fiskimennina og fiskveiðarnar sjálfar, þannig að okkur finnst sem við séum að veiða líka.
Sigurður
Þorsteinsson
skipstjóri
um
borð
í
Haferninum.
|