Rann á hjarni | Siglfirðingur vann | Gífurlegur snjór | Íslandsmót (1) | Íslandsmót (2) | Vélsleði skáta | Þotukeppni | Þyrla sótti slasaðan | Snjóþungi í mars | Halla Haraldsdóttir | Afreksmaður ... | Dakoda flugvél á Sigló | Haförninn og .. | Hvað heitir paddan | Með Haferninum | Heimasætur | Tilraun með síld | Saltað í flestum.. | ASN þingfulltrúar | Strákagöng senn | Einangrun rofin | Fréttir og prestar

>>>>>>>>>>> Dakoda flugvél á Sigló

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mánudagur 31. maí. Ljósmynd og texti: Steingrímur

Dakoda flugvél lendir á Siglufirði

SIGLUFIRÐI, 30. maí. - Fyrir  nokkrum dögum var opnaður nýr flugvöllur hér í botni fjarðarins, er hann ætlaður minni flugvélum, 8-10 manna, en í dag bar það til tíðinda að Dakota flugvél lenti þar. Þetta  þótti viðburður, því að Siglfirðingum hafði verið sagt að svo stórar vélar gætu ekki  lent þar. En þarna var auðsjáanlega um reynslulendingar að ræða, því flugvélin  lenti og hóf sig til flugs 5-6 sinnum. Þetta var flugvél frá

 

Flugfélaginu Flugsýn, ég  hringdi í umboðsmann flugfélagsins, Gest Fanndal og spurði frétta. Sagði hann  mér m.a. að þarna hefði verið um að ræða tilraunaflug af hálfu félagsins, sem tekist  hefði í alla staði mjög vel.

 

 

Þarna voru þrír flugmenn með, sem reyndu lendingargæði  vallarins og létu allir vel af. En að því marki, að ekki væru fleiri farþegar en 10-15  um borð, þar sem flugbrautin væri ekki nema 750 m. Jafnframt sagði Gestur mér  að flugfélagið hefði hug á að kaupa sér minni vél, 10-15 farþega, sem ekki þyrfti  nema 350 m braut.

 

Flugsýn hefur undanfarin 5-6 ár haldið uppi ferðum hingað og m.a. yfir  sumar tíman staðsett flugvél hér tilbúna til þjónustu.     SK..