Laugardagur 5. febrúar
1966. Ljósmyndir og texti: Mbl. & Steingrímur
STÓRTJÓN Í
FÁRVIÐRI Á SIGLUFIRÐI
MYNDIRNAR
hér á síðunni voru teknar af Steingrími Kristinssyni á Siglufirði
eftir óveðrið á dögunum en þær bárust blaðinu ekki fyrr en í
gær vegna samgöngu- erfiðleika.
Í bréfi, sem Steingrímur sendi með myndunum,
segir m.a.: „Í stórviðrinu,
sem gekk yfir allt Norðurland varð mikið tjón á mannvirkjum á Siglufirði.
Er lauslega áætlað, að það
nemi 1-2 milljónum króna, en mest varð tjónið hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Blikkplötur og hurðir
tættust af hinu stóra mjölhúsi SR-46, stafn í verksmiðjuhúsi SRP lét undan
veðurofsanum.og hallast inn á við, þakplötur  fuku af sama húsi.
Tveir þurrk- reykháfar fuku, af
SRP og einn af SR-46. þá fuku þakplötur og hurðir af einu húsi SRP og
þakplötur og gluggar
i heilu lagi af SRN.
Þá brotnuðu nokkur hundruð
gluggarúður hjá verksmiðjunum.
þá varð einnig
nokkurt tjón á hafnarmannvirkjum
SR,
enda mikill sjógangur. Annars staðar í bænum varð einnig mikið tjón, þakplötur og þakhlutar
fuku af nokkrum húsum, m.a.
allar plötur af nýju húsi þannig að naglarnir einir voru eftir,
naglahausarnir gáfu sig vegna verksmiðjugalla.  Verksmiðjuhús SRP.
Norðurgafl hússins hefur gengið inn undan veðurofsanum og þakplötur
fokið.
Gluggarúður brotnuðu í hundraðatali, útvarpsloftnet og rafmagnslínur slitnuðu.
Þá sukku bátar í höfninni og á landi fuku bátar um koll í naustum sínum. Mjög
miklum snjó kyngdi niður fyrsta óveðursdaginn og þurftu margir að
standa í
snjómokstri við hús sín.

Á bak við þessa skafla
er Eyrarbúðin og Föndurbúðin

Hérna er Sparisjóður Siglufjarðar til húsa. Örin bendir á dyrnar, en grafa
þurfti göng til að komast að þeim.

Þetta eru ekki brunarústir,
heldur fauk hluti þaksins |