Mánudagur
22.
mars
1967
Fréttin:
Steingrímur
Landsmót
skíðamanna:
Siglfirðingur
vann
fyrsta
Íslandsmeistaratitilinn
í
göngu
En
krakkarnir
fóru
í
fyrstu
"snjóþotukeppnina"
SKÍÐAMÓT
Íslands
var
sett
á
Siglufirði
í
gær
um
kl.
4.
Átti
setningin
að
vera
kl.
15:00,
en
beðið
var
eftir
komu
flóabátsins
Drangs
sem
kom
með
Eyfirðingana.
Mótið
setti
Sverrir
Sveinsson
sem
er
móstjóri
Lúðrasveit
Siglufjarðar
lék
nokkur
lög
þar
á
meðal
eitt
sem
tileinkað
var
Skíðalandsmótinu
1967,
eftir
stjórnanda
sveitarinnar.
Þá
hófst
keppni
í
20
km,
göngu
20
ára
og
eldri.
Varð
keppnin
mjög
spennandi
og
munaði
aðeins
sekúndubrotum
á
fyrstu
mönnum
lengst
af.
Úrslit
urðu
þessi: Íslandsmeistari
varð
Gunnar
Guðmundsson.
-
Gunnar
Guðmundsson
Siglufirði
62.04
mín
-
Kristján
Guðmundsson,
Ísafirði
62.04.5
-
Þórhallur
Sveinsson
Siglufirði
62.39
mín
Næst
var
keppt
f
10
km.
göngu
17-19
ára
og
urðu
úrslit
þessi:
-
Jón
Ásmundsson
Fljótum
41.39
mín.
-
Sigurjón
Erlendsson
Siglufirði
92.58
-
Héðinn
Sverrisson
HSÞ
48.41
Aðrar
greinar
voru
ekki
á
keppnisskrá
í
gær
en
í
dag
fer
fram
keppni
í
stökki:
Áður
en
Landsmótið
hófst
fór
fram
nýstárleg
keppni
barna,
sem
kölluð
var
snjóþotukeppnin.
Er
hún
fólgin
í
keppni
barna
í
rennsli
á
hinum
nýtilkomnu
plastsleðum.
Hafði
þetta
verið
vel
skipulagt
og
kepptu
annars
vegar
börn
4-7
ára
og
hins
vegar
börn
7-10
ára.
Tóku
um
60-70
krakkar
þátt
í
keppninni
-
sem
vakti
mikla
kátínu
áhorfanda
og
ánægju
og
spennu
keppenda.
SK
|