Laugardagur 11.
nóvember 1967
Ljósmyndir:
Steingrímur, texti: Freysteinn Jóhannsson
Einangrun
Siglufjarðar rofin
Strákagöng
opnuð formlega í gær.
Siglufirði 10. nóvember, frá blaðamanni Mbl. Freysteini Jóhannessyni.

Séð inn Strákagöng
LENGSTU vegagöng á Íslandi - Strákagöng við Siglufjörð voru formlega opnuð til
umferð ar í gær. Þar með er lokið áralangri einangrun Siglufjarðar á
landi og hann kominn í varanlegt vegasamband við þjóðvegakerfi landsins.
Mikill
hátíðabragur var á Siglufirði í tilefni dagsins, fánar blöktu víða við
hún og verslunum og skrifstofum var lokað meðan athöfnin fór .fram. - Þá
var einnig gefið frí í skólum bæjarins. Siglfirðingar fjölmenntu út að
Strákagöngum þegar þau voru opnuð og mikil gleði ríkti í öllum
bænum.
Hófst athöfnin kl. 13:00, en viðstaddir voru auk Ingólfs Jónssonar,
samgöngumálaráðherra, flestir þingmenn kjördæmisins og fjöldi annarra
gesta.

Strákagöng, lengstu vegagöng landsins opnuð til umferðar. Ung stelpa Margrét
Jónsdóttir frá Stóradal í Austur Húnavatnssýslu klippir hér á snúruna, en
hjá henni stendur Ingólfur Jónsson, samgönguráðherra
Hinn
nýi vegur frá Hraunum í fljótum, um Sauðanes og Stráka til
Siglufjarðar, er alls 19 km. langur. Þar af eru jarðgöngin um Stráka 793
metrar að lengd.
Göngin eru 4,5 m á breidd og 5,5 m á hæð. Í göngunum er
ein steypt akbraut 3,2 m breið, með steyptum kantsteinum beggja vegna . Þá eru
í þeim fjögur útskot þar sem bílar geta mæst.

Fyrsta bifreiðin sem ekur í gegn um göngin eftir formlega opnun. Mikill
mannfjöldi hafði safnast saman til að fylgjast með opnunarathöfninni, ein og
sjá má á myndinni.
Heildarkostnaður var um 70 milljónir króna, þar af kostuðu
jarðgöngin 41 milljón. Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra, opnaði,
göngin með ræðu og sagði m.a.: Lengi hafa staðið yfir athuganir á því
hvernig koma mætti Siglufirði í vegasamband.
Árið 1954, var samþykkt
tillaga á Alþingi um, að fela ríkis-stjórninni að láta athuga með hverjum
hætti Siglufirði yrði komið í varanlegt vegasamband við Skagafjörð.
Greinargerð um þær athuganir sem fram fóru sendi þáverandi
vegamálastjóri Geir G. Zoega,
samgöngumálaráðuneytinu, í árs byrjun 1958.
Samkvæmt lauslegri
kostnaðaráætlun er fylgdi greinargerðinni var talið að vegurinn frá Heljartröð
um Mánárskriður og Stráka, til Siglufjarðar mundi kosta um 10 milljónir króna og var þar ekki gert ráð fyrir jarðgöngum um Stráka.
Leiðin úr fjarðarbotni yfir í Nautadal var áætluð 27 miljónir og var gert ráð fyrir 3,5 km. löngum jarðgöngum var ekki talið að sú leið kæmi til greina vegna kostnaðar. Gerð var nánari athugun á Strákum, af Tómasi Tryggvasyni, jarðfræðingi og ákveðið af honum og Snæbirni Jónassyni, yfirverkfræðingi, hvar göngin skyldu liggja gegnum fjallið Siglufjarðarmegin, enda hafði athugun þessi leitt í ljós, að jarðgöng yrðu að öllu leyti hentugri en vegur utan í fjallinu.
Gerðar voru umfangsmiklar jarðfræðilegar athuganir á fjallinu á árunum
1963 og 1964. Seint á árinu 1964 kom til landsins verkfræðingur frá
norsku vegagerðinni, til þess að aðstoða og undirbúa útboð í jarðgangna gerð
gegnum Stráka. í mars 1965 var auglýst eftir tilboðum í
jarðgangnagerðina. Efrafall hf. átti lægsta tilboðið 18,2 milljónir
króna í 4,5 m breið göng.
Sumarið, 1965 hófst framkvæmd við jarðgöngin og var verkinu skilað til
vegagerðarinnar í september í haust. Sprenging gangnanna tók lengri tíma en í
fyrstu var áætlað, þar sem bergið reyndist sprungið og laust í sér á.
köflum, að styrkja þurfti göngin með stálbogum meðan unnið var að sprengingum.
Kostnaður við styrkingarnar var ekki reiknaður með í tilboði verktakanna og
hefur það ásamt fleiru leitt til þess, að verkið er mun dýrara en tilboð
verktakans var. Loft gangnanna hefur verið styrkt til þess að
fyrirbyggja hrun sem gæti orsakað slys eða truflun á umferð. 150 metrar
af göngunum eru fóðraðir, þar sem bergið var lélegast. Vera má að nauðsyn beri
til að setja net í mestan hluta loftsins til þess að gæta fyllsta öryggis. Það
mun kosta allmikið fé en um það dugar ekki að fást ef fyllsta öryggi fæst ekki
með öðru móti.
Að
lokum sagði ráðherrann:
Ég vil að lokum þakka vegamálastjóra,
yfirverkfræðingi og öðrum verkfræðingum vegagerðarinnar, verkstjórum og
verkamönnum, sem að jarðgöngum og vegagerðinni hafa unnið ágætt.verk
Íbúum Siglufjarðar og öðrum þeim sem verksins njóta óska ég til hamingju
og vona að framkvæmdin megi verða til farsældar og gengis fyrir bæjarfélagið,
nærliggjandi byggðir og landið allt Þess skal sérstaklega óskað að maður
sá sem varð fyrir slysi í sambandi við þetta verk fái fullan bata, og að
ekki óhöpp eða slys vegna umferðar um þessi fyrstu jarðgöng, sem gerð
hafa verið hér á landi.
Heill
fylgi þessari framkvæmd. Megi þjóðin halda áfram uppbyggingarstarfi og
treysta undirstöður atvinnulífsins, til tryggingar fyrir batnandi
lífskjörum. Að svo mæltu lýsi ég jarðgöngin um Stráka opin til umferðar.
Þegar
ráðherra hafði formlega opnað göngin, tók til máls Stefán Friðbjarnarson,
bæjarstjóri á Siglufirði. Í ræðu sinni fagnaði hann þessari samgöngubót
Siglfirðinga og þakkaði öllum þeim sem höfðu stuðlað að framkvæmd
hennar. Lúðrasveit Siglufjarðar lék nokkur lög, með því lauk athöfninni
við Strákagöng.
Bæjarstjórn Siglufjarðar bauð gestum til hádegisverðar að Hótel Höfn. Ragnar
Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar, bauð gesti velkomna og stjórnaði
hófinu.
Undir borðum voru fluttar margar ræður og tók Sigurður
Jóhannesson, vegamálastjóri, fyrstur til máls en einnig talaði Árni
Snævar, framkvæmdastjóri Efrafalls, sem sá um framkvæmdirnar. Síðan töluðu
þingmenn og fleiri gestir og Björn Jónsson bóndi í Bæ, flutti
Siglfirðingum árnaðaróskir Skagfirðinga.
Þá
bárust Siglufjarðarbæ einnig mörg heillaóskaskeyti í tilefni þessara merku
tímamóta í framfarasögu bæjarins
===========================
Athygliverð frétt af vegamálum og jarðgangna
tillögum frá árinu 1929
og fleira tengt vegamálum
Siglfirðinga í "gamla daga" eru á vefnum "Gömul vegamál" |